Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 72
15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR28 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Miðvikudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍA og Keflavík mætast á Akranesvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  20.00 Valur og FH mætast á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  20.00 HK og Fjölnir mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  17.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  14.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  15.15 Kraftasport á Sýn. Sterkasti maður Íslands 2004.  15.45 Álfukeppnin á Sýn. Leikur Argentínu og Túnis.  17.55 NBA á Sýn. Spurs gegn Pistons.  19.40 Landsbankadeildin á Sýn. Stórleikur Vals og FH í beinni útsendingu.  22.00 Olíssport á Sýn. Bein útsending.  22.20 Formúlukvöld á Rúv.  23.15 Álfukeppnin á Sýn. Leikur Argentínu og Túnis. HNEFALEIKAR Mike Tyson hnefa- leikakappi steig í síðasta sinn í hringinn um helgina er hann mætti írska risanum Kevin McBride. Sá síðarnefndi sá um að Tyson hóf aldrei í keppni í 7. lotu og gaf þar með bardagann. Fram að því hafði McBride hamrað á Tyson sem reyndi þó allt sem hann gat til að klekkja á andstæð- ingnum. Það er löngu orðið frægt er Tyson beit hluta af eyra Evander Holyfield í bardaga þeirra árið 1997 og virðist sem svo að hann hafi lítið lært af því. Í sjöttu lotu bardagans gegn McBride mun hann hafa beitt tönnunum á nýjan leik, í þetta sinn beit hann í geir- vörtu andstæðings síns. Tyson hafði einnig stangað McBride með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð við vinstra augað. Tók dómarinn í hringnum tvö stig af Tyson fyrir. Þá segir McBride einnig að Tyson hafi reynt að handleggsbrjóta sig. „Hann var orðinn örvæntingafullur. Að lok- um hætti hann einfaldlega vegna þess að hann hafði fengið nóg,“ sagði McBride í samtali við enska fjölmiðla. - esá MYNDARLEGUR SKURÐUR Mike Tyson veitti Kevin McBride höfuðáverka í bardaganum á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/AFP Mike Tyson reynir enn að éta andstæðinga sína: Beit í geirvörtu McBride Lítil not fyrir Bretana í Vestmannaeyjum: Bá›ir lána›ir í 2. deildina FÓTBOLTI Bresku knattspyrnu- mennirnir Lewis Dodds og Jack Wanless hafa verið lánaðir til Selfoss en þeir voru fengnir til ÍBV fyrir tímabilið. Eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍBV mun tilhögun þessa fyrirkomulags vera sú að Eyjamenn geti kallað á leik- mennina aftur til Eyja ef þeirra telst vera þörf. Annars er ekki loku fyrir það skotið að þeir dvelji hjá Selfyssingum út tíma- bilið. Selfyssingar eru sem stendur í 2. sæti annarar deildar með 9 stig eftir fimm leiki. Dodds hefur leikið þrjá leiki fyr- ir Eyjamenn í sumar og hefur unnið sér það helst til frægðar að vera rekinn af velli í 2. umferð gegn Keflavík eftir að hafa kom- ið inn á sem varamaður. Handboltarisinn a› vakna HANDBOLTI Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðs- markvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórs- sonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á með- almennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu leng- ur,“ sagði Örn Magnússon, for- maður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hef- ur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru sam- keppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun vænt- anlega gera nýjan samning við fé- lagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið held- ur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar. henry@frettabladid.is Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar li›i í kvenna- og karlaflokki. Forma›urinn deildarinnar er búinn a› fá nóg af me›- almennskunni og segir kominn tíma á a› vekja handboltarisann. KRISTJÁN SAFNAR LIÐI Það er ljóst að Kristján Halldórsson sættir sig ekki við miðlungs- mennsku næsta vetur með kvennalið FH. Hann hefur fengið verulegan liðsstyrk og er enn að safna liði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMAN Á NÝ? Phil Jackson og Kobe Bryant gætu unnið saman á nýjan leik næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Lakers komið með þjálfara: Phil Jackson sn‡r aftur KÖRFUBOLTI Phil Jackson var í gær ráðinn á ný sem þjálfari Los Ang- eles Lakers en hann var rekinn frá félaginu fyrir ári síðan. Hann skrifaði undir þriggja ára samn- ing við félagið og er talinn fá um 10 milljónir dollara á ári í laun. Það er óhætt að segja að Lakers-liðið hafi hrunið eftir fjar- veru Jacksons en það missti Shaquille O’Neal til Miami og Kobe Bryant var ólíkur sjálfum sér. Til að undirstrika hrunið komst Lakers ekki einu sinni í úr- slitakeppninna í ár og það aðeins í annað skipti síðan 1976.. Lakers tapaði 19 af síðustu 21 leik sínum í NBA-deildinni. Jackson hefur níu sinnum stýrt liði til sigurs í NBA-deildinni – sex titla vann hann með Chicago og þrjá með Lakers. Hann er jafn Red Auerbach, fyrrum þjálfara Boston, yfir flesta sigra í sögu NBA-deildarinnar. - hbg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.