Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 2

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 2
2 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Innbrot, fíkniefnamisferli og akstur gegn rauðu ljósi: firír ungir menn fengu skilor› DÓMSMÁL Þrír ungir menn á aldrin- um 23 til 25 ára fengu skilorðs- bundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg brot. Einn ók bifreið á móti rauðu ljósi á gatnamótum Flatahrauns og Fjarðarhrauns í febrúar 2003 þannig að árekstur hlaust af og í fé- lagi við annan ákærða braust hann nokkrum dögum síðar inn í íbúð við Klapparstíg í Reykjavík og stal skartgripum, áfengi, tóbaki og fleiru, þannig að verðmæti taldist yfir fjórar milljónir króna. Þá voru vinirnir við önnur tækifæri teknir með kannabisefni og amfetamín í neysluskömmtum. Fyrir þetta hlutu þeir tveggja og þriggja mán- aða fangelsisdóma skilorðsbundna í þrjú ár. Þriðji maðurinn var kærður fyr- ir hylmingu en hann tók við stoln- um munum og þá stal hann líka bensíni fyrir tæpar sex þúsund krónur á bensínstöð í Reykjavík. Ákvörðun refsingar hans var frestað og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár. Fallið var frá kæru um hylm- ingu af gáleysi á hendur fjórða manninum og mál fimmta manns- ins var klofið frá og réttað í því sérstaklega. Dóminn kvað Sveinn Sigurkarlsson, héraðsdómari. -óká Anders Fogh Rasmussen og Göran Persson: Líklega hætt vi› fljó›aratkvæ›i EVRÓPUSAMBANDIÐ Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Dan- merkur sögðu báðir í gær að þeim þætti koma til greina að hætta við áformaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í löndum sínum um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins. Danski ríkisstjórnarleiðtoginn Anders Fogh Rasmus- sen sagði rétt að bíða þess hvernig tekið verði á málinu á leiðtogafundi sambandsins í Brussel nú í vikulokin, en fullgildingarferli sáttmálans komst í uppnám er bæði franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu honum í þjóðar- atkvæðagreiðslum um mánaðamótin. Öll aðildarríkin 25 þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti tekið gildi. Sænski forsætisráðherrann Göran Persson tjáði ESB- nefnd sænska þingsins í gær að sér þætti koma til greina að fresta því að bera sáttmálann upp til staðfestingar í Svíþjóð. „Gefi Frakkar og Hollendingar ekki skýr skila- boð um það hvernig þeir hyggjast vinna úr höfnun sátt- málans er eins gott að við bíðum. Ég giska á að niðurstaða leiðtogafundarins verði sú að frysta fullgildingarferlið,“ hefur fréttavefur Dagens Nyheter eftir Persson. Fyrst eftir „nei“ í Frakklandi og Hollandi hafði Persson lagt áherslu á að halda skyldi ferlinu áfram; Svíar ættu að taka eigin afstöðu til sáttmálans óháð öðrum. -aa Færri námsmenn halda utan til háskólanáms Hlutfallslega færri Íslendingar fara nú erlendis í nám og fleir sem fara flykkjast til Nor›urlandanna á kostna› Bandaríkjanna. Verslunarrá› Íslands vill sko›a hvernig fjölga megi íslenskum námsmönnum er- lendis, einkum í Asíu og Bandaríkjunum. HÁSKÓLANÁM Verslunarráð Íslands hefur tekið saman tölur um nám Íslendinga erlendis. Í úttektinni kemur fram að íslenskum náms- mönnum í Bandaríkjunum hefur fækkað um 44,1 prósent á sama tíma og mikil aukning hefur verið á framboði á háskólanámi hér- lendis. Þótt fleiri Íslendingar stundi nám erlendis er hlutfall þeirra af íslenskum námsmönn- um orðið mun lægra. Langmest er aukningin í Danmörku en þar eru flestir Íslendingar við nám. Verslunarráðið byggir úttekt sína á tölum frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna en gera má ráð fyrir því að langflestir náms- menn erlendis taki námslán hjá LÍN. Lánþegum í námi erlendis hefur aðeins fjölgað um sautján prósent frá árinu 1999 meðan lán- þegum hefur alls fjölgað um 44,3 prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem stunda nám erlendis taki námslán hjá LÍN meðan mun lægra hlutfall íslenskra náms- manna er á námslánum. Stóraukin menntun hér á landi síðustu ár virðist því fyrst og fremst skila sér í auknu háskólanámi hér á landi. Halldór Benjamín Þorbergs- son, hagfræðingur hjá Verslunar- ráði, segir að skólagjöld hafi farið hækkandi í Bandaríkjunum á síð- ustu árum. „Ekki bætir úr skák að gengi dalsins var til skamms tíma mjög hátt.“ Einnig gæti ástæðan verið sú að almennt fari Íslend- ingar í grunnnám hér heima en í meistaranám erlendis og því eigi menntunarsprengjan einfaldlega eftir að skila sér til útlanda. „En þá er spurning hvort við viljum ekki að menn sæki nám til fleiri landa.“ Framboð á háskólanámi byrj- aði að aukast svo mikið fyrir um fjórum árum, og því kann þess að vera skammt að bíða að aukningin skili sér í stórauknu meistara- námi erlendis. „Íslenskir háskólar þyrftu að efla tengslin við erlenda háskóla, og líta þá í auknum mæli til bandarískra háskóla og jafnvel Asíu,“ segir Halldór. „Að sama skapi væri eðlilegt að gaumgæfa hvort veita eigi nemendum skóla- gjaldalán til að stunda grunnnám erlendis, jafnvel þótt hægt sé stunda sambærilegt nám í ís- lenskum skólum. Þótt skólar á Norðurlöndum hafi komið vel út í alþjóðlegum samanburði þá er fjölbreytni í íslensku atvinnulífi ómetanleg.“ grs@frettabladid.is Ólga í Suður-Afríku: Varaforsetinn sviptur stóli SUÐUR-AFRÍKA, AP Thabo Mbeki, for- seti Suður-Afríku, rak varaforset- ann Jacob Zuma í gær eftir að uppvíst varð að hann var flæktur í spillingarhneyksli. Með brott- rekstrinum skapast mikil óvissa um hver sé líklegastur til að verða arftaki Mbekis á forsetastólnum. Búist hafði verið við að Zuma tæki við af Mbeki er hann lætur af embætti árið 2009. Mbeki tjáði þinginu að Zuma hefði ekki verið ákærður fyrir lögbrot, en úr- skurður dómara um að hann ætti „almennt spillt“ tengsl við fjár- málaráðgjafa sinn hefði kallað á að forsetinn gripi til sinna ráða. Þrennt í haldi lögreglu: Slettu grænu sulli yfir gesti LÖGREGLA Yfirheyrslur yfir fólki sem sletti grænlitaðri súrmjólk yfir fjölda manns á álráðstefnu á Hótel Nordica í hádeginu í gær stóðu fram á kvöld. Fólkið, bresk- ur karlmaður og Íslendingar, karl og kona, var handtekið á staðnum og gisti fangageymslur í nótt. Hlé var gert á ráðstefnunni eft- ir uppákomuna, en slettur gengu yfir gesti, fyrirlesara, húsgögn og tæki. Fólkið er ekki talið tengjast íslenskum náttúruverndarsam- tökum. Liðsmönnum Náttúruvakt- arinnar var til dæmis ekki skemmt yfir uppákomunni því í kjölfarið var settur á lögreglu- vörður og ekki hægt að dreifa bæklingum til gesta, líkt og áætl- að var. -óká SPURNING DAGSINS Marín, bló›langa›i marga í blóm? Já, mörg gæðablóð blóðlangaði í blóm. Alþjóðlegi blóðgjafardagurinn var í gær og fengu blóðgjafar blóm að launum fyrir blóðgjöfina. Mar- ín Þórsdóttir er upplýsingafulltrúi Blóðbankans. Lánflegar á íslandi og erlendis, 1999 - 2005 firóun á fjölda lánflega eftir löndum, 1999 - 2005 Myndin sýnir greinilega mikla aukningu á námslánum hér á landi frá haustinu 2001 meðan ekkert sambærilegt stökk á sér stað erlendis. Á þessu línuriti sést greinilega hvernig fjöldi námsmanna snareykst á Norðurlöndum og minnkar álíka mikið í Bandaríkjunum. Langmestu munar um Danmörku þar sem flestir eru við nám. Í öðrum löndum er fjöldinn svipaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FUNDAÐ UM FRAMHALDIÐ Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. og tékkneskur starfsbróðir hans Cyril Svoboda fara yfir skjöl á utanríkisráðherrafundi í Lúxemborg í gær. Líklegt þykir að á leiðtogafundi sambandsins í vikulokin verði ákveðið að frysta fullgildingarferli stjórnarskrársáttmálans. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Fimm sættu ákærum lögreglustjórans í Hafnarfirði í máli sem dæmt var í í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Mál eins var skilið frá, fallið frá ákæru á annan og þrír dæmdir fyrir margvísleg brot. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Háskólanám á Íslandi er orðið mun fjölbreyttara og því fara færri utan til náms. LÖGREGLUMÁL ÓK Á LJÓSASTAUR Ökumaður á Akureyri varð fyrir því óhappi rétt eftir klukkan hálf níu í gær- kvöldi að misreikna sig í beygju á Strandgötu með þeim afleiðing- um að bíllinn rataði upp á um- ferðareyju og þaðan á ljósastaur. Ökumaður slapp án teljandi meiðsla, en bíllinn, japanskur fólksbíll, er mikið skemmdur og ljósastaurinn ónýtur. EINN FULLUR VIÐ AKSTUR Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær. Dagurinn var að öðru leyti rólegur suður með sjó, að sögn lögreglu. LYFTARI EYÐILAGÐIST Í ELDI Gamall JCB lyftari eyðilagðist þegar í honum kviknaði í Ennis- hverfi við Elliðavatn í gærkvöldi. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var tækið í notkun hálftíma áður en eldurinn kom upp, en ekki er vitað um eldsupp- tök. Lyftarinn var alelda þegar slökkvilið bar að til að slökkva í honum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.