Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 2
2 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Innbrot, fíkniefnamisferli og akstur gegn rauðu ljósi: firír ungir menn fengu skilor› DÓMSMÁL Þrír ungir menn á aldrin- um 23 til 25 ára fengu skilorðs- bundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg brot. Einn ók bifreið á móti rauðu ljósi á gatnamótum Flatahrauns og Fjarðarhrauns í febrúar 2003 þannig að árekstur hlaust af og í fé- lagi við annan ákærða braust hann nokkrum dögum síðar inn í íbúð við Klapparstíg í Reykjavík og stal skartgripum, áfengi, tóbaki og fleiru, þannig að verðmæti taldist yfir fjórar milljónir króna. Þá voru vinirnir við önnur tækifæri teknir með kannabisefni og amfetamín í neysluskömmtum. Fyrir þetta hlutu þeir tveggja og þriggja mán- aða fangelsisdóma skilorðsbundna í þrjú ár. Þriðji maðurinn var kærður fyr- ir hylmingu en hann tók við stoln- um munum og þá stal hann líka bensíni fyrir tæpar sex þúsund krónur á bensínstöð í Reykjavík. Ákvörðun refsingar hans var frestað og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár. Fallið var frá kæru um hylm- ingu af gáleysi á hendur fjórða manninum og mál fimmta manns- ins var klofið frá og réttað í því sérstaklega. Dóminn kvað Sveinn Sigurkarlsson, héraðsdómari. -óká Anders Fogh Rasmussen og Göran Persson: Líklega hætt vi› fljó›aratkvæ›i EVRÓPUSAMBANDIÐ Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Dan- merkur sögðu báðir í gær að þeim þætti koma til greina að hætta við áformaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í löndum sínum um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins. Danski ríkisstjórnarleiðtoginn Anders Fogh Rasmus- sen sagði rétt að bíða þess hvernig tekið verði á málinu á leiðtogafundi sambandsins í Brussel nú í vikulokin, en fullgildingarferli sáttmálans komst í uppnám er bæði franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu honum í þjóðar- atkvæðagreiðslum um mánaðamótin. Öll aðildarríkin 25 þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti tekið gildi. Sænski forsætisráðherrann Göran Persson tjáði ESB- nefnd sænska þingsins í gær að sér þætti koma til greina að fresta því að bera sáttmálann upp til staðfestingar í Svíþjóð. „Gefi Frakkar og Hollendingar ekki skýr skila- boð um það hvernig þeir hyggjast vinna úr höfnun sátt- málans er eins gott að við bíðum. Ég giska á að niðurstaða leiðtogafundarins verði sú að frysta fullgildingarferlið,“ hefur fréttavefur Dagens Nyheter eftir Persson. Fyrst eftir „nei“ í Frakklandi og Hollandi hafði Persson lagt áherslu á að halda skyldi ferlinu áfram; Svíar ættu að taka eigin afstöðu til sáttmálans óháð öðrum. -aa Færri námsmenn halda utan til háskólanáms Hlutfallslega færri Íslendingar fara nú erlendis í nám og fleir sem fara flykkjast til Nor›urlandanna á kostna› Bandaríkjanna. Verslunarrá› Íslands vill sko›a hvernig fjölga megi íslenskum námsmönnum er- lendis, einkum í Asíu og Bandaríkjunum. HÁSKÓLANÁM Verslunarráð Íslands hefur tekið saman tölur um nám Íslendinga erlendis. Í úttektinni kemur fram að íslenskum náms- mönnum í Bandaríkjunum hefur fækkað um 44,1 prósent á sama tíma og mikil aukning hefur verið á framboði á háskólanámi hér- lendis. Þótt fleiri Íslendingar stundi nám erlendis er hlutfall þeirra af íslenskum námsmönn- um orðið mun lægra. Langmest er aukningin í Danmörku en þar eru flestir Íslendingar við nám. Verslunarráðið byggir úttekt sína á tölum frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna en gera má ráð fyrir því að langflestir náms- menn erlendis taki námslán hjá LÍN. Lánþegum í námi erlendis hefur aðeins fjölgað um sautján prósent frá árinu 1999 meðan lán- þegum hefur alls fjölgað um 44,3 prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem stunda nám erlendis taki námslán hjá LÍN meðan mun lægra hlutfall íslenskra náms- manna er á námslánum. Stóraukin menntun hér á landi síðustu ár virðist því fyrst og fremst skila sér í auknu háskólanámi hér á landi. Halldór Benjamín Þorbergs- son, hagfræðingur hjá Verslunar- ráði, segir að skólagjöld hafi farið hækkandi í Bandaríkjunum á síð- ustu árum. „Ekki bætir úr skák að gengi dalsins var til skamms tíma mjög hátt.“ Einnig gæti ástæðan verið sú að almennt fari Íslend- ingar í grunnnám hér heima en í meistaranám erlendis og því eigi menntunarsprengjan einfaldlega eftir að skila sér til útlanda. „En þá er spurning hvort við viljum ekki að menn sæki nám til fleiri landa.“ Framboð á háskólanámi byrj- aði að aukast svo mikið fyrir um fjórum árum, og því kann þess að vera skammt að bíða að aukningin skili sér í stórauknu meistara- námi erlendis. „Íslenskir háskólar þyrftu að efla tengslin við erlenda háskóla, og líta þá í auknum mæli til bandarískra háskóla og jafnvel Asíu,“ segir Halldór. „Að sama skapi væri eðlilegt að gaumgæfa hvort veita eigi nemendum skóla- gjaldalán til að stunda grunnnám erlendis, jafnvel þótt hægt sé stunda sambærilegt nám í ís- lenskum skólum. Þótt skólar á Norðurlöndum hafi komið vel út í alþjóðlegum samanburði þá er fjölbreytni í íslensku atvinnulífi ómetanleg.“ grs@frettabladid.is Ólga í Suður-Afríku: Varaforsetinn sviptur stóli SUÐUR-AFRÍKA, AP Thabo Mbeki, for- seti Suður-Afríku, rak varaforset- ann Jacob Zuma í gær eftir að uppvíst varð að hann var flæktur í spillingarhneyksli. Með brott- rekstrinum skapast mikil óvissa um hver sé líklegastur til að verða arftaki Mbekis á forsetastólnum. Búist hafði verið við að Zuma tæki við af Mbeki er hann lætur af embætti árið 2009. Mbeki tjáði þinginu að Zuma hefði ekki verið ákærður fyrir lögbrot, en úr- skurður dómara um að hann ætti „almennt spillt“ tengsl við fjár- málaráðgjafa sinn hefði kallað á að forsetinn gripi til sinna ráða. Þrennt í haldi lögreglu: Slettu grænu sulli yfir gesti LÖGREGLA Yfirheyrslur yfir fólki sem sletti grænlitaðri súrmjólk yfir fjölda manns á álráðstefnu á Hótel Nordica í hádeginu í gær stóðu fram á kvöld. Fólkið, bresk- ur karlmaður og Íslendingar, karl og kona, var handtekið á staðnum og gisti fangageymslur í nótt. Hlé var gert á ráðstefnunni eft- ir uppákomuna, en slettur gengu yfir gesti, fyrirlesara, húsgögn og tæki. Fólkið er ekki talið tengjast íslenskum náttúruverndarsam- tökum. Liðsmönnum Náttúruvakt- arinnar var til dæmis ekki skemmt yfir uppákomunni því í kjölfarið var settur á lögreglu- vörður og ekki hægt að dreifa bæklingum til gesta, líkt og áætl- að var. -óká SPURNING DAGSINS Marín, bló›langa›i marga í blóm? Já, mörg gæðablóð blóðlangaði í blóm. Alþjóðlegi blóðgjafardagurinn var í gær og fengu blóðgjafar blóm að launum fyrir blóðgjöfina. Mar- ín Þórsdóttir er upplýsingafulltrúi Blóðbankans. Lánflegar á íslandi og erlendis, 1999 - 2005 firóun á fjölda lánflega eftir löndum, 1999 - 2005 Myndin sýnir greinilega mikla aukningu á námslánum hér á landi frá haustinu 2001 meðan ekkert sambærilegt stökk á sér stað erlendis. Á þessu línuriti sést greinilega hvernig fjöldi námsmanna snareykst á Norðurlöndum og minnkar álíka mikið í Bandaríkjunum. Langmestu munar um Danmörku þar sem flestir eru við nám. Í öðrum löndum er fjöldinn svipaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FUNDAÐ UM FRAMHALDIÐ Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. og tékkneskur starfsbróðir hans Cyril Svoboda fara yfir skjöl á utanríkisráðherrafundi í Lúxemborg í gær. Líklegt þykir að á leiðtogafundi sambandsins í vikulokin verði ákveðið að frysta fullgildingarferli stjórnarskrársáttmálans. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Fimm sættu ákærum lögreglustjórans í Hafnarfirði í máli sem dæmt var í í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Mál eins var skilið frá, fallið frá ákæru á annan og þrír dæmdir fyrir margvísleg brot. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Háskólanám á Íslandi er orðið mun fjölbreyttara og því fara færri utan til náms. LÖGREGLUMÁL ÓK Á LJÓSASTAUR Ökumaður á Akureyri varð fyrir því óhappi rétt eftir klukkan hálf níu í gær- kvöldi að misreikna sig í beygju á Strandgötu með þeim afleiðing- um að bíllinn rataði upp á um- ferðareyju og þaðan á ljósastaur. Ökumaður slapp án teljandi meiðsla, en bíllinn, japanskur fólksbíll, er mikið skemmdur og ljósastaurinn ónýtur. EINN FULLUR VIÐ AKSTUR Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær. Dagurinn var að öðru leyti rólegur suður með sjó, að sögn lögreglu. LYFTARI EYÐILAGÐIST Í ELDI Gamall JCB lyftari eyðilagðist þegar í honum kviknaði í Ennis- hverfi við Elliðavatn í gærkvöldi. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var tækið í notkun hálftíma áður en eldurinn kom upp, en ekki er vitað um eldsupp- tök. Lyftarinn var alelda þegar slökkvilið bar að til að slökkva í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.