Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 82
Vörubílstjóri ræðst á 12 ára dreng Árásin náðist á myndband Leðurblökumaðurinn var afskrifað- ur árið 1997 þegar Joel Schumacher misbauð aðdáendum grímuklædda bófabanans sem og almennum bíó- gestum með myndinni Batman og Robin sem var svo slæm að líkam- leg óþægindi voru meðal þeirra aukaverkana sem fylgdu því að sitja undir ósköpunum þar sem Ge- orge Clooney og Arnold Schwarzenegger gerðu sig að fífl- um í einni verstu bíómynd sögunn- ar. Það var almennt talið að með þessari mynd hefði Schumacher tekist að drepa Leðurblökumann- inn. Eitthvað sem Jókernum, Mör- gæsinni og öðrum erkióvinum Bat- mans hafði aldrei auðnast. Það er því óhætt að segja að leikstjórinn Christopher Nolan hafi unnið dálítið kraftaverk með nýjustu mynd sinni, Batman Begins, þar sem hann reis- ir þennan skuggalega riddara göt- unnar upp frá dauðum og það besta er að hann hefur aldrei verið öfl- ugri. Það er deginum ljósara að Nolan, handritshöfundurinn og aðalleikar- inn Christian Bale bera virðingu fyrir Batman og það eru því engin fíflalæti í gangi hérna. Miklum tíma og púðri er eytt í persónusköpun hetjunnar og að því leyti má segja að Nolan feti svipaða slóð og Tim Burton í tímamótamyndinni Bat- man frá árinu 1989. Þar var sett spurningarmerki við andlega heilsu hetjunnar og það sama er uppi á teningunum hér. Milljarðaerfinginn Bruce Wayne glímir við fortíðar- drauga og reynir að vinna bug á sorginni sem heltók hann þegar for- eldrar hans voru myrtir með því að berjast gegn glæpum í Gotham borg. Fyrsti hluti Batman Begins segir þessa sköpunarsögu Batmans og hér sækir handritshöfundurinn markvisst í myndasögubók Franks Miller Batman: Year One og það er varla hægt að hugsa sér traustari grunn fyrir öfluga Batman mynd en einmitt þessa snilldarbók. Efniviðurinn er líka svo safarík- ur að það er töluvert liðið á myndina áður en Batman birtist í allri sinni dýrð en það er nógu mikið í gangi til að maður finni ekkert fyrir fjarveru búningsins og bílsins. Christian Bale smellpassar í hlutverkið og búninginn loksins þegar hann kem- ur sér í hann og hér er loksins kom- inn fram leikari sem ræður við báð- ar hliðar klofinnar persónu Bruce Wayne/Batmans. Bale toppar Mich- ael Keaton, Val Kilmer og George Clooney án þess að reyna á sig og gerir Batman algerlega að sínum. Hann er dyggilega studdur frábær- um aukaleikurum en þar fer Mich- ael Caine fremstur sem hinn hund- tryggi Alfred, einkaþjónn Batmans. Þá er Gary Oldman traustur að vanda sem Gordon, tilvonandi lög- reglustjóri, og eini óspillti banda- maður Blaka innan lögreglunnar í Gotham. Morgan Freeman og Liam Neeson klikka ekki frekar en fyrri daginn og Rutger Hauer setur sinn svip á myndina í litlu hlutverki. Nolan og samstarfsfólki hans hefur hér tekist með samstilltu átaki að bjarga einni flottustu myndasögupersónu allra tíma úr því víti sem Joel Schumacer skóp henni fyrir átta árum og þetta er svo sannarlega ný byrjum. Svona á að gera Batman-myndir og okkar maður hefur aldrei verið betri og maður getur varla beðið eftir að fá að sjá meira af Bale í gervi svalasta myndasögutöffara allra tíma. Þórarinn Þórarinsson Mögnu› upprisa Le›urblökumannsins BATMAN BEGINS LEIKSTJÓRI: CHRISTOPHER NOLAN AÐALHLUTVERK: CHRISTIAN BALE, MICHAEL CAINE, LIAM NEESON, GARY OLDMAN NIÐURSTAÐA: Svona á að gera Batman-myndir og okkar maður hefur aldrei verið betri og maður get- ur varla beðið eftir að sjá meira af Bale í gervi svalasta myndasögutöffara allra tíma. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 3.50 m/ísl. taliSýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10 Sýnd í Lúxus kl. 5 B.i. 10 ára ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.40 Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.40 B.i. 14 ára Yfir 12.000 gestir á aðeins 4 dögum! Yfir 35.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins„Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★ Blaðið „Þrælgóð skemmtun“ ★★★ Ó.Ö.H. DV ★★★★ Þ.Þ. FBL SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6, og 9 B.i. 10 ára ★★★★ O.H.T. Rás 2Downfall Sýnd kl. 5.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára ★★★ HL MBL Sýnd kl. 8 og 10.45 Bi. 16 ára Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir. Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran. Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch ★★★ ÓÖH DV Yfir 35.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5,40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára „Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★ Blaðið „Þrælgóð skemmtun“ ★★★ Ó.Ö.H. DV ★★★★ Þ.Þ. FBL Yfir 12.000 gestir á aðeins 4 dögum! Kerry Katona,sem brátt verður fyrrver- andi eiginkona Brians McFa- dden úr Westli- fe, er svo djúpt sokkin í eitur- lyfjaneyslu að vinir hennar óttast um líf hennar. Þegar Brian fór frá henni fyrir söngkonuna Deltu Goodrem í september 2004 sökk Kerry í djúpt þunglyndi. „Hún reyndi að flýja þunglyndið með neyslunni,“ sagði besta vinkona hennar, Joanne Goodier. „Hún er farin að fá of- skynjanir og sagði mér að glugga- tjöldin töluðu við sig,“ sagði Joanne. Pamela Anderson hefur ekki ver-ið mikið fyrir skjólgóð föt og hér er ástæðan: „Mér finnst föt alltaf gera mann svo feitan, þannig að mér finnst best að vera bara nakin,“ sagði þokkadísin. Þegar hún getur ekki verið nakin reynir hún að vera í sem fæstum fötum til að sýna lín- urnar. Pamela hefur þó aldrei þótt þurfa að hafa áhyggjur af aukakíló- unum því fyrir utan gríðarstór brjóst- in eru hún þvengmjó. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið God og War Kippur af Coca Cola DVD myndir Aðra tölvuleiki Og margt fleira. BTL GAME á númerið 1900 og þú gætir unnið. D3 Þú gætir unnið: Sendu SMS skeytið 12. hver vinnur. NÚ í bíó! Misstu ekki af umtöluðustu og svölustu mynd sumarsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.