Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.57 13.28 00.01 AKUREYRI 1.41 13.13 00.49 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Einn þeirra sem nýlega lauk námi frá Leiðsögu- skólanum í Kópavogi er Bragi Ragnarsson. Hann fór ekki alveg hefð- bundna leið en nú eru honum allir vegir færir. „Ég byrjaði á að taka eina önn í gönguleiðsögn á vor- önn 2003, vegna áhuga míns á gönguferðum og útiveru en var ekkert sérstaklega að hugsa um að gera hana að atvinnu. Síðan ákvað ég að taka kjarnann um haust- ið og þar með var ég kom- inn með full réttindi sem gönguleiðsögumaður,“ segir Bragi og bætir því við að venjulega taki menn kjarn- ann fyrst og gönguleiðsögn- ina á eftir en hann hafi snú- ið því við. Í fyrra kveðst hann hafa verið að „dúlla“ við meiraprófið enda sé gaman að geta verið bíl- stjóri á smærri bílum og leiðsögumaður um leið. Þess vegna settist hann enn í leiðsöguskólann um síð- ustu áramót og lærði al- menna leiðsögn sem er ætl- uð fyrir rútufarþega. Hann segir víða komið við í náminu og talsvert fyr- ir því haft sérstaklega þeg- ar fólk sé í fullri vinnu með. „Það er allt landið undir, jarðfræðin og sagan og síð- an þurfa menn að vera með fornsögur og þjóðsögur á takteinum sem hægt er að flétta inn í frásagnir. Líka að vera vel heima í nútím- anum, bókmenntum, listum, atvinnuvegum og hverju sem er,“ lýsir hann. „Það sem situr eftir er hversu námið er fjölbreytt og hóp- urinn skemmtilegur sem maður kynnist í gegnum það,“ bætir hann við. Bragi hefur starfað mik- ið erlendis, fyrst hjá Haf- skipum en hefur verið hjá Eimskipum í yfir 20 ár, rak meðal annars skrifstofu fyrirtækisins í Rotterdam. En býst hann við að fara að færa sig yfir í leiðsögu- starfið? „Ég reikna með að fara einhverjar ferðir í sumar og er að setja mig í stellingar. Eins hef ég hugs- að mér að nota þessi rétt- indi ef heilsa og aðstæður leyfa í framtíðinni. Ég hef aðeins farið sem gönguleið- sögumaður, til dæmis um næst liðna helgi á Hvanna- dalshnjúk með nettan hóp. Við fórum Sandfellsleið. Fengum þokkalegt veður en ekki útsýni af hnjúknum.“ gun@frettabladid.is Landið, sagan og jarðfræðin undir ferdir@frettabladid.is Hjá Útivist hefur skapast hefð fyrir því að ganga hina fornu þjóðleið Leggjabrjót milli Hval- fjarðar og Þingvalla á 17. júní. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ en gengið verður úr Botns- dal í Hvalfirði. Flughelgi verður á Akureyrarflug- velli 25. og 26. júní, klukkan 10- 18 báða dagana. Íslandsmótið í listflugi fer fram og opnuð verður sýning um flugsögu Jó- hannesar R. Snorrasonar flug- stjóra. Ferðafélagið stendur fyrir jóns- messugöngu á Heklu föstudag- inn 24. júní nk. Um er að ræða kvöld og næturgöngu. Lagt verður af stað frá Vegamótum kl. 22.00 á föstu- dagskvöld. Jónsmessunæt- urganga Útivist- ar, 24. til 26. júní er yfir Fimm- vörðuháls. Boðið verður upp á hressingu meðan á göngunni stendur og grillveislu og varð- eld í Básum. Bragi er margreyndur ferðamaður og nú hefur hann full réttindi sem leiðsögumaður. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FERÐIR TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég fékk mér bara smá. Voffi vildi endilega gefa með sér!!! Leikgleði í Borgarleikhúsinu BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.