Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 35
Sérðu stundum ekki skóginn fyrir trjánum? Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 87 27 06 /2 00 5 MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 7 Ú T L Ö N D PAUL WOLFOWITZ FYLGIST MEÐ OLÍUBORUNUM Nígería er sjöundi stærsti olíuframleiðandi heims og því afnámu G8-leiðtogar ekki skuldir landsins. Wolfowitz heilsar hér upp á verkamenn. Wolfowitz í Afríku Yfirmaður Alþjóðabankans vill með heimsókninni sýna að málefni Afríku séu honum efst í huga. Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur í hyggju að hækka verð á bifreiðum sínum í Banda- ríkjunum um tvö til þrjú prósent. Á þetta að hjálpa bandarískum keppinautum þeirra sem hafa verið í miklu basli undanfarið. Á síðasta ári var hagnaður Toyota um 700 milljarðar króna á meðan bandarísku keppinautarn- ir, Ford og General Motors, hafa þurft að segja upp starfsfólki og eru skuldug upp fyrir haus. „Við höfum ekki tekið ákvörð- un enn þá. Toyota vill stuðla að virkri samkeppni því þannig er hag neytandans best borgið,“ sagði talsmaður Toyota. Japanskir bílar voru á síðasta ári 30 prósent allra seldra bif- reiða í Bandaríkjunum. Þykir kaupendum japanskra bifreiða þeir fá meira fyrir minna, en bandarískir bílar eru oft á tíðum dýrari auk þess sem þeir eyða meira eldsneyti. -jsk Fr ét ta bl að ið /A P Hinn nýi yfirmaður Alþjóðabank- ans, Paul Wolfowitz, ferðast nú um Afríku og er um þessar mund- ir staddur í Nígeríu. Wolfowitz vill með ferðinni sýna að málefni Afríku séu efst á forgangslista bankans. Margir gagnrýndu skipun Wol- fowitz í stöðuna og töldu „stríðs- hauk“ frá Washington ekki til þess fallinn að hjálpa þriðja heims ríkjum að berjast gegn fá- tækt. Heimsókn Wolfowitz kemur í kjölfar þess að fjármálaráðherrar G8-ríkjanna svokölluðu, ákváðu að afnema 2800 milljarða skuld átján fátækustu ríkja heims, sem mörg hver eru í Afríku. Nígería er hins vegar enn skuldum vafin þar sem leiðtogum G8 þótti ekki viðeigandi að af- nema skuldir lands sem er sjö- undi stærsti olíuframleiðandi ver- aldar. Í Nígeríu mun Wolfowitz ganga á fund stjórnmálamanna og ann- arra framámanna: „Þetta sýnir að Wolfowitz tekur málefni Afríku alvarlega. Það er hins vegar ekki nóg að tala, heldur verður líka að framkvæma,“ sagði talsmaður góðgerðarsamtakanna Oxfam. Wolfowitz mun einnig heim- sækja Rúanda, Burkina Faso og Suður-Afríku í ferðinni. -jsk Toyota gerir keppinautum greiða TOYOTA-JEPPI Forsvarsmenn Toyota hafa í hyggju að hækka verð á bifreið- um sínum í Bandaríkjunum til að hjálpa keppinautum sínum, sem ekki hefur vegnað vel að undanförnu. Knattspyrnulið af markaði Dæmi eru um að hlutabréf í enskum knattspyrnuliðum hafi lækkað tuttugufalt. Sérfræðingar segja hlutabréf í knattspyrnuliðum heimskulega fjárfestingu. Eftir að Malcolm Glazer komst yfir meirihluta hlutabréfa í Manchester United og ákvað að taka félagið af markaði hafa komið upp efasemdir um að knattspyrnulið eigi sér framtíð á hlutabréfa- markaði. Viny Bedi, knattspyrnusérfræðingur hluta- bréfamarkaðarins í London, segir að rekstrar- grundvöllurinn sé ekki til staðar: „Kannski fyrir lið eins og Arsenal sem spilar í Meistaradeildinni á hverju ári“, og bætir við: „Fyrir smærri lið er þetta alger vitleysa. Sjáið til að mynda Sunderland, hlutabréf í fé- laginu hafa fallið tuttugufalt í verði.“ Mörg vandamál hafa herjað á fé- lögin: þau voru flest ofmetin þegar þau voru sett á markað, netbólan fór illa með þau auk þess sem laun leikmanna hafa reynst þungur baggi.Tekjur af sjónvarpsréttindum hafa heldur ekki reynst jafn miklar og vonast var eftir. Nú er svo komið að félögin keppast við að skrá sig af markaði: nú síðast Manchester United en þar á undan Chelsea, og Glasgow-risarnir Celtic og Rangers. Harry Philip hjá ráðgjafafyrirtækinu Inner Circle Sports segir að líklegt sé að sú þróun haldi áfram: ,,Hlutabréf knattspyrnuliða hafa lækk- að gríðarlega í verði. Þeim einu sem dettur í hug að kaupa bréfin eru aðdáendur liðanna og þar ræður ekki gróðavon för heldur ást á klúbbnum“. -jsk ARSENAL OG CHELSEA Arsenal er enn á hlutabréfa- markaði og vegnar vel. Róman Abramóvitsj tók hins vegar Chelsea af markaði þegar hann festi kaup á fé- laginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.