Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 23

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.57 13.28 00.01 AKUREYRI 1.41 13.13 00.49 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Einn þeirra sem nýlega lauk námi frá Leiðsögu- skólanum í Kópavogi er Bragi Ragnarsson. Hann fór ekki alveg hefð- bundna leið en nú eru honum allir vegir færir. „Ég byrjaði á að taka eina önn í gönguleiðsögn á vor- önn 2003, vegna áhuga míns á gönguferðum og útiveru en var ekkert sérstaklega að hugsa um að gera hana að atvinnu. Síðan ákvað ég að taka kjarnann um haust- ið og þar með var ég kom- inn með full réttindi sem gönguleiðsögumaður,“ segir Bragi og bætir því við að venjulega taki menn kjarn- ann fyrst og gönguleiðsögn- ina á eftir en hann hafi snú- ið því við. Í fyrra kveðst hann hafa verið að „dúlla“ við meiraprófið enda sé gaman að geta verið bíl- stjóri á smærri bílum og leiðsögumaður um leið. Þess vegna settist hann enn í leiðsöguskólann um síð- ustu áramót og lærði al- menna leiðsögn sem er ætl- uð fyrir rútufarþega. Hann segir víða komið við í náminu og talsvert fyr- ir því haft sérstaklega þeg- ar fólk sé í fullri vinnu með. „Það er allt landið undir, jarðfræðin og sagan og síð- an þurfa menn að vera með fornsögur og þjóðsögur á takteinum sem hægt er að flétta inn í frásagnir. Líka að vera vel heima í nútím- anum, bókmenntum, listum, atvinnuvegum og hverju sem er,“ lýsir hann. „Það sem situr eftir er hversu námið er fjölbreytt og hóp- urinn skemmtilegur sem maður kynnist í gegnum það,“ bætir hann við. Bragi hefur starfað mik- ið erlendis, fyrst hjá Haf- skipum en hefur verið hjá Eimskipum í yfir 20 ár, rak meðal annars skrifstofu fyrirtækisins í Rotterdam. En býst hann við að fara að færa sig yfir í leiðsögu- starfið? „Ég reikna með að fara einhverjar ferðir í sumar og er að setja mig í stellingar. Eins hef ég hugs- að mér að nota þessi rétt- indi ef heilsa og aðstæður leyfa í framtíðinni. Ég hef aðeins farið sem gönguleið- sögumaður, til dæmis um næst liðna helgi á Hvanna- dalshnjúk með nettan hóp. Við fórum Sandfellsleið. Fengum þokkalegt veður en ekki útsýni af hnjúknum.“ gun@frettabladid.is Landið, sagan og jarðfræðin undir ferdir@frettabladid.is Hjá Útivist hefur skapast hefð fyrir því að ganga hina fornu þjóðleið Leggjabrjót milli Hval- fjarðar og Þingvalla á 17. júní. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ en gengið verður úr Botns- dal í Hvalfirði. Flughelgi verður á Akureyrarflug- velli 25. og 26. júní, klukkan 10- 18 báða dagana. Íslandsmótið í listflugi fer fram og opnuð verður sýning um flugsögu Jó- hannesar R. Snorrasonar flug- stjóra. Ferðafélagið stendur fyrir jóns- messugöngu á Heklu föstudag- inn 24. júní nk. Um er að ræða kvöld og næturgöngu. Lagt verður af stað frá Vegamótum kl. 22.00 á föstu- dagskvöld. Jónsmessunæt- urganga Útivist- ar, 24. til 26. júní er yfir Fimm- vörðuháls. Boðið verður upp á hressingu meðan á göngunni stendur og grillveislu og varð- eld í Básum. Bragi er margreyndur ferðamaður og nú hefur hann full réttindi sem leiðsögumaður. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FERÐIR TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég fékk mér bara smá. Voffi vildi endilega gefa með sér!!! Leikgleði í Borgarleikhúsinu BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.