Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Samkomulag á að hafa náðst í maí síðastliðn- um milli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs Group, og Þórðar Más Jóhannes- sonar, forstjóra Straums fjárfestingarbanka, um að selja hlutafé Straums í Íslandsbanka inn í nýtt eignarhaldsfélag. Karl Wernersson átti ásamt systkinum sínum að eiga meirihluta í félaginu eftir að hafa sett sín 12,5 prósent í Ís- landsbanka og Sjóvá, sem hann á tvo þriðju hluta í, inn í félagið. Jón Ásgeir og fleiri áttu að eiga minnihluta í eignarhaldsfélaginu á móti Karli eftir að hafa keypt átján prósent hlut Straums samkvæmt samkomulaginu. Hefur FL Group, undir stjórn Hannesar Smárasonar, verið nefnt í því sam- hengi en það mun ekki hafa verið fullfrágeng- ið samkvæmt því sem heimildir Markaðarins herma. Einnig kom til álita á síðari stigum, samkvæmt upplýsingum frá Straumsmönn- um, að Straumur ætti lítinn hlut í eignarhalds- félaginu. Þótti það ekki spennandi kostur á endanum. Hvort þetta samkomulag hafi náðst er nú deilt um innan hluthafahóps Íslandsbanka. Þeir sem tengjast Straumi segja þetta ekki rétta túlkun á atburðarrásinni. Engin ákvörð- un hafi verið tekin um að setja hlut þeirra inn í nýtt eignarhaldsfélag. Viðræður hafi átt sér stað milli Jóns Ásgeirs og stjórnenda Straums í þá veru en svarið hafi alltaf verið nei. Þetta hafi til dæmis ekki verið rætt í stjórn Straums. VILDU STERKAN MEIRIHLUTA Það sem vakti fyrir Karli Wernerssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannssyni og fleirum með þessum áformum var samkvæmt heimildum Markað- arins að fá kjölfestu í hluthafahóp Íslands- banka eftir mikinn óróleika og átök síðasta árs. Hefur ólgan meðal annars varið vegna tilrauna Landsbankans til að ná auknum áhrifum í Íslandsbanka síðasta árið. Með samkomulaginu töldu menn að tvennt myndi aðallega vinnast; Straumur losaði sig við óþægilega stóra eign sína í Íslandsbanka, sem nemur nálægt þrjátíu prósent af heildar- eignum hans, og átök í hluthafahópnum myndu lægja með styrkri forystu félags, sem hefði að minnsta kosti þriðjung hlutafjár á bak við sig. Eigendur og stjórnendur bankans gætu þá farið að einbeita sér að rekstri og sóknarfærum fyrirtækisins í stað deilna. Var þessi áætlun gerð með velþóknun Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra Íslandsbanka, Einars Sveinssonar, stjórnarformanns, og Jóns Snorrasonar, stjórnarmanns. Það er því nokk- uð ljóst að traustur meirihluti hefði ráðið ferðinni hefði þetta gengi eftir. Sagt er að Karl hafi ekki viljað leika þessa fléttu án þess að upplýsa þá, sem hann hefur staðið með í meirihluta bankaráðs Íslands- banka, um áformin. Það var á þeim forsend- um sem hann óskaði eftir fundi með Stein- unni Jónsdóttur, dóttur Jóns Helga Guð- mundssonar í Byko, til að setja hana inn í málin. Hafa þau starfað saman í bankastjórn. Staðfest hefur verið að Karl var ekki á þess- um fundi að falast eftir fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka, sem nýlega var seldur til Burðaráss. Með Karli á fundin- um voru Einar Sveinsson og Jón Snorrason. Var óskað eftir trúnaði um efni fundarins. Álykta má sem svo, þegar hér var komið við sögu, að Karl hafi varla gengið svo langt að kynna þessi áform nema vegna þess að hann taldi að samkomulag væri um að Straumur seldi hlut sinn í Íslandsbanka til hins nýja félags. Þó skal áréttað að Straums- menn hafa neitað að slíkt samkomulag hafi nokkurn tíma verið gert. Hér stendur því orð gegn orði. STEINUNN SELUR ÓVÆNT Samkvæmt heimildum Markaðarins urðu við- brögð Jóns Helga við þessum fyrirætlunum, þegar hann frétti af þeim daginn eftir, harka- leg. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna. Þó er ekki hægt að horfa fram hjá því, sem fram kom í máli viðmælenda Markaðarins, að ástæðan gæti legið í því að Hannes Smárason forstjóri FL Group, var nefndur sem aðili að nýja félaginu. Hannes er fyrrverandi eigin- maður Steinunnar og tengdasonur Jóns Helga. Eins og áður kom fram hefur eftirá verið gert lítið úr afskiptum Hannesar af þessu máli og haft var eftir honum í fréttum RÚV að hann hefði ekki komið nálægt þessu. Vitað er að þau feðgin voru ekki alls kost- ar sátt við það hvernig staðið var að sölu Sjó- vár í stjórn Íslandsbanka til Karls Werners- sonar í apríl á þessu ári. Einn viðmælandi Markaðarins segir það algjörlega óskylt mál. Jón Helgi á að hafa rætt um sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í kjölfarið. Hann hafi svo rætt það við Bjarna Ármannsson og boðið honum og stjórnendum bankans að kaupa tæp tvö prósent af sínum hlut ásamt formanni banka- ráðs. Sýnir það að Jón Helgi var fylgjandi því að þessir aðilar styrktu sig innan bankans á þessum tíma en ekki aðilar tengdir Lands- bankanum. Föstudaginn 3. júní er ljóst að Steinunn vill losa sig við fjögurra prósenta hlut sinn í Ís- landsbanka eftir fundinn þar sem Karl kynnti henni áform sín. Hún býður ekki Burðarási fyrst að kaupa hlutinn heldur Straumi fjár- festingarbanka og Einari Sveinssyni, stjórn- arfomanni. Sunnudaginn 5. júní er tekin ákvörðun í þröngum hópi manna, sem hafði komið nálægt fyrrnefndri áætlun, að kaupa ekki hlutinn á yfirverði. Hann myndi ekki skipta sköpum fyrir valdahlutföllin í bankan- um að þeirra mati. Úr verður að Burðarás, sem lýtur yfirráðum Björgólfs Thors Björg- ólfssonar stjórnarformanns og tengist Straumi, kaupir hlutinn fyrir um 7,3 milljarða króna miðvikudaginn 8. júní. Friðrik Jó- hannsson, forstjóri Burðaráss, segir í viðtali við Fréttablaðið að þeim hafi boðist þessi hlutur samdægurs. Það sem gerist samhliða því að Steinunn ákveður að selja hlut sinn í Íslandsbanka er að áform um að setja hlut Straums í bankan- um inn í nýtt eignarhaldsfélag eru stöðvuð. Þegar leitað er eftir skýringum á því, að því gefnu að það hafi staðið til innan Straums, er fátt um svör. Líkleg skýring er sögð er að Landsbankamenn hafi stöðvað þetta ferli inn- an Straums, þar sem þeir ráða yfir miklu hlutafé, enda muni áhrif innan Íslandsbanka tapast með því. Þegar spurt er hvort þeir vissu ekki af þessum áformum allan tíman er því svarað játandi. NÆSTU SKREF ÓLJÓS Hluthafar í Íslandsbanka segja stöðuna sem komin er upp óþolandi fyrir alla aðila. Enginn nái fram markmiðum sínum. Úr hópi þeirra sem styðja meirihluta stjórnar heyrist það sjónarmið að aðkoma Landsbankamanna sé óviðunandi því það trufli stjórn og rekstur Ís- landsbanka. Telja þeir ekki farsælt að Bjögg- arnir – feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson – hafi ítök í fjórum fjármálastofnunum; Landsbankanum, Burðarási, Straumi og svo Íslandsbanka. Landsbankamenn segja hins vegar að leit- að sé leiða til að hagræða í bankakerfinu. Með samvinnu við önnur fjármálafyrirtæki sé hægt að bæta eiginfjárhlutfall Straums, láns- hæfi og styrk til frekari verkefna erlendis. Allt frá því að félög tengd Björgólfsfeðg- um fóru inn í Straum síðsumars 2003 og réðu yfir tæplega 12 prósentum í Íslandsbanka, hafa sameiningarraddirnar verið háværar. Þó kom hlé á þeirri umræðu þegar uppstokkun varð í íslensku viðskiptalífi í september 2003 og Landsbankamenn fóru út úr Straumi og Ís- landsbanka. Það var svo í byrjun árs 2004 að Landsbankinn fór aftur að fjárfesta í Íslands- banka með það fyrir augum að sameina starf- semi bankanna með einhverjum hætti. Í lok september sama ár eignuðust eigendur Landsbankans á ný kjölfestuhlut í Straumi fjárfestingabanka eftir eins árs hlé. TILGANGUR LANDSBANKANS ÓLJÓS Engum virðist vera fyllilega ljóst hvað Landsbankamenn ætli sér með hlutinn í Ís- landsbanka. Ljóst er að stórir eigendur Ís- landsbanka berjast gegn frekari ítökum þeir- ra í bankanum. Sumir segja að það muni takast, aðrir segja Landsbankamenn með pál- mann í höndunum hvað varðar styrk innan bankans. Það er enn óljóst. Karl Wernersson, stjórnarmaður og næststærsti hluthafinn, hefur verið nefndur sá aðili sem getur unnið að sáttum innan hluthafahópsins. Hann mun að öllum líkindum reyna að styrkja stöðu sína á næstunni til að ná betri stöðu í þeim mála- leitunum. Staðan í hluthafahópnum er spennustaða. Hún er sögð óviðundandi fyrir alla hluthafa. Stóra spurningin er hvenær það losnar um spennuna og ný staða myndast. Samkvæmt heimildum Markaðarins gæti það alveg eins gerst í þessari viku eins og næsta haust. Ómögulegt sé að spá um það nákvæmlega. Umdeilt samkomulag við Straum Hluthafar í Íslandsbanka segja að samkomulag hafi verið um að setja hlut Straums í bankanum inn í nýtt eignarhaldsfélag. Ekkert slíkt samkomulag var gert, segja Straumsmenn. Björgvin Guðmunds- son segir yfirráð í Íslandsbanka enn óljós. STEINUNN JÓNSDÓTTIR FARIN OG ÓVISSA Í ÍSLANDSBANKA Straumi fjár- festingarbanka og Einari Sveinssyni, stjórn- arformanni Íslandsbanka, bauðst að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar Jónsdótt- ur (lengst til vinstri) í Íslandsbanka áður en hún seldi hann til Burðaráss. Áform Karls Wernerssonar (annar frá vinstri), um að mynda sterkan kjölfestuhóp í Íslandsbanka, fóru út um þúfur eftir að hann óskaði eftir að upplýsa samstarfsmenn sína um það sem framundan var. Á myndinni eru einnig Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson. Tíu þúsund hluthafar Um tíu þúsund hluthafar eru í Ís- landsbanka. Þeir tuttugu stærstu eiga rúm 65 prósent, sé miðað við upplýsingar frá Kauphöllinni. Miðað við gengi bankans undanfarna daga er verðmæti litlu hluthafanna, sem eiga um 45 prósent hlutafjár, um áttatíu milljarðar. Þessi dreifða eignaraðild hefur gert það að verkum að lítill hlutur í Ís- landsbanka getur tryggt mikil völd. Því skipta kaup og sala stærstu hlut- hafanna í bankanum máli. Karl Wernersson og systkini hans eru næststærstu hluthafarnir á eftir Straumi, sem ræður yfir átján pró- sentum. Karl er í stjórn og hefur unnið með meirihluta bankastjórnar. Þessi hópur telur sig hafa yfirráðin í bankanum og ætlar að verja hana. Landsbankamenn, sem lengi hafa seilst til áhrifa í Íslandsbanka, ráða sjálfir ekki yfir miklu hlutafé, eða innan við tíu prósent. Ef þeir geta beitt atkvæðum Straums í Íslands- banka verður staða þeirra sterkari. Straumur hefur verið að bæta við sig hlutum undanfarnar vikur. Einnig hefur Burðarás, sem stjórnað er af Björgólfi Thor Björgólfssyni, bætti við sig hlutum. Þeir telja því stöðu sína vænlega. ▲ Fr ét ta bl að ið /P je tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.