Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 29
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 86 36 0 6/ 20 05 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 86 36 0 6/ 20 05 Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 02.05.2005–01.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og úrdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Stríð í sýndaheimi Myrtur vegna platsverðs Deilan um Íslandsbanka Orð gegn orði Tónleikahald í blóma Rokkað fyrir fúlgur Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 15. JÚNÍ 2005 – 11. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Lítill hagvöxtur | Hagvöxtur á Íslandi var á fyrsta ársfjórðungi 2,9 prósent og hefur ekki verið minni síðan 2002. Hagvaxtarspá Seðlabankans fyrir árið hljóðaði upp á tæp sjö prósent og segja sérfræðingar að ekki verði hjá því komist að endurskoða spána. Steinunn seldi | Steinunn Jóns- dóttir hefur selt 4,11 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka til Burðaráss. Aukadagur í gagnaherbergi | Einkavæðingarnefnd íhugar nú að veita þeim tólf aðilum sem eiga þess kost að skila bindandi kauptilboðum í Símann aukadag í svokölluðu gagnaherbergi. Í her- bergjunum eru upplýsingar um rekstur Símans og fengu bjóðend- ur fimm daga til að kynna sér gögnin. Allt í góðu | Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins segir frammi- stöðu íslenska hagkerfisins eftir- tektarverða en telur þó stóriðju- framkvæmdir valda sveiflum í hagkerfinu. Verkefni stjórnvalda sé að koma á stöðugleika. Evrópskur ofurbanki | Ítalski bankinn Unicredito hefur tekið yfir hinn þýska HVB-banka. Yfir- takan er sú stærsta í Evrópusög- unni og segja forsvarsmenn Un- icredito að við þetta verði til fyrsti evrópski ofurbankinn. Útboð Mosaic | Hlutabréf í Mosaic Fashions seldust fyrir rúmlega tíu milljarða króna og er það tæplega níu sinnum hærri upphæð en í boði var. Forsvars- menn fyrirtækisins segjast himin- lifandi. Wolfowitz í Afríku | Yfirmaður Alþjóðabankans ferðast nú um Afríku og freistar þess að sann- færa ráðamenn um að málefni álf- unnar séu honum efst í huga. Atlantic Petroleum: Dreift eignarhald Hlutafé í færeyska olíufélaginu, Atlantic Petroleum sem verður skráð í Kauphöllina í dag, er mun dreifðara en þekkist meðal ís- lenskra hlutafélaga. Tíu stærstu hluthafarnir í félaginu eiga um 49 prósent en enginn einn hluthafi á yfir tíu prósent. Eignarhaldsfé- lagið P/F 14 er stærsti hluthafinn með um 8,7 prósenta hlut. Hluthafar í félaginu eru um 3.000 talsins. Meðal stærstu hlut- hafa eru kunnugleg nöfn eins og Smyril Line, Föroya bjór og KB banki sem hefur umsjón með skráningunni. Stjórnendur, stjórnarmenn og aðilar þeim tengdir eiga um fimmtán prósent í færeyska fé- laginu. - eþa Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Frjálsi fjárfestingarbankinn er orðinn stærsti eig- andi B-deildar í Sláturfélagi Suðurlands (SS) með tæpan 30 prósenta hlut. Um síðustu áramót var stærsti hluthafinn, Svínabúið Brautarholti ehf., með 23,6 prósenta hlut en Frjálsi eignaðist bréfin þegar svínabúið var gert gjaldþrota og því er ekki um bein kaup að ræða. Blaðamaður Markaðarins hafði samband við for- svarsmenn Frjálsa, Kauphallarinnar og SS í gær og fyrradag og spurði af hverju tilkynning um við- skiptin hefði ekki borist til Kauphallarinnar. Vakin er athygli á því að samkvæmt reglugerð um útgef- endur, kauphallaraðila og eigenda verðbréfa sem skráð eru í kauphöll ber eigenda verðbréfa, sem ræður yfir verulegum eignarhlut, að tilkynna það þegar í stað til félagsins og Kauphallarinnar. Brugðist var fljótt við þessari fyrirspurn því í gær sendi Frjálsi frétt til Kauphallarinnar um viðskipt- in í SS. Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa, telur að menn þar á bæ hafi einfaldlega gleymt að tilkynna um eigendaskiptin en viðskiptin áttu sér stað fyrir þremur mánuðum síðan. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, kannaðist ekki við þetta mál en sagði að Kauphöllin myndi kanna vandlega hvernig málið væri vaxið. Í þessu tilviki hefur Sláturfélagið haft upplýs- ingar um eigendaskiptin, enda er Frjálsi fjárfest- ingarbankinn skráður sem stærsti eigandi í B-deild stofnsjóðs þann 4. apríl síðast liðinn. Samkvæmt fyrrnefndri reglugerð er það þó á ábyrgð Frjálsa að tilkynna um eigendaskiptin. Markaðsvirði SS er ekki nema 240 milljón króna virði þrátt fyrir að eigið fé félagsins sé fimm sinn- um meira. Hlutur Frjálsa í SS er því um 70 milljóna króna virði. F R É T T I R V I K U N N A R 6 10 12-13 Dögg Hjaltalín skrifar Gengi FL Group hefur hækkað um átta prósent á síðustu vikum og um tæp 50 prósent frá áramót- um. Gengi easyJet hefur að sama skapi hækkað mikið að undan- förnu og má rekja það til orðróms sem er á kreiki um að Icelandair hyggist yfirtaka fé- lagið. Breskir fjölmiðlar hafa áður fjallað um það að FL Group hafi hug á að yfirtaka félagið. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður FL Group, vill ekki tjá sig um málið. Í kjölfar kaupa Icelandair á 10 prósenta hlut hitti Hannes Smárason aðaleigenda easyJet að máli . Varð það til þess ýta enn frekar undir orðróm um áhuga FL Group á yfirtöku. Í Sunday Times er mælt með því að halda bréfum í easyJet og rifjuð upp orð aðaleiganda þess, grikkjans Stelios. „Takið eftir sætisbeltaskiltunum því þið munið líklega sjá mikla ókyrrð í gengi félagsins þegar það sveifl- ast milli 120 pensa á hlut og 400 pensa á hlut á næstu árum.“ - dh Útrásarvísitalan hækkar: Mest hækkun á easyJet Útrásarvísitala Markaðarins hækkaði um eitt prósent milli vikna. Mestur munur um gengis- hækkun easyJet er um 14 pró- sent. Einnig hækkar Finnair um 2,4 prósent, Intrum Justitia um 2,1 prósent og Carnegie um 1,3 prósent. Útrásarvísitalan hækk- ar um leið og gengi krónunnar er að veikjast. Low & Bonar lækkar mest milli vikna eða um 11 pró- sent og NWF kemur þar á eftir með sjö prósenta lækkun. Sjá nán- ar síðu 6 Létu Kauphöllina ekki vita af eigendaskiptum Frjálsi fjárfestingarbankinn tilkynnti ekki fyrr en eftir þrjá mánuði að hann væri orðinn stærsti hluthafinn í SS. „Hugs- unarleysi,“ segir framkvæmdastjóri bankans. FL Group heldur áfram að hækka Orðrómur er í Bretlandi um yfirtöku FL Group á easyJet. FL GROUP OG EASYJET HÆKKA VEGNA ORÐRÓMS Ragnhildur Geirsdótt- ir, forstjóri Icelandair, og Hannes Smárason stjórnarformaður. FRJÁLSI FJÁRFESTINGARBANKINN Frjálsi tilkynnti markaðnum um yfirtöku á hlutabréfum í eigu Svínabúsins Brautarholti í SS tæp- um þremur mánuðum eftir eigendaskiptin. Hlutabréf hækka í Noregi Aðalvísitala norsku kauphallar- innar sló met í gær. Fór hún upp í 273 stig og hefur því hækkað um fimmtán prósent á árinu. Hækk- unin hefur verið mikil síðustu dagana vegna mikilla viðskipta í fjármálafyrirtækjum, orku- og olíufyrirtækjum og sjávarút- vegsfélögum. Olíu- og orkufélög- in DNO, PA Resources og CanAr- go Energy hafa öll hækkað tals- vert á undanförnum dögum. - eþa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.