Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 16
EINKAVÆÐING Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórn- arandstöðunnar um vanhæfi Hall- dórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknar- flokkinn né ríkisstjórnina. Enn- fremur sé samstarf ríkisstjórnar- flokkanna jafngott og fyrr. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumar- ið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgríms- son sem stendur í vegi fyrir nýjum formanni Samfylkingar- innar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknar- flokksins er mjög góð og stjórnar- andstaðan getur því ekki gagn- rýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása,“ segir Val- gerður.“Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutn- ing,“ segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við um- ræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. „Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknar- flokksins. Það er algjörlega úti- lokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins,“ segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýút- kominni skýrslu um hæfi Hall- dórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverris- dóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráð- herranefndinni heldur fagráð- herra, sem í þessu tilfelli er við- skiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einka- væðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnu- markandi ákvarðana þeim tengd- um, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráð- herra og á ábyrgð hans. Ráðherra- nefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýr- an lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ás- grímssonar við S-hópinn í aðdrag- andanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherra- nefndarinna, eða hvort þau Hall- dór hafi rætt þau sín á milli. „Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyr- irtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna,“ segir Valgerður. „Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkis- stjórnin ekki fjölskipað stjórn- vald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendur- skoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni,“ segir Valgerður. „Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbak- ur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagn- rýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA,“ segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkis- bankanna tveggja, líkt og stjórn- arandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. „Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er út- kljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunn- ar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér,“ segir Valgerður. ■ 16 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL VALGERÐUR SVERRIS- DÓTTIR UM BANKA- SÖLUNA Valger›ur segir umræ›una ekki hafa ska›a› Framsóknarflokkinn Valger›ur Sverrisdóttir segir a› umræ›an um einkavæ›ingu ríkisbankanna og ásakanir um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar hafi hvorki ska›a› flokkinn né ríkisstjórnina. Halldór hafi jafnsterka stö›u og á›ur innan flokksins. fiau ræddu aldrei eignatengslin sín á milli. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar: Trúver›ugleiki forsætisrá›herra í húfi EINKAVÆÐING „Stjórnarflokkunum verður varla að þeirri ósk sinni að málinu sé lokið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um sölu ríkisbankanna. „Auk meints vanhæfis ráðherrans í bankasölu- málinu eru einnig mörg önnur veigamikil atriði í söluferlinu enn óupplýst,“ segir Jóhanna. „Stjórnarandstaðan hlýtur að leita allra leiða til að fá málið upplýst. Ekki bara um meint van- hæfi forætisráðherra heldur málið í heild sinni. Fyrsta skrefið í því máli er að fá óvilhalla aðila til að vinna álitsgerð um meinta hagsmunaárekstra og vanhæfi ráðherra,“ segir hún. Hún bendir á að fimm hópar fjárfesta buðu í söluna á bönkunum og einhverjir þeirra sem var hafnað gætu leitað til dómsstóla til að fá úr því skorið hvort hagsmunaárekstrar hafi haft áhrif á ákvörðun um það hverjir fengu bankana. „Aðalat- riði er að öll efnisatriði málsins verði upplýst. Það er grundvallaratriði til að hægt sé að treysta því að heiðarlegir stjórnsýsluhættir séu í heiðri hafðir hjá framkvæmdvaldinu. Í þessu máli er líka í húfi trúverðugleiki forsætisráðherra og þar verður að vera skýrt og klárt að hann hafi ekki verið flæktur í hagsmunaárekstra,“ segir Jó- hanna. - sda JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: „Í þessu máli er líka í húfi trúverðugleiki forsætis- ráðherra og þar verður að vera skýrt og klárt að hann hafi ekki verið flæktur í hags- munaárekstra.“ Sigurjón Þórðarson um skýrslu ríkisendurskoðunar: Stangast á vi› or› Halldórs EINKAVÆÐING „Ríkisendurskoðandi setur niður með skýrslu sinni um hæfi Halldórs Ásgrímsson- ar í bankasölumálinu,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Ef ríkisendurskoðandi vill láta taka sig alvar- lega er nauðsynlegt að hann hafi trúnað stjórnar- andstöðunnar hverju sinni. Ríkisendurskoðun sem er bara endurskoðun fyrir meirihlutann er ekki trúverðug,“ segir Sigurjón. Hann bendir á að í skýrslunni hafi ríkisendur- skoðandi haldið því fram að Halldór hafi hvergi komið nærri sölunni. „Halldór sagði hins vegar í fréttaviðtali fyrir skömmu að auðvitað taki ráð- herrar ákvarðanirnar varðandi einkavæðinguna. Þar er Halldór í mótsögn við ríkisendurskoð- anda,“ segir Sigurjón. „Þá er jafnframt mjög einkennilegt að forsæt- isráðherra skuli vera hvítþveginn á þeim for- sendum að hann hafi ekki komið nálægt málinu þegar hann er sjálfur búinn að viðurkenna að hafa átt símafund með bjóðendum í bankann,“ segir Sigurjón. „Það er greinilegt að stjórnarflokkarnir hafa eitthvað að fela í þessu máli fyrst Fréttablaðið þurfti að fara með beiðnir sínar fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að fá aðgang að eðlilegum gögnum í málinu. Ef þeir hafa ekkert að fela af hverju afhenda þeir ekki Fréttablaðinu þessi gögn?“ spyr Sigurjón. - sda SIGURJÓN ÞÓRÐARSON: „Það er greini- legt að stjórnarflokkarnir hafa eitthvað að fela í þessu máli fyrst Fréttablaðið þurfti að fara með beiðnir sínar fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að fá aðgang að eðli- legum gögnum í málinu.“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR: „Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknar- flokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.