Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Hive inn á símamarkað
Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að ný samkeppni muni lækka verð til
neytenda og benda á reynsluna úr netheimum.
Félag Pálma Haraldssonar, sem
meðal annars á Iceland Express
og danska flugfélagið Sterling,
keppir ekki lengur um að kaupa
ríkisflugfélagið Lithuanian Air-
lines í Litháen.
Upphaflegt tilboð hans í
flugfélagið reyndist ekki nógu
hátt samkvæmt heimildum
Markaðarins.
Sagt var frá því á fréttaveit-
unni Bloomberg í síðustu viku
að einkavæðingarnefndin í Lit-
háen hefði framlengt tilboðs-
frest í ríkisflugfélagið til dags-
ins í dag. Samkvæmt fréttinni
fékk Pálmi ásamt þremur lithá-
iskum bjóðendum tækifæri til
að hækka kauptilboð sín. Frétt-
in reyndist ekki rétt hvað varð-
ar Pálma því hann fékk ekki að
halda áfram í tilboðsferlinu.
Haft var eftir embættis-
mönnum í landinu að lágmarks-
verðið væri um 200 milljónir
króna og kvaðir á kaupanda að
endurnýja flugflotann næstu
tvö árin. – bg
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Kvótaverð er á uppleið, einkum
innan krókaaflamarksins. Innan
varanlegra aflahlutdeilda hefur
verð á þorski hækkað úr 1.300
krónum á hvert kíló í 1.400 krón-
ur. Á sama tíma hefur verð á ýsu
hefur hins vegar hækkað mun
meira eða úr 350 krónum í 480
krónur. „Ýsan hefur hækkað
skarpt vegna væntinga um aukn-
ar veiðiheimildir,“ segir Árni
Guðmundsson, skipa- og kvóta-
sali. Hann býst við að líklegur
niðurskurður í þorskveiðum á
næsta fiskveiðiári muni ekki
hafa mikil áhrif á verðmyndun á
þorskkvóta.
Ufsi og steinbítur hafa lítið
breyst í verði en skötuselur hef-
ur hækkað upp í eitt þúsund
krónur kílóið og gæti haldið
áfram að hækka.
Verð á kvóta í krókaaflamark-
inu hefur hækkað mikið í fjörleg-
um viðskiptum. Þorskurinn hef-
ur hækkað frá því í haust um 220
krónur á kílóið en ýsan hefur
hækkað um þriðjung á sama
tíma, úr 270 krónum í 360.
„Margir hafa verið að færa sig úr
varanlega aflamarkinu í varan-
legan krókaafla. Það myndaðist
mikill þrýstingur þegar lögum
um dagróðarbáta var breytt og
eigendum bátanna leyft að stæk-
ka þá upp í fimmtán tonn. Þess
vegna eru margir að bæta við sig
kvóta vegna frekari sóknar,“ seg-
ir Árni.
Hann segir að leigumarkaður
með kvóta sé nokkuð stöðugur og
lítið beri á þeirri spennu sem oft
einkenndi markaðinn í gamla
daga. Aftur á móti er skiptimark-
aður með kvóta líflegur.
Ýsan hækkar mikið
Kvótaverð í hámarki. Hækkunin er einkum í krókaaflamark-
inu. Þorskurinn fylgir í humátt á eftir ýsuni.
Føroya Sparikassi P/F hefur
fengið aðild að Kauphöllinni. Þá
eru aðilar að Kauphöllinni orðnir
22 talsins, þar af þrír erlendir.
„Það er ánægjulegt að Føroya
Sparikassi hefur bæst í hóp er-
lendra kauphallaraðila,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar.
Føroya Sparikassi Group er
stærsta fjármálafyrirtæki Fær-
eyja með heildareignir að fjár-
hæð 872 milljónir evra í desem-
ber 2004. Innan samstæðunnar
eru fasteignasalan INNI P/F og
fjárfestingarbankinn Eik Bank
Danmark A/S sem er aðili í Kaup-
höllinni í Kaupmannahöfn.
Með aðildinni hefur Føroya
Sparikassi aðild að tveimur NOR-
EX-kauphöllum, Kauphöll Ís-
lands og Kauphöllinni í Kaup-
mannahöfn. -dh
Þriðji erlendi aðilinn
í Kauphöllinni
Stærsta fjármálafyrirtæki Færeyja viðskiptaaðili á
íslenska markaðnum.
Söluhagnaður um
tveir milljarðar
Baugur, Tom Hunter og HBOS selja
fasteignafélagið LXB
Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i.
Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera
áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin
í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari
uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í
útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 31.05.2005
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
16
3
6
0
– kraftur til flín!
S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R
9, 1%
*
Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja
áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu.
Enginn munur er á kaup-og sölugengi eftir 30 daga.
Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.
KVÓTINN HÆKKAR Í VERÐI Kvótaverð á þorski og ýsu hefur hækkað nokkuð frá fyrra
hausti, einkum ýsukvótinn. Meiri eftirspurn er eftir varanlegum kvóta í krókaaflakerfinu.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
Va
lli
BÝÐUR FÆREYSKA BANKANN VEL-
KOMINN Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
G
VA
Pálmi úr leik
Pálmi kaupir ekki litháiskt ríkisflugfélag.
Fjarskiptafyrirtækið Hive undir-
býr að bjóða viðskiptavinum
bæði upp á heimasíma og far-
símaþjónustu á næstu misserum.
Heimasíminn verður svokall-
aður IP sími sem nýtir Internetið
til að flytja símtölin en notandinn
sjálfur verður ekki var við neina
breytingu aðra en þá, að sögn
Þorsteins Baldurs Friðrikssonar,
markaðsstjóra Hive, að sím-
reikningurinn snarlækkar.
„Við byrjum á heimasíma-
þjónustu sem byggir á netsíma-
tækni og fólk getur fengið símtöl
bæði innanlands og til útlanda á
miklu lægra verði en áður hefur
þekkst,“ segir Þorsteinn Baldur.
Þá íhugar Hive að bjóða farsíma-
þjónustu í kjölfar aðkomu félags-
ins að heimasímamarkaðnum.
Að sögn Þorsteins Baldurs
hefur kostnaður við ADSL net-
þjónustu lækkað um sjötíu pró-
sent frá því Hive byrjaði að bjóða
upp á slíka þjónustu í lok síðasta
árs. Hann segist þess fullviss að
innreið Hive á símamarkað muni
einnig hafa verulega verðlækkun
til neytenda í för með sér. - þk
ÞORSTEINN
BALDUR
FRIÐRIKS-
SON Markaðs-
stjóri Hive seg-
ir fyrirtækið
stefna á að
bjóða heima-
síma og far-
símaþjónustu.
Breska fasteignafélagið Land
Securities hefur keypt fasteigna-
félagið LXB sem er meðal annars
í eigu Baugs Group, Halifax
Bank of Scotland og skoska at-
hafnamannsins Tom Hunters.
Kaupverðið er um 43 milljarðar
króna. Gengishagnaður Baugs af
viðskiptunum, að meðtöldum
arðgreiðslum, nemur tæpum
tveimur milljörðum króna sam-
kvæmt heimildum Markaðarins.
Eigendur félagsins ganga því frá
fjárfestingunni með tuttugu
milljarða hagnað.
Baugur eignaðist tíu prósenta
hlut í LXB árið 2003 og borgaði
einn milljarð fyrir hlutinn.
Helstu eignir LXB eru versl-
unarmiðstöðvar og stórmarkaðir
í norðvestur- og suðaustur-Bret-
landi, þar á meðal í London. - eþa
BAUGUR SELUR Söluhagnaður Baugs Group af tíu prósenta hlut í LXB er tveir milljarðar.
Aflamark Krókaaflamark
Nóvember Júní Breyting Nóvember Júní Breyting
2004 2005 í % 2004 2005 í%
Þorskur 1.300 1.410 +8,5 780 1.000 +28,2
Ýsa 350 480 +37,1 270 360 +33,3
* Í krónum á kíló
Þ R Ó U N K V Ó T A V E R Ð S Í V A R A N L E G R I H L U T D E I L D Í
A F L A M A R K I O G K R Ó K A A F L A M A R K I . *