Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 46
15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR6 BRASILÍA 1. Dida, AC Milan 32 ára 2. Belletti, Barcelona 29 ára 3. Lucio, Bayern Munchen 27 ára 4. Roque Junior, B. Leverkusen 29 ára 5. Emerson, Juventus 29 ára 6. Gilberto, Hertha Berlin 29 ára 7. Robinho, Santos 21 árs 8. Kaká, AC Milan 23 ára 9. Adriano, Inter 23 ára 10. Ronaldinho, Barcelona 25 ára 11. Ze Roberto, Bayern 31 árs 12. Marcos, Palmeiras 32 ára 13. Cicinho, Sao Paulo 25 ára 14. Juan, Bayer Leverkusen 26 ára 15. Luisao, Benfica 24 ára 16. Leo, Santos 29 ára 17. Gilberto, Arsenal 29 ára 18. Juninho, Lyon 30 ára 19. Renato, Sevilla 27 ára 20. Julio Baptista, Sevilla 24 ára 21. Ricardo Olivera, Real Betis 25 ára 22. Edu, Arsenal 27 ára 23. Gomes, PSV 24 ára JAPAN 1. Seigo Narazaki, Grampus 29 ára 2. Makoto Tanaka, Jubilo Iwata 30 ára 3. Takayuki Chando, Jubilo Iwata 29 ára 4. Yasuhito Endo, Gamba Osaka 25 ára 5. T. Miyamoto, Gamba Osaka 28 ára 6. Koji Nakata, Marseille 27 ára 7. Hidetoshi Nakata, Fiorentina 28 ára 8. Mitsuo Ogasawara, K. Antlers 26 ára 9. Keiji Tamada, Kashiwa Reysol 25 ára 10. S. Nakamura, Reggina 27 ára 11. Takayuki Suzuki, K. Antlers 30 ára 12. Yoichi Doi, FC Tokyo 32 ára 13. Atsushi Yanagisawa, Messina 28 ára 14. Alessandro Santos, U. Reds 28 ára 15. Takashi Fukunishi, J. Iwata 29 ára 16. Masashi Oguru, G. Osaka 25 ára 17. Atsuhiro Miura, Vissel Kobe 31 árs 18. Junichi Inamoto, WBA 26 ára 19. M. Motoyamam, K. Antlers 26 ára 20. Keisuke Tsuboi, Urawa Reds 26 ára 21. Akira Kaji, FC Tokyo 25 ára 22. Yuji Nakazawa, Yokohama 27 ára 23. Y. Kawaguchi, Jubilo Iwata 30 ára GRIKKLAND 1. A. Nikopolidis, Olimpiakos 34 ára 2. Giourkas Seitaridis, Porto 24 ára 3. Loukas Vyntra, Panathinaikos 24 ára 4. Efstathisos Tavlaridis, Lille 25 ára 5. Sotirios Kyrgiakos, Rangers 26 ára 6. Angelos Basinas, Panathin. 29 ára 7. Theo Zagorakis, Bologna 34 ára 8. S. Giannakopoulos, Bolton 31 árs 9. Angelos Charisteas, Ajax 25 ára 10. Vassilios Tsiartas, Cologne 33 ára 11. D. Papadopoulos, Panath. 24 ára 12. K. Chalkias, Portsmouth 31 árs 13. Michail Sifakis, OFI 31 árs 14. Panagiotis Fyssas, Benfica 32 ára 15. Zisis Vrysas, Celta Vigo 32 ára 16. Pantelis Kafes, Olympiakos 27 ára 17. Ioannis Amanatidis, Kaisersl. 24 ára 18. Ioannis Goumas, Panath. 30 ára 19. Mihailis Kapsis, Bordeaux 32 ára 20. Georgious Karagounis, Inter 28 ára 21. K. Katsouranis, AEK 26 ára 22. Theofanis Gekas, Panath. 25 ára 23. Vassilios Lakis, Crystal Palace 29 ára MEXÍKÓ 1. O. Sanches, Guadalajara 32 ára 2. Aaron Galindo, Cruz Azul 23 ára 3. Carlos Salcido, Guadalajara 25 ára 4. Rafael Marquez, Barcelona 26 ára 5. Ricardo Osario, Cruz Azul 25 ára 6. Gerardo Torrado, R. Santander 26 ára 7. Zinha, Toluca 29 ára 8. Pavel Pardo, America 29 ára 9. Jared Borgetti, Pachuca 32 ára 10. Omar Bravo, Guadalajara 25 ára 11. Ramon Morales, Guadalajara 30 ára 12. Moises Munoz, Morelia 25 ára 13. Lugo Marquez, Atletico 24 ára 14. Gonzalo Pinede, Pumas 23 ára 15. Hugo Sanches, Tigres 24 ára 16. Mario Mendez, Toluca 26 ára 17. Jose Fonseca, Cruz Azul 26 ára 18. Salvador Carmona, Cruz 30 ára 19. Alberto Medina, Guadalajara 22 ára 20. Juan Pablo Rodriguez, Tecos 26 ára 21. Jaime Lozano, Pumas 26 ára 22. Luis Perez, Monterrey 24 ára 23. Jose Corona, Tecos 24 ára Sóknarleikur eins og hann gerist bestur Brasilía er mesta knattspyrnufljó› heims og b‡›ur áhorfendum ávallt frábær- an sóknarbolta. Hópurinn í álfukeppninni er grí›arlega sterkur en flar eru reyndir menn í bland vi› yngri leikmenn. ÁLFUKEPPNIN Brasilía er mesta knattspyrnuþjóð veraldar, en þar er knattspyrna eins og trúar- brögð. Hver snillingurinn á fætur öðrum hefur komið frá landinu og geta þeir í raun stillt upp mörgum sterkum liðum, svo stór og breið- ur er hópur þeirra af leikmönn- um. Sóknarleg geta Brasilíu er mögnuð. Snillingar eins og Ron- aldinho, Kaká, Adriano og Junin- ho skapa brasilíska liðinu ótrú- lega fjölbreytta sóknareiginleika sem nánast ógjörningur er að verjast. Að auki eru alltaf að koma upp ungir leikmenn sem oft- ar en ekki blómstra í keppni eins og álfukeppninni. Þar má til dæm- is nefna ungstirnið Robinho sem talinn er einn efnilegasti leikmað- ur veraldar. Varnarleikur liðsins hefur stundum þótt ótraustur, en í hug- um Brasilíumanna er sókn besta vörnin, og þannig mæta þeir ávallt til leiks með það að leiðar- ljósi. Mikil endurnýjun hefur orðið á hópi Brasilíumanna þar sem margir lykilmanna liðsins frá því á HM 2002 eru ekki með að þessu sinni. Bakvarðarparið frábæra, Cafu og Roberto Carlos, eru hvíld- ir á þessu móti, en maður kemur í manns stað, því Belletti, nýkrýnd- ur deildarmeistari á Spáni með Barcelona, og Þýskalandsmeistar- inn Ze Roberto eru taldir líklegir til þess að taka við þeirra hlut- verki á mótinu. Miðvörðurinn Lucio, sem leik- ur með Bayern Munchen, er lið- tækur sóknarmaður sem kemur oft með boltann upp völlinn á fullri ferð. Hann er dæmigerður brasilískur varnarmaður sem nýt- ur þess að vera þátttakandi í sókn- araðgerðum liðs síns. Emerson, fyrirliði liðsins og nýkrýndur ítalskur meistari með Juventus, er akkerið á miðjunni. Hann brúar bilið milli miðju og varnar með mikilli vinnusemi og skapar hin- um frábæru sóknarmönnum liðs- ins meira pláss til þess að spila sína á milli. Af öðrum athyglisverðum leik- mönnum í liði Brasilíumanna má nefna Julio Baptista, leikmann Sevilla á Spáni, en hefur spilað frábærlega fyrir félagslið sitt undanfarin tvö ár. Hann er líkt og Emerson, duglegur miðjumaður, sem skapar sóknarmönnum frið til þess að sinna sóknarleiknum, en að auki er hann mikil lang- skytta sem hikar ekki við láta vaða markið þegar hann fær færi til. Það má búast við skemmtileg- um leikjum þegar Brasilía etur kappi við andstæðinga sína í álfu- keppninni og þar má gera ráð fyr- ir sóknarleik eins og hann gerist bestur frá fyrstu mínútu til þeirr- ar síðustu. KAKA, ROBINHO OG JULIO BAPTISTA. Létt var yfir leikmönnum brasilíska landsliðsins á æfingu í Þýskalandi í vikunni. Hér bregða þrír af efnilegustu leikmönnum þeirra á leik. ÞJÁLFARINN Þjóðverjanum Otto Rehagel er mikið í mun að sanna fyrir löndum sín- um að árangur gríska liðsins á Evrópumót- inu í Portúgal hafi ekki verið tilviljun. Hann mun því leggja mikla áherslu á að ná góð- um árangri í keppninni. FYLGSTU MEÐ... Angelos Charisteas var frábær í liði Grikkja á EM í Portúgal og á vafalaust eftir að finna netmöskvana í mörkum andstæðinganna. ÞJÁLFARINN Carlos Alberto Parreira er ekki öfundsverður að því hlutverki að velja leik- menn í byrjunarlið Brasilíumanna. Hann hefur úr stórum hópi frábærra leikmanna að ráða. FYLGSTU MEÐ... Ungstirnið Robinho er skemmtilegur leikmaður með mikla bolta- tækni, sem vert er að fylgjast með. FYLGSTU MEÐ... Rafael Marquez, leikmaður Barcelona, er einn fárra leikmanna Mexík- óa sem spilar með stórliðum í Evrópu. Það á mikið eftir að mæða á honum. ÞJÁLFARINN Ricardo Antonio La Volpe byggir lið sitt í kringum Rafael Marquez, sem spilar yfirleitt framar á vellinum hjá Mexíkóska landsliðinu heldur en hjá Barcelona. FYLGSTU MEÐ... Alessandro Santos. Brasil- íumaðurinn með japanska ríkisfangið, á örugglega eftir að setja mark sitt á álfu- keppnina. ÞJÁLFARINN Brasilíðumaðurinn Zico, sem á sínum tíma var einn besti leikmaður heims, er þjálfari japanska landsliðsins. Hann reynir vafalaust að koma stórþjóðun- um á óvart með djörfum sóknarleik. Brasilísk sambastemmning í herbúðum japanska landsliðsins: Brassinn Zico blæs í sóknarlú›ra ÁLFUKEPPNIN Japanska landsliðið hefur tekið miklum stakkaskipt- um síðan Brasilíumaðurinn Zico tók við stjórnartaumunum. Liðið spilaði áður agaðan varnarleik, en er nú orðið mikið sóknarlið. Knattspyrnuleg hugsjón Zico, sem á sínum tíma var einn besti leikmaður heimsins, er sú að sóknarleikur sé besta leiðin til þess að vinna leiki. „Það er ekki hægt að vinna leiki með því að verjast. Þú verður alltaf að skora og þess vegna er sóknin aðalat- riðið.“ Lykilmaður í liði Japana er Naohiro Takahara, sem leikur með Hamburg í Þýsklandi. Hann er vinsæll meðal stuðnings- manna liðsins og þykir góður sóknarmaður. Japanir hafa sýnt miklar framfarir undanfarin ár og vaxa sem knattspyrnuþjóð með degi hverjum. Vinsældir evrópubolt- ans í Japan hafa aukist mikið og er ekkert lát á þeim vinsældum. Þetta hefur skilað sér í auknum iðkendafjölda, sem síðan skilar betri leikmönnum til landsliðs- ins. Japanir eiga nú marga leik- menn sem spila í Evrópu og hafa margir þeirra staðið sig vel með liðum sínum. Koji Nakata leikmaður Marseille, Naohiro Takahara framherjri Hamburg og Hidetos- hi Nakata leikmaður Fiorentina á Ítalíu, eru dæmi um leikmenn sem farið hafa í atvinnumennsku til Evrópu og gert það gott. Þeir hafa koma með mikla reynslu inn í liðið sem hefur reynst því vel. Inamoto Junichi, sem nú leik- ur með Cardiff Englandi, er einn af lykilmönnum landsliðsins. Þrátt fyrir óstöðuga spila- mennsku í enska boltanum hefur hann ávallt staðið sig vel með landsliðinu, og var einn af betri mönnum liðsins á HM 2002 og verður mikilvægur hlekkur í álfukeppninni. Fyrsti leikmaðurinn til þess að ná almannahylli í Evrópu var Hidetoshi Nakata sem fór frá Japan til Perugia fyrir nokkrum árum. Hann hefur síðan spilað með Roma, Parma og Fiorentina, og hefur skapað sér nokkuð gott orð á Ítalíu. Hann er mikilvæg- asti leikmaður Japana og verður að spila vel ef þeir ætla að ná góðum árangri í álfukeppninni. Búast má því að Japan verði orðin stórþjóð innan knatt- spyrnuheimsins ef straumur leikmanna frá Japan til Evrópu heldur áfram, því það hefur stór- bætt landslið þeirra að hafa leik- menn innan sinna raða sem spila í stórum deildum í Evrópu. HIDETOSHI NAKATA Frægasti leikmaður Japana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.