Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Skipakóngurinn John Fredriksen hefur hrist upp í norska hlutabréfamarkaðnum með átta milljarða króna kaupum sínum á 48 prósenta hlut í laxeldisfé- laginu Pan Fish. Fyrir vikið hafa hlutabréf í norsk- um útgerðar- og fiskeldisfyrirtækjum rokið upp á síðustu dögum ásamt bréfum í flugvéla- og orku- geiranum. Komu þessi kaup flatt upp á marga, enda hefur Fredriksen lýst því yfir að fjárfestingar hans í Nor- egi hafi sjaldan skilað öðru en tapi. John talar oft um það að hann sé utangarðsmaður í norsku við- skiptalífi og eigi ekki upp á pallborðið hjá ráða- mönnum. Frontline olíuskipafélagið, sem veldi hans byggist á, stendur fyrir utan norsku útgerðar- mannasamtökin og alþjóðleg skipasamtök. Fredriksen er ríkasti maður Noregs og gengur yfirleitt ekki hinn hefðbunda veg. Hann er 61 árs, tveggja dætra faðir, sem varð vellauðugur á eigin verðleikum og vinnu. Breska blaðið Mail on Sunday kallaði hann eitt sinn hinn nýja Aristoteles Onassis vegna mikilla umsvifa í olíuskipageiranum. Það er þó alveg ljóst að Norðmaðurinn er orðinn mun auð- ugri en Grikkinn Onassis var nokkru sinni. Auðæfi Fredriksen eru metin á um 250 milljarða íslensra króna sem gerir hann að 160. ríkasta manni heims samkvæmt Forbes. Verðmæti hlutabréfanna í Frontline eru um 65 milljarðar króna. Þegar John lauk skyldunámi sextán ára gamall fór hann að starfa sem skipamiðlari og hóf eigin rekstur í greininni árið 1974. Árið 1986 var hann settur í fangelsi, ranglega sakaður um að hafa rænt olíubirgðum úr olíuskipi sem var á leið í Persaflóastríðið. Einkalífið þykir heldur skrautlegt. Karlinum finnst sopinn góður og margar sögur fara af svall- veislum á seglskipinu Kharg-Eyjunni. Milljarða- mæringurinn forðast þó fjölmiðla eins og heitan eldinn. Undir hrjúfu yfirborðinu leynist örlátur maður sem leggur milljónir norskra króna til líkn- ar- og góðgerðarmála á hverju ári. Þótt John líti á sig sem mikinn Norðmann og líði vel í Noregi kýs hann að búa á miklu setri fjölskyld- unnar í Chelsea í London. Hann hafði hug á því að breyta til og skrá lögheimili sitt í Noregi en hætti við þegar ráðgjafar hans bentu honum á að hann myndi lenda í háum auðjöfraskatti. Byggt á Dagens Næringsliv og Forbes Evrópskur ofurbanki Myrtur vegna platsverðs Kínverskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir morð á félaga sínum. Báðir töldu sig eiga sverð sem ekki er til í alvörunni. Ford-bílafyrirtækið var stofnað af Henry Ford 15. júní árið 1903 og fagnar því 102 ára afmæli sínu um þessar mundir. Tólf fjárfestar lögðu til fé og var stofnfé alls 28 þúsund dalir. Í fyrstu framleiddi fyrirtækið aðeins örfáa bíla á dag og var það margra daga verk fyrir tvo til þrjá starfsmenn að setja saman eina bifreið. Árið 1908 var fyrsti Ford Model T bíllinn framleiddur. Hann varð svo vinsæll að brátt þurfti fyrirtækið að stæk- ka við sig og leita nýrra aðferða við framleiðslu. Árið 1913 luku Ford-menn við þróun færibandsins og gjörbylti sú uppfinning allri framleiðslu. Sá galli var þó á að eftir að fjöldaframleiðsla hófst þótti vinnan svo einhæf og leiðinleg að erfitt reyndist að fá verkamenn til að vinna í Ford-verksmiðjunum. Var þá gripið til þess ráðs að hækka laun verkamanna um helm- ing og minnka vaktaálag. T-módelið átti að vera einfaldur bíll sem allir hefðu efni á. Þess vegna var hann allur hrár að innan og einung- is til svartur, því svört málning þornar hraðar en önnur málning. Smám saman jókst þó eftirspurn eftir þægindum í bif- reiðum og árið 1927 neyddist Ford til að hætta fram- leiðslu T-módelsins, til að halda í við keppinauta sína. Kreppan mikla fór illa með Ford-fyrirtækið og var 60 þúsund starfsmönnum sagt upp og verksmiðjum fækkað úr 35 í átta. Það var ekki fyrr en í seinni heimsstyrjöld- inn að fyrirtækið tók aftur við sér. Framleiddi Ford þá flugvélar og bifreiðar fyrir banda- ríska herinn. Meðal afurða fyrirtækisins á þessum árum var hinn goðsagnakenndi Willy’s-jeppi. Ford-fyrirtækið er ennþá meðal stærstu bílaframleið- enda í heimi og hefur bætt við vörumerkjum á borð við Volvo, Jaguar og Land Rover. Stjórnarformaður Ford er Bill Ford, langafabarn Henrys Ford, stofnanda og eig- anda fyrirtækisins til margra ára. - jsk S Ö G U H O R N I Ð Bílaframleiðandinn Ford 102 ára Einkalífið þykir heldur skrautlegt. Karlinum finnst sopinn góður og margar sögur fara af svallveislum á seglskipinu Kharg-Eyjunni. RÍKASTI MAÐUR NOREGS Auður John Fredriksens er metinn á 250 milljarða ís- lenskra króna. Fjár- festing hans í Pan Fish hefur hrist upp í norska hlutabréfa- markaðnum. Sjaldan er lognmolla í kring- um hann eins og dæmin sanna. Hristir upp í Norðmönnum John Fredriksen er ríkasti maður Noregs. Hann er ekki allra og fer sínar leiðir í fjárfestingum. Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 393,60 Lev 40,65 -0,6% Carnegie Svíþjóð 82,25 SEK 8,50 1,3% deCode Bandaríkin 7,73 USD 65,40 -0,6% EasyJet Bretland 2,58 Pund 117,91 13,8% Finnair Finnland 7,22 EUR 78,81 2,4% French Connection Bretland 2,73 Pund 117,91 0,7% Intrum Justitia Svíþjóð 52,50 SEK 8,50 2,1% Low & Bonar Bretland 0,98 Pund 117,91 -10,8% NWF Bretland 5,43 Pund 117,91 -7,1% Scribona Svíþjóð 14,35 SEK 8,50 -1,6% Singer & Friedlander Bretland 3,13 Pund 117,91 0,1% Skandia Svíþjóð 41,00 SEK 8,50 -4,0% Somerfield Bretland 1,98 Pund 117,91 0,1% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 13. júní 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 0 8 , 9 9 1 , 0 3 % WILLY’S-JEPPI Ford framleiddi Willy’s-jeppa á styrjaldarárunum en fyrir- tækið fagnar um þessar mundir 102 ára afmæli sínu. Fr ét ta bl að ið /Þ Ö K Kínverskur maður, Quiu Chengwei að nafni, hefur verið dæmdur til dauða fyrir morð á fé- laga sínum eftir þeir höfðu deilt um eignarrétt á sverði sem aðeins er til í tölvuleik. Quiu hafði unnið sverðið til eignar í fjölþátttökuleiknum Legend of Mir 3. Qui lánaði svo fé- laga sínum, Zhu Caoyuan, sverðið. Zhu neitaði hins vegar með öllu að skila sverðinu og seldi það að lok- um í gegnum netið fyrir 60 þús- und krónur. Quiu kærði þá Zhu til lögregl- unnar, en lögreglan gat ekkert að- hafst því kínversk eignarréttar- lög ná ekki til hluta sem ekki eru áþreifanlegir. Quiu ákvað þá að taka lögin í sínar hendur, fór sem leið lá heim til Zhus og stakk hann til bana. Fjölþátttökuleikir eru vin- sælir í Kína og lifa margir hreinlega lifa lífinu í gegnum tölvuna. Á síðasta ári tóku rúmar tuttugu milljónir Kín- verja þátt í slíkum leikjum og eyddu í það um þremur millj- örðum króna. Algengt er að ýmsir smáhlutir sem fylgja leikjunum, til að mynda vopn eða fararskjótar, gangi kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir á netinu. Eftir morðið hefur komið upp sú umræða í Kína að nauðsynlegt sé að skilgreina eignarrétt á slíkum hlutum til að fleiri fari ekki að dæmi Qui- us og láti keppnisskapið hlau- pa með sig í gönur. - jsk Unicredito, sem er stærsti banki Ítalíu, hyggst taka yfir þýska bankann HBV. Yrði þetta stærsta sameining tveggja banka sem um getur. HBV bankinn er metinn á 1600 milljarða króna. „Þetta verður fyrsti evrópski ofurbankinn,“ sagði forstjóri HBV, Dieter Rampl. Rampl mun gegna embætti stjórnarformanns hjá nýja bankanum en æðsti mað- ur Unicredito, Alessandro Profumo, verður forstjóri. Með sameiningunni telja bankarnir sig geta sparað allt að 80 milljarða á ári. Talið er að 9 þúsund starfsmenn HBV muni missa vinnuna, en alls vinna 130 þúsund manns hjá hinum nýja sameinaða banka. -jsk STJÓRNARMENN NÝJA EVRÓPSKA OF- URBANKANS Alessandro Profumo, for- stjóri, og Dieter Rampl, stjórnarformaður, koma út úr höfuðstöðvum Unicredito eftir að hafa handsalað stærstu bankasamein- ingu Evrópusögunnar. FLUGVÉL FRÁ AIRBUS Ekki hefur gengið jafnvel að koma A350 vélinni á loft og nú hef- ur verið tilkynnt að henni seinki enn frekar. Samkeppni Airbus og Boeing, tveggja stærstu flugvélaframleið- enda veraldar, virðist ætla að skyggja á hina árlegu flugsýningu sem hefst í París þann 17. júní næstkomandi. Tilkynnt hefur verið um seinkun á A350 vél Airbus sem á að vera svar fyrirtækisins við nýju flaggskipi Boeing, 787 Dream- liner. A350 vélin átti upphaflega að vera tilbúin fyrir flugsýning- una en nú virðist því seinka um óákveðinn tíma. Varaforseti markaðsdeildar Boeing, Randy Baseler, var ekki í vafa um hver ástæðan væri fyrir seinkuninni: „Það gengur ekki að tilkynna um að ný vél sé væntanleg og sækja svo um styrk þegar allt er komið í hnút. Þeir eru einfaldlega í vandræðum og því seinkar vélinni.“ Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja hafa lengi deilt, en Boeing sakar Airbus um að njóta óhóflegra styrkja frá Evrópusambandinu. -jsk Deilur skyggja á flugsýningu Boeing sakar Airbus um að njóta óhóflegra styrkja. Tilkynnt hefur verið um seinkun á nýrri vél Airbus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.