Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Guðfinnur Halldórsson bílasali hefur greinilega farið sínar eigin leiðir í lífinu því hann virðist hafa hunsað flestar ráðleggingar í gegnum tíðina: „Einhverju sinni var mér sagt að ganga í Fram- sóknarflokkinn, því þá þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af neinu það sem eftir væri. Ég fór þó ekki eftir því frekar en þegar mér var sagt að gerast ríkisstarfsmaður“. Guðfinnur segir þó besta ráðið hafa komið í skíðaferð á Ítalíu frá félaga sínum, Jóni Helga Guð- mundssyni í Byko. Þó hafi kannski frekar verið um hug- mynd að auglýsingu að ræða en algilda lífsspeki. Hafi þeir félagar setið í mak- indum þegar einhver allra ljótas- ta bifreið sem þeir hafi augum lit- ið um dagana rennt í hlað, þriggja hjóla ítölsk drusla eins og Guð- finnur orðar það. Hafi Jón þá sagt: „Af hverju kaupirðu ekki einn svona og setur utan á hann límmiða sem á stendur: Geturðu virkilega ekki gert betur en þetta?“. Guðfinnur segir þetta al- veg frábæra hugmynd: „Maður tekur mark á mönnum eins og Jóni, sem eru mikilsvirtir í við- skiptalífinu“. -jsk B E S T A R Á Ð I Ð Vegamót er staður sem stendur við Vega- mótastíg 4. Í rauninni er erfitt að finna eitt- hvað eitt heiti yfir það hvers konar staður Vegamót er, í rauninni allt í senn veitinga-, skemmti- staður og kaffihús. Eigendur Vega- móta eru Óli Már Ólason og Andri Björnsson. Andri keypti fyrir skömmu helmingshlut Hauks Víðissonar, sem söðlaði um og setti á fót skemmtistaðinn Óliver við Laugaveg. Saman höfðu Haukur og Óli átt staðinn í rúm tvö ár, Óli segir þá hafa skilið í góðu: „Haukur var bara orðinn þreyttur á þessu og þurfti að breyta til. Við fögnum samkeppn- inni.“ Hjá Vegamótum vinna að jafnaði 25 til 30 manns. Á sumrin aukast viðskiptin og þarf þá að fjölga í starfsliðinu. Af þeim sökum er erfitt að nefna fasta tölu starfsmanna. VEITINGASTAÐURINN Andri segist fyrst og fremst líta á Vegamót sem veitingastað. Enda leggi þeir mikla áher- slu á fjölbreyttan og síbreytilegan matseðil, hann sé endurskoðaður með reglulegu milli- bili auk þess sem á hverjum degi sé boðið upp á rétti dagsins á viðráðanlegu verði: „Við reynum að endurskoða matseðilinn að minns- ta kosti einu sinni á ári. Þá skiptum við út átta til níu réttum og setjum aðra í staðinn“. Óli segir matargerðina alþjóðlega: „Við erum með hjá okkur í eldhúsinu Spánverja og Argentínumann svo segja má með sanni að við séum alþjóðleg. Það endurspeglast líka í matseðlinum þar sem hægt er að fá rétti víðs vegar að úr heiminum“. Einnig er hægt að koma og sækja mat og segir Andri slíkt vera vinsælt, sérstaklega meðal þeirra sem búa í nágrenninu: „Það er náttúr- lega þægilegt að geta bara stokk- ið út og náð sér í svanginn“. SKEMMTISTAÐURINN Mikið er um fastakúnna og segja þeir félagar að um sé að ræða „miðbæjargengið“, fólk sem lifi og hrærist í miðbænum en einnig komi talsvert úr hverfum 105 og 107. Þetta sé þá fólk sem borði jafnvel á staðnum í hádeg- inu, komi og fái sér kaffi um miðjan daginn og skemmti sér svo á Vegamótum um helgar. Andri og Óli segja staðinn þéttsetinn mest allan daginn. Eldhúsið opnar klukkan 11 og fljótlega upp úr því byrjar hádegistraffíkin. Rólegt er síðan á milli þrjú og sex en þó tals- vert um að fólk komi og fái sér kaffi. Klukk- an sex byrjar svo fólk að koma og fá sér kvöldmat, það stendur síðan alveg til tíu á kvöldin þegar eldhúsið lokar. Á virkum dögum er kaffihúsastemmning eftir klukkan tíu og eitthvað fram eftir. Um helgar umbreytist veitingahúsið í skemmti- staðinn Vegamót og dansað er fram eftir nóttu við tónlist reykvískra skífuþeytara: „Það troðfyllist allt hérna þegar djammið byrjar og oft komast færri að en vilja,“ segir Óli. Við hlið Vegamóta er Hótel Skjaldbreið og er innangengt af hótelinu inn á veitingastað- inn. Talsvert er um að gestir hótelsins komi og versli á Vegamótum. Telja þeir félagar að yfir sumartímann komi um þrjátíu prósent tekna fyrirtækisins af erlendum ferðamönn- um. Á sumrin skiptir veðrið gríðarlegu máli að sögn Andra: „Þegar heitt er veðri, fara allir Reykvíkingar í bæinn. Þá opnum við út og staðurinn stækkar um helming“. GANGA Í ÖLL STÖRF Aðspurðir um verkaskiptingu þeirra á milli segjast Andri og Óli ganga í öll störf: „Það er gjarnan þannig að annar okkar er að stússast í bókhaldinu eða eitthvað slíkt á meðan hinn er frammi í sal og sinnir tilfallandi verkefn- um. Við gerum allt frá því að sópa stéttina hérna fyrir utan yfir í að ganga um og sjá til þess að þjónustan sé í lagi,“ segir Óli. Þegar talið berst að afkomutölum halda þeir spilunum þétt að brjósti sér. Þeir segja að í veitinga- skemmtistaðageiranum vilji fólk ekki að keppinauturinn viti hvernig gangi. Óli ljóstrar því þó upp að engin vand- ræði séu í rekstri Vegamóta. Vissulega hafi þurft að auglýsa fyrst en nú sé reksturinn í öruggum farvegi: „En það þarf að vinna fyrir þessu. Hér er góð þjón- usta, góður matur og snyrtilegt,“ hann bætir því við að staðurinn eigi að líta svolítið „röff“ út: „En þannig á það að vera. Það er hluti af sjarmanum. Hér er allt tandurhreint“. Vegamót: Eigendur: Andri Björnsson og Óli Már Ólason Fjöldi starfsmanna: 25-30 Starfsemi. veitinga-, skemmtistaður og kaffihús Staðsetning: Vegamótastígur 4 ,,Göngum í öll störf“ Vegamót er veitinga- og skemmtistaður í miðbænum. Matargerð er alþjóðleg og má finna á matseðlinum allt frá spænskri paellu yfir í klassísk-ameríska hamborgara. Um helgar umbreytist Vegamót í skemmtistað. Jón Skaftason fór og hitti eigendur Vegamóta, þá Andra Björnsson og Óla Má Ólason, að máli. PÁLL GUNNAR PÁLSSON hefur verið ráð- inn forstjóri Samkeppniseftirlits. Páll Gunnar er lögfræð- ingur og starfar nú sem forstjóri Fjár- málaeftirlitsins. Hann hefur störf sem forstjóri Sam- keppniseftirlitsins þann 1. júlí næst- komandi er stofnunin tekur til starfa. Páll hefur verið forstjóri Fjármálaeftir- litsins frá 1999, en þá hóf Fjármálaeftir- litið störf. Hann hefur einnig verið full- trúi Fjármálaeftirlitsins í ýmsum nefnd- um sem fjallað hafa um málefni fjár- málamarkaðar, svo sem bankalaga- nefnd, kauphallarnefnd og nefnd um viðurlög við efnahagsbrotum. Páll Gunnar var fulltrúi Fjármálaeftirlits- ins í samstarfi sameinaðra fjármálaeftir- lita, alþjóðlegum samtökum vátrygg- ingaeftirlita, nefnd evrópskra bankaeft- irlita, nefnd evrópskra verðbréfaeftirlita og nefnd evrópskra vátrygginga- og líf- eyriseftirlita. Hann var einnig deildar- sérfræðingur og síðar deildarstjóri í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytum, einkum á sviði fjármálamarkaðar. Áður var Páll starfsmaður bankaeftirlits Seðlabanka Íslands 1994-1995. ÓLI MÁR ÓLASON OG ANDRI BJÖRNSSON EIGENDUR VEGAMÓTA Á sumrin er hægt að opna út og stækkar staðurinn þá um helming: ,,Þegar heitt er í veðri fara allir Reykvíkingar í bæinn“, segir Andri. GUÐFINNUR BÍLASALI Ekur ekki um á „ítalskri druslu“. Geturðu ekki gert betur en þetta? Fr ét ta bl að ið /V ilh el m Sjálfvinduúrverk, safírgler. TrackWell kaupir SeaData Skrá ferðir og veiðar fiskiskipa. TrackWell hefur keypt SeaData með rekstri og lausnum. Helstu lausnir SeaData eru Rafræn afla- dagbók, Útgerðarstjórinn og Af- urðabók. SeaData skráir upplýs- ingar um ferðir og veiðar fiski- skipa og sendir rafrændar upp- lýsingar til útgerða og Fiskistofu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að kerfið hafi náð ágætri útbreiðslu hjá útgerðum á Íslandi og erlendis. -dh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.