Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 20
Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberr- ar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævi- sögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurð- ur Héraðsdóms væri ekki efnis- legur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnu- brögð mín væru „í lagi“. Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki „í lagi“ að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rit- höfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausn- arefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræð- ingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síð- ustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignar- rétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Þeg- ar boðflennan gerist veislu- stjóri“. Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóð- skáld, heldur þinglýst eign nokk- urra vinstri sinnaðra mennta- manna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt „fjandsamlega yfirtöku“. Yfir- töku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélag- ið. Nú mætti tala um Halldórs- eigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmund- ur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmund- ar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Lax- ness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum text- um auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og til- gangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstak- lingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaða- mannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Lax- ness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggí- súpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þór- bergs á „hriflingabjargastíl“ Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafé- lagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stór- fellda rannsókna- og hugmynda- stuldi, þar sem ég hefði ekki vís- að nógu oft til annarra fræði- manna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfir- sjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrif- ar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið ann- að að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmáls- greinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virð- ingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi Helgu. Í skáldsögu sinni, Íslands- förinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaða- grein í ársbyrjun 1997. En auð- vitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófn- aður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra er sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niður- staðan ekki sú, að hvorugur okk- ar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann? ■ 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR20 Brá›abirg›alækningar Kristins H. Gunnarssonar Á sjómannadaginn sagði þingmað- ur Framsóknarflokksins, Kristinn H Gunnarsson, í ræðu sinni á Pat- reksfirði að rétt væri að stokka fiskveiðistjórnkerfið rækilega upp. Einnig að hann teldi að 20 þúsund tonna kvóta ætti að ráð- stafa til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. Enn fremur sagði hann að kvótakerfið væri kerfi sem gerði nýliðun í greininni afar erfitt fyrir. Gott og vel. Um fiskveiðistjórn- kerfi það sem Íslendingar búa við eru skiptar skoðanir en flestir eru þó sammála um að veiðunum verði að stjórna og þá dugi ekki eitt í dag og annað á morgun. Rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja, hvort sem þau eru stór eða smá, byggist að stóru leyti á því að hægt sé að horfa til framtíðar, vissu fyrir að fjárfesting sé ekki til einskis og að hægt sé að skapa nægileg verðmæti með fjárfest- ingunni til að hafa fyrir fjár- magnskostnaði og launum. Ef Kristinn telur að kvótakerf- ið geri nýliðun erfitt fyrir þá ætti hann að athuga hvað tillögur þær sem hann kastar fram gera þeim sem eru að reyna að byrja útgerð. Segjum að tillögur um 20 þús- und tonna sérstakan aðstoðar- kvóta nái fram að ganga. Þá þýðir það að til þess þurfi rúm tíu pró- sent af ráðlögðum kvóta næsta kvótaárs (byggðakvóti hefur yfir- leitt verið talinn í þorski). Það þýð- ir að auk skerðingar þeirrar sem Hafró hefur lagt til rýrnar kvóti þeirra sem stunda útgerð um rúm tíu prósent. Hafi einhver byrjað rekstur báts nú í vetur og keypt sér 100 tonna kvóta mun fjárfest- ing hans rýrna fyrst um 3,5 tonn (til verndar stofninum) og svo um tíu tonn að auki. Hann hefur þá tapað u.þ.b. sextán milljónum á einum kvótaáramótum, þar af um þrettán vegna byggðakvóta Krist- ins. Það er varla hvetjandi til ný- liðunar. Víða eru sjávarbyggðir í vanda staddar og þar spilar hátt gengi krónunnar stórt hlutverk. Upp- bygging stóriðjunnar skapar vissulega vandamál. Hins vegar væri það röng stefna að hamla uppgangi í einni byggð til að önnur haldi í horfinu. Eins eru hugmynd- ir um að taka tíu prósent af úthlut- uðum kvóta af einum til að gefa öðrum ekki til þess fallnar að leysa vanda sjávarútvegsins. Það er eins og að lækna höfuðverk með því að höggva hausinn af. Það er nefnilega vandséð að þær byggðir sem standa betur en þær sem Kristinn vill bjarga þoli tíu prósent skerðingu ofan á það sem Hafró leggur til. Sennilegast yrði bráðabirgðalækning Kristins frekar til þess að sjúklingunum myndi fjölga verulega. Í Fréttablaðinu 10. júní spyr Kristinn hvort það sé eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur eða frá Ísafirði til Akur- eyrar og hvort það sé lögmál sem ekki megi hrófla við. Það er það ekki og getur eins farið á hinn veg- inn. Það eru hins vegar lög að ef maður í Borgarfirði kaupir kvígu frá Skagaströnd þá verður hún ekki af honum tekin og flutt aftur norður ef illa árar í búskap þar. Það hamlar nýliðun í sjávarút- vegi ef sá sem kaupir togara, ver- tíðarbát eða trillu og aflaheimildir til að reka sitt fyrirtæki, hefur alltaf hangandi yfir sér að fjár- festingin verði tekinn í burt og sjáist aldrei aftur. Höfundur er smábátasjómaður í Snæfellsbæ. Lögreglukylfan og penninnÓmerkileg Samfylking Um þessar mundir verður þjóðin vitni að einu ómerkilegasta lýð- skrumi sem um getur. Forysta stjórnarandstöðunnar (með nokkrum fótgönguliðum) fer hamförum í rógsherferð sinni, einkum gegn Halldóri Ásgríms- syni og Framsóknarflokknum. Tilgangur þessa er að hasla sér völl á miðju íslenskra stjórnmála – þar sem Framsóknarflokkurin er fyrir. Í stað þess að beita mál- efnalegum rökum og ræða málin af einurð og með rökum þá gríp- ur þetta fólk til þess óyndisúr- ræðis sem rógur og níð kallast. Sökum er beint að einstaklingum með hálfkveðnum vísum og dylgjum. Hin hefðbundnu vopn stjórnarandstöðu þar sem mál- efnaleg rök eru látin tala víkja fyrir vélráðum hinnar lífsseigu Gróu á Leiti. Í því góðæri, sem þjóðin upplifir, hefur stjórnand- staðan játað sig sigraða fyrir málefnum og verkum en grípur þess í stað til örvæntingar rógs- ins og lyganna. 1200 milljarðar í útlöndum! Mikil umræða hefur átt sér stað um sölu ríkisbankanna. Langar ræður hafa verið settar á sölum Alþingis, enn lengri greinar rit- aðar og hefur þar sitt sýnst hverjum. Virða ber sjónarmið þeirra sem lögðust gegn sölu bankanna. Þó ég sé ósammála þeim skoðunum þá virði ég þær. Staða bankanna í dag sýnir svo ekki verður um villst að ákvörð- unin var rétt. Útrás bankanna hefir lagt grunn að sókn ís- lenskra fyrirtækja inn á erlenda markaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eiga um 1200 milljarðar króna (1,2 billjónir) í erlendum fjárfestingum. Þessi sókn er að skila sér m.a. í bætt- um lífskjörum. Frammistaða Samfylkingarinnar í þessum málum er hins vegar kapituli út af fyrir sig. Málflutningur tals- manna hennar í þessum málum einkennist nefnilega af áður- nefndum rógsaðferðum og dylgj- um. Sannleikurinn skiptir þá engu. Athygli skal vakin á því að Ríkis- endurskoðun hefur ítrekað fjall- að um sölu bankanna. Gefin hef- ur verið út skýrsla á hennar veg- um, hún rædd, skoðuð og könnuð. Þar kemur fram að allar helstu ásakanir SF eru hraktar. Eiga sér enga stoð í veruleikanum. Sú nið- urstaða skiptir þetta fólk engu máli. Áfram heldur rógurinn og dylgjurnar að blómstra. Síðasta útspilið – þegar allt um þrýtur er að nánast þjófkenna Halldór Ás- grímsson og fjölskyldu hans. Og ef svo fer að Ríkisendurskoðun hrekur þá samsæriskenningu einnig hefur formaður SF vaðið fyrir neðan sig og lýsir yfir efa- semdum um að Ríkisendurskoð- un sé rétti aðilinn til að fjalla um málið. Í fyrsta lagi er ásökunin um vanhæfi Ríkisendurskoðunar grafalvarleg. Formaðurinn þarf að færa rök fyrir því af hverju hann vantreysti stofnuninni. Rík- isendurskoðun var sett á laggirn- ar til þess að Alþingi gæti látið skoða mál af réttsýni og sann- girni – leita sannleikans í ein- stökum málum. Nú hefur Ingi- björg Sólrún dregið í efa trú- verðugleika þessarar mikilvægu stofnunar. Sannleikurinn skiptir hana litlu. Er þetta hin gegnsæja stjórnsýsla formannsins nýja. Er sannleikurinn best höndlaður í málflutningi SF? Farið að ráðum óháðra aðila. Staðreyndir bankamálsins eru einfaldar: Erlent ráðgjafafyrir- tæki (sem á engra hagsmuna að gæta) fer yfir tilboðsgjafa. Að þeirri skoðun lokinni er mælt með því að Samson annars vegar og S-hópurinn hins vegar kaupi bankana. Einkavæðingarnefnd fer að ráðum hins erlenda ráð- gjafafyrirtækis. Ráðherranefnd um einkavæðingu staðfestir það mat. Verðið reynist vera á heldur hærra gengi en bréf í bönkunum voru að seljast á um það leyti sem salan fór fram. Þetta er kjarni málsins. Þetta staðfestir Ríkisendurskoðun. Þetta vita hinir „sannleikselsk- andi“ talsmenn Samfylkingar- innar. En sannleikurinn hentar þeim ekki. Hefði ráðherranefnd- in ákveðið annað en ráðgjafar lögðu til væri full ástæða til að krefjast svara. Þá væri ástæða til tortryggni. Ásakanir SF eru hraktar. Þess vegna finnst ISG og SF eðlilegt að láta aðra en Rík- isendurskoðun um að skoða hin- ar alvarlegu ásakanir þeirra á hendur Halldóri Ásgrmssyni. Þau ein kunna að segja satt og rétt frá. Einhvern tíma var talað um skítlegt eðli. Þau orð koma oft upp í huga minn um þessar mundir. Höfundur er alþingismaður. ÖRVAR MARTEINSSON UMRÆÐAN BREYTINGAR Á FISKVEIÐISTJÓRN- UNARKERFI Til er fólk, sem skrifar eina rit- ger› í fræ›ileg tímarit anna› hvort ár og hefur líti› anna› a› gle›jast yfir í lífinu en fla›, a› vísa› sé til fless í ne›an- málsgreinum. Mér var útláta- laust a› s‡na flessu ne›an- málsfólki vir›ingu. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON UMRÆÐAN SVAR VIÐ ÁDREPU GUÐMUNDAR ANDRA THORSSONAR HJÁLMAR ÁRNASON UMRÆÐAN SAMFYLKINGIN OG SALA RÍKISBANKANNA Hin hef›bundnu vopn stjórn- arandstö›u flar sem málefna- leg rök eru látin tala víkja fyrir vélrá›um hinnar lífsseigu Gróu á Leiti. Í flví gó›æri, sem fljó›- in upplifir, hefur stjórnand- sta›an játa› sig sigra›a fyrir málefnum og verkum en gríp- ur fless í sta› til örvæntingar rógsins og lyganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.