Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 86
42 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Íslenska ofurfyrirsætan BerglindÓlafsdóttir spókar sig þessa dag- ana meðal höfuðborgarbúa. Ljósu lokkarnir sem voru eitt sinn hennar aðalsmerki hafa fengið að víkja fyrir dökku hári. Berglind fékk karlkyns sundlaugagesti til þess að standa á öndinni þegar hún brá sér í Laugar- dagslaugina í bleiku bíkiní. Þar var hún á ferð með Vali Kristjánssyni sem gat sér gott orð fyrir frábæran leik í myndbandi Selmu Björns- dóttur, If I Had Your Love. Berglind Icey eins og sviðsnafn hennar er býr í Los Angeles og hefur verið að reyna fyrir sér í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaðinum. Henni brá meðal annars fyrir í kvik- myndinni Hot Chick þar sem hún lék fata- fellu og í Master of Disguise þar sem hún fór með hlut- verk „bottom girl“. Lárétt: 1 H20, 5 svelgur, 6 samhljóðar, 7 átt, 8 skordýr, 9 vegur, 10 tangi, 12 ger- ast, 13 málmur, 15 íþróttafélag, 16 bragð- efni, 18 nem. Lóðrétt: 1 tryggðarböndin, 2 skel, 3 verk- ur – k, 4 gott samkomulag, 6 pjátur, 8 tónn, 11 fljótið, 14 stórfljót, 17 haf. LAUSN: 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Nýtt lag með Nylon, Dans, dans, dans, fór í loftið í gær. Þetta er ný útgáfa á lagi sem Þú og ég flokk- urinn flutti með Helgu Möller í fararbroddi á sínum tíma. Stein- unn Þóra Sigurðardóttir söngkona í Nylon segir að stelpunum finnist gaman að taka gömul lög. „Maður er alltaf að pæla í einhverjum gömlu lögum. Við hlustum á alls konar tónlist og það er alltaf gam- an að taka eitthvað sígilt sem fólk kann,” segir Steinunn. „Einar Bárðason kom okkur í samband við dj-inn og svo var það Óskar Páll sem pródúseraði,“ seg- ir Steinunn um upptökuna á lag- inu, en það var plötusnúðurinn Danni Deluxe sem poppaði upp lag Þú og ég dúettsins. „Eg er ekki búin að heyra það. En ég hlakka mikið til þess,“ segir Helga Möll- er um Nylon-útgáfuna á Dans, dans, dans. Dúettinn Þú og ég var skipaður Helgu, sem er frænka Emilíu úr Nylon, og söngvaranum Jóhanni Helgasyni. Frægasta plata dúettsins var Ljúfa líf og var lagið sem Nylon notaði á henni. Í næstu viku verður tekið upp myndband við lagið í leikstjórn Kristófers Dignus, en hann gerði einnig myndbandið við Lög unga fólksins. „Það er engin saga í því þannig séð, bara flott sumarlegt myndband með fullt af dönsur- um” segir Steinunn. „Við leggjum náttúrulega bara jafnmikla vinnu í það og allt sem við gerum,” seg- ir Steinunn. Steinunn segir að Nylon-stelp- urnar séu ekkert að stressa sig yfir því að slá í gegn erlendis. „Við náttúrulega erum alltaf á Ís- landi. Við erum ekkert á leiðinni eitt eða neitt nema eitthvað alvöru komi upp. Og við vitum það ekki núna. Auðvitað væri það ekkert leiðinlegt, en mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera hérna heima, meira kósí að vera svona nálægt. Ef hitt gerist er það bara bónus.“ Það verður nóg að gera hjá Nylon í sumar. „Við verðum úti um allt og gerum ýmislegt,” segir Steinunn. Á 17. júní verða þær á þönum milli staða en þær munu koma fram í Garðabæ, í Hljóm- skálagarðinum og á stóra sviðinu í Reykjavík og loks í Hafnarfirði um kvöldið. rosag@frettabladid.is NYLON Alma, Emilía, Klara og Steinunn í Nylon taka upp myndband við Dans, dans, dans í næstu viku HELGA MÖLLER: ANÆGÐ MEÐ ENDURÚTGÁFU AF ÞÚ OG ÉG Nylon-stelpurnar dansa FRÉTTIR AF FÓLKI Fjallganga á Akrafjalli Hinn fullkomna 17. júní upplifði ég í fyrrasumar uppi á Akrafjalli. Það fer enginn í fjallgöngu á 17. júní þannig að maður hefur fjallið fyrir sig í ró og næði. Ég hef ekki lengur þörf fyrir að fara í bæinn og hitta alla. Þetta er kannski ekki nógu skemmti- legt svar, en mér fannst til- valið að fara upp á Akrafjall- ið á 17. júní. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir formaður Samfylkingar- innar. Hæ, hó og jibbí jei Hjá mér myndi þetta bara vera „hæ hó jibbí jei og jibbí jei,“ fara niður í miðbæ með krökkunum sínum, kaupa blöðrur og hitta alla. Þetta klassíska, er það ekki bara? Já, kaupa blöðrur handa krökkunum og hitta fólk. Vala Matthíasdóttir dag- skrárgerðarkona. Örlítil rigning Ja, ég vil nú bara hafa þetta þannig að hann byrji á því að vera bjartur og fagur. Svo kemur örlítil rigning en það styttir upp seinni partinn. Annars erum við að tala um svo mismunandi daga. Við erum oft að spila, gamla unglingahljómsveitin. Nú á maður ekki lengur lítil börn en áður fór maður með börnin í skrúðgöngu og keypti blöðrur og svona, það var líka gaman. Egill Ólafsson leikari og söngvari. HVERNIG ER HINN FULLKOMNI 17. JÚNÍ? ÞRÍR SPURÐIR ... fær Hugleikur Dagsson fyrir að vera kominn með samning við JPV og ætla að gefa út tvær bækur hjá þeim. HRÓSIÐ Í gærkvöldi fengu starfsmenn Saga Film forsmekkinn af því sem al- mennir bíógestir fá að sjá í kvöld þegar þeim var boðið á sérstaka for- sýningu Batman Begins. Saga Film aðstoðaði kvikmyndatökulið Bat- man myndarinnar hér á landi en að sögn þeirra sem hafa séð hana kem- ur Ísland mjög vel út. Boðið var upp á léttar veitingar á Kringlukránni fyrir sýningu og síðan var rölt í sal 1 í Kringlubíó og horft á myndina. Myndin hefur verið að fá prýðis- góða dóma erlendis og eru flestir sammála um að vel hafi til tekist að endurreisa Leðurblökumanninn. Starfsmenn Saga Film voru í það minnsta ánægðir með útkomuna og fögnuðu henni. ■ FINNI JÓHANNSSON OG FÉLAGAR Starfsmenn Saga Film eru ánægðir með hvernig til tókst og segja Ísland koma vel út nýju Batman myndinni. Íslenskir Le›urblökustarfsmenn Enginn viðbjóður Fréttablaðið greindi frá því fyrirskömmu að Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylking- arinnar, væri á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun taka við sendiherraembætt- inu af Svavari Gests- syni, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, sem er á leið til Kaupmanna- hafnar. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri er sagður vera á leið til Kanada þar sem hann mun taka við sendi- herraembætti en það mun Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mann- fræðiprófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi þingmaður Kvenna- listans, einnig gera en hún mun taka við sömu stöðu í Mósam- bik. Fleiri breytingar eru fyrirhugaðar næsta haust samkvæmt framgangskerfi utanríkisþjón- ustunnar og verður fróðlegt að sjá hverjir fara hvert. Lárétt: 1vatn,5iða,6br, 7na,8fló,9 leið,10tá,12ske,13tin,15kr, 16anís, 18læri. Lóðrétt: 1vináttan,2aða,3ta,4bróð- erni,6blikk,8fes,11áin,14níl,17sæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.