Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 49
og er andvirði seldra miða yfir 100 milljónum króna. Gróði hefur verið af þeim tónleikum sem RR stóð fyrir. Nú nýverið stóðu sömu tón- leikahaldarar fyrir Iron Maiden tónleikum sem hafa skilað um 65 milljónum króna í tekj- ur. Við áætlun á tekjum af hverjum tónleikum hér á síðunni var stuðst við upplýsingar úr fjölmiðlum frá tónleikahöldurunum sjálfum. Talið er að þær tölur séu nokkuð ofáætlaðar vegna þess að stundum er ekki alveg uppselt þrátt fyrir að sagt sé að uppselt sé á tónleika. Einnig er stundum boðsmiðum dreift og því er ekki hægt að gera ráð fyrir að allir miðar skili inn tekjum. Kostnaðurinn sem fylgir tónleikahaldi liggur ekki einungis í tilkostnaðinum við að fá tónlistarmennina. Hann felst einnig í auglýs- ingakostnaði en þær eru oft unnar í samstarfi við ýmis fyrirtæki sem setja nafn sitt við tón- leikana og borga þá auglýsingarnar. SAMÞJÖPPUN Fyrirtæki Ragnheiðar Hanson, R&R, sem flutti inn Metallicu og Iron Maiden meðal annars, er stærst á þessum markaði veltulega séð. Concert Einars Bárðarsonar er með mestan fjölda tónleika og næst mesta veltu samkvæmt töflunni hér á síðunni. Einnig má nefna Þorstein Stephensen sem er með Hr. Örlyg og Kára Sturluson meðal tónleikahald- ara. Hr. Örlygur sér um Icelandic Airwaves ár hvert. Tónleikar Concerts hafa jafnan gengið vel og samkvæmt fjölmiðlum var nánast alltaf uppselt á tónleika sem það stóð fyrir í fyrra. Of mikil samþjöppun í viðskiptalífinu er áhyggjuefni margra og virðist tónleikahald ekkert frábrugðið. Mun fleiri reyndu fyrir sér í tónleikahaldi í fyrra en í ár þrátt fyrir að fjöldinn virðist nokkurn veginn sá sami. Ætli það megi ekki túlka það svo sem að þeir hæf- ustu lifa af. Í mörg horn er að líta við tónleika- hald og virðist reynslan skipta miklu máli til að vel takist til. ROKKIÐ LAÐAR Breiður hópur fólks sækir tónleika erlendra listamanna sem koma hingað en fjölbreytt flóra er í boði, allt frá frægum óperusöngvur- um til harðra þungarokkara. Eins og gefur að skilja laðar þessi breidd mjög mismunandi fólk að sér og á mismunandi aldri. Flestir eru þó sammála um að stór hluti tónleikagesta sé ávallt sá sami. Þungarokkssveitir virðast eiga upp á pall- borðið hjá íslenskum tónleikagestum því Metallica dró að sér alls 18 þúsund manns og nú nýlega dró Iron Maiden til sín 10 þúsund tónleikagesti. Síðasta sumar voru bæði tónleik- ar með Pink og 50 cent hér á landi, sem ættu að höfða til ungu kynslóðarinnar en þeir tónleikar svöruðu ekki tilkostnaði vegna þess að fjöldi gesta var ekki nægur. Ekki nægir því fyrir tónleikahaldara að hafa reynslu heldur verða þeir að vita hvar áhugi fjöldans liggur því að hann hefur úrslita- valdið um hvort að tónleikarnir takist eða ekki. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 13 Ú T T E K T Tekjur í milljónum R&R Iron Maiden 65 Megadeath 11 btb/Kári Sturluson Reykjavík Rocks 59 Duran Duran 18 Queens of the Stone Age/Foo Fighters 18 Concert Jose Carreras 23 Shadows 11 Joe Cocker 65 Sissel Kirkebo 6 Kiri Te Kanawa 14 Alice Cooper 11 Event Snoop Dogg 47 Örlygur-Destiny Airwaves – Franz Ferdinand 12 Aðrir Placido Domingo 50 Sonic Youth 8 Robert Plant 23 Samtals: 440 S T Æ R S T U T Ó N L E I K A R N I R Á R I Ð 2 0 0 5 O G Á Æ T L A Ð A R T E K J U R TÓNLEIKAR MEÐ KEANE VORU EINN AF HÁPUNKTUM AIRWAVES Í FYRRA Hingað steyma hundruð erlendra ferðamanna ár hvert til að fylgjast með innlendum og erlendum listamönnum. Þeir skilja eftir sig eitthvað af gjaldeyristekjum auk þess sem skemmtunin er ómetanleg í skammdeginu. Icelandair er stærsti styrktaraðilinn og án stuðnings þeirra væri hátíð á borð við Airwaves varla möguleg. FRANZ FERDINAND SPILA Á ÍSLANDI Í BYRJUN SEPTEMBER Ein heitasta hljómsveit heims um þessar mundir, en því miður rata of fáar af fremstu hljómsveitum heims hingað. Rokk og ról virðist draga mun fleiri tónleikagesti til sín og jafnframt mun meiri tekjur. Til dæmis skiluðu tónleikar Metallicu yfir 100 milljónum króna en tón- leikar með Franz Ferdinand skila ekki nema rúmlega 10 milljónum. Tónleikarnir verða haldnir í Kaplakrika en Laugardalshöll er lokuð um þessar mundir. GÖMLU KEMPURNAR Í DURAN DURAN Enn er ekki uppselt á tónleika þeirra í lok júní. SNOOP DOGG SPILAR HÉR Í JÚLÍ Rapparinn er með þeim allra svölustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.