Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Ásdísi Höllu Bragadóttur finnst
gaman að fara úr pólitík og inn í
viðskiptalífið og móta einhverja
strauma og stefnur þar.
Ásdís Halla Bragadóttir tók við forstjórastóln-
um í Byko í lok maí og er hún upptekin þessa
dagana við að kynna sér starfsemi fyrirtækis-
ins. Hún hefur heimsótt starfsemi Byko víða
um land. Ásdísi finnst eðlilegra að koma sér
inn í starfið með því að heimsækja fólkið sem
starfar hjá fyrirtækinu og ræða við það í stað
þess að raða hlutum á skrifstofuna sína. Hún
segir síðustu daga hafa verið mjög skemmti-
lega. „Ég hef verið að þvælast um alls kyns
verslanir, lagera, skrifstofur og margvíslega
ranghala, hvort sem er hjá Byko, Elko, Inter-
sport eða Húsgagnahöllinni. Það er búið að
vera mjög gaman og lærdómsríkt.“
TRAUSTUR GRUNNUR
Ásdís Halla segir Byko ganga mjög vel og
hennar starf verður að leiða fyrirtækið. Yfir
hverri verslanakeðju í Byko eru fram-
kvæmdastjórar og eitt megin hlutverk Ásdís-
ar verður að koma auga á ný tækifæri og nýta
þau. Hún segir að eitt af því skemmtilegasta
við Byko sé að um leið og grunnurinn sé
traustur og hafi djúpar rætur sé fyrirtækið
framsækið. „Byko er því mjög spennandi fyr-
irtæki sem byggir á gömlum merg en er um
leið tilbúið að taka áhættu og fara nýjar leiðir
sem gaman verður að fást við.“
Ásdís segir mest aðkallandi hverju sinni
fyrir öll fyrirtæki sé að sjá tæki-
færin og halda áfram að mót-
ast. „Það er í raun það sem
ég verð upptekin við. Við
verðum að sjálfsögðu að
vera á tánum við að horfa
fram á við og leita að verkefn-
um og það er stærsta og mikilvægasta
verkefnið. Byko verður að þróast með samfé-
laginu og reyna að vera skrefi á undan til að
mæta þörfum viðskiptavinanna sem best.“
Áður gengdi Ásdís Halla starfi bæjarstjóra
Garðabæjar en hún hefur ekki áður rekið fyr-
irtæki. Hún hefur sinnt alls kyns verkefnum
og unnið við mismunandi starfsemi. „Þannig
er starfið ný áskorun fyrir mig og mjög spenn-
andi. Ég á eftir að læra margt og það er margt
í þessari starfsemi sem ég á eftir að kynna
mér betur. En á sama tíma þarf ég að gæta
þess að fara ekki of mikið í daglegan rekstur
og passa mig á því að hafa góða yfirsýn.
GARÐABÆR LÍKUR BYKO
Ásdís Halla var bæjarstjóri í Garðabæ áður en
hún tók við forstjórastólnum í Byko. Þykir hún
hafa staðið framarlega í skipulagsmálum og
tekið þarft skref sem önnur sveitarfélög hafa
ekki þorað eða viljað taka. Er framtíðarskipu-
lag Garðabæjar gott dæmi um það. „Það er
mjög gaman að fara úr pólitík og inn í við-
skiptalífið og móta einhverja strauma og
stefnur þar.“
Ásdís segist hafa tekið þátt í því með sam-
starfsfólki bæði í pólitíkinni og meðal embætt-
ismannanna að koma með nýjar hugmyndir
um starfsemi sveitarfélagsins sem hafi fengið
mjög góðar viðtökur. „Garðabær er rótgróið
sveitarfélag með mikla sögu og sterka menn-
ingu. En á sama tíma hefur Garðabær verið til-
búinn að fara nýjar leiðir. Mér finnst spenn-
andi að líta á Byko með sambærilegum hætti.“
Ásdís Halla hefur búið í Garðabæ frá 1994
með einu hléi. Þar býr hún ásamt manni sín-
um, Aðalsteini Jónassyni og tveimur sonum
sínum, þeim Jónasi Aðalsteini og Braga. Bragi
er sex ára og stundar nám við Hjallastefnu-
skólann hjá Margréti Pálu. Jónas, sem er 15
ára, er nýútskrifaður úr Garðaskóla og hyggst
halda áfram námi í haust. Ásdís Halla segir
hann nú standa frammi fyrir því að velja
framhaldsskóla og nokkrir góðir
kostir séu í boði.
FLUTTI OFT SEM BARN
Ásdís Halla hefur brenn-
andi áhuga á pólitík og seg-
ist alltaf hafa haft. „Ég alltaf
haft mikinn áhuga á pólitík, alveg frá
því að ég var smástelpa. Ég var ein að þvælast
á pólitískum fundum þegar vinir mínir voru að
gera eitthvað skemmtilegt eins og að vera í fé-
lagsmiðstöðinni.“
En hvað finnst henni svona skemmtilegt við
pólitík? „Ég held að það sé
forvitni. Ég hef mikinn áhuga
á samfélaginu og viðskipta-
lífinu og hef alltaf haft gam-
an að því.“
Ástæðuna fyrir þessari
forvitni og áhuga á samfélög-
um telur hún vera þá að hún
flutti oft sem krakki og þá
milli mismunandi samfélaga,
allt frá sjávarþorpum til stór-
borga. „Ég held að þessir
flutningar hafi kveikt í mér
áhuga á fólki, samfélagi, bæj-
um, borgum og löndum. Af
hverju hlutirnir eru öðruvísi
hér en þar? Af hverju virkar
eitthvað hér en virkar ekki
þar? Af hverju má maður
hegða sér öðruvísi hér en
þar?“
GAMAN AÐ LÆRA
Ásdís segist vera sveita-
stelpa. Á framhaldsskólaár-
unum bjó hún á Akranesi og
stundaði því nám við Fjölbraut-
arskóla Vesturlands á Akranesi. Seinna flutti
hún til Reykjavíkur til að læra stjórnmála-
fræði í Háskólanum. Eftir það starfaði hún
sem blaðamaður á viðskiptablaði Morgun-
blaðsins en fékk svo leyfi þaðan til að gegna
stöðu framkvæmdastjóra þingflokks Sjálf-
stæðismanna. Eftir það varð Ásdís Halla að-
stoðarmaður menntamálaráðherra og svo lá
leið hennar til Boston, nú til að læra MPA. Hún
var svo komin í vinnu fyrir Háskólann í
Reykjavík þegar bæjarstjórastaðan í Garða-
bæ losnaði.
Ásdís er mjög heilluð af námi og finns
gaman að læra eitthvað nýtt. „Það er kannski
hluti af því að skipta um starf og snúa svona
við blaðinu eins og ég er að gera. Mér finnst
mikil forréttindi að vera á fullu kaupi við að
læra eitthvað nýtt og fá tækifæri til verja tíma
með fullt af áhugaverðu fólki til að hella mér á
kaf í starfsemi Byko.“
OPNA Í LETTLANDI
En hvað er svo á döfinni hjá Ásdísi Höllu á
næstunni annað en að koma
sér inn í starfið í Byko? Hún
segir að í sjálfu sér fari
mesta orkan í það næstu
mánuðina að kynna sér starf-
ið og því fari hún varlega í
allar yfirlýsingar um nýjung-
ar eða breytingar í rekstrin-
um. Nefnir þó að eitt af því
sem sé spennandi sé opnun
verslana í Lettlandi undir
heitinu Depo. „Fyrsta versl-
unin opnar seinna í sumar en
í Lettlandi eru þrjár verslan-
ir í undirbúningi á þessu ári.“
Opnun verslana eru ekki
fyrstu skref Byko í Lettlandi
því fyrir er timburfram-
leiðsla sem heyrir undir eign-
arhaldsfélagið Norvik, sem
Byko er hluti af. Ásdís Halla
segir opnun verslananna ekki
upphafið að neinni útrás. Jón
Helgi Guðmundsson, eigandi
Byko, hafi um langt skeið
verið mikið í alþjóðasam-
skiptum og náð þar góðum ár-
angri í fjölþættum verkefnum. Opnun verslan-
anna sé eðlilegt framhald af því starfi.
Óhætt er að fullyrða að mörg krefjandi
verkefni bíða Ásdísar Höllu og hún á eflaust
margt eftir ólært. Hún lítur á það mjög já-
kvæðum augum, uppfull af orku til að takast á
við námið.
Hádegisverður fyrir tvo
á Kaffihorninuí BYKO
Saltfiskréttur Kaffihornsins
ásamt salati og ávöxtum
Drykkir:
Pepsi
Vatn
Kaffi með mjólk
Maturinn var í boði Ásdísar Höllu
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Ásdísi Höllu
Bragadóttur
forstjóra BYKO
Nútíðin er
lykill framtíðar
Þá er þetta komið af stað. Aura-
sálin er lögð af stað í leiðangur-
inn sem mun skila henni á leið-
arenda – í ríkidæmi og fjárhags-
legt öryggi til æviloka. Aurasál-
in er búin að stofna sitt eigið
fyrirtæki.
Aurasálin er orðin gúrú og er
búin að stofna ráðgjafafyrirtæk-
ið: „Samhæfðar heildarlausnir
Group ehf.“ Fyrirtækið fer lík-
lega á markað í haust og í tilefni
af því verður haldin umfangs-
mikil kynning fyrir fagfjárfesta
í vor og í kjölfarið á því verður
haldið svalasta partí sem sögur
fara af á Íslandi. Aurasálin hef-
ur þegar sett sig í samband við
David Beckham og Sylvester
Stallone um að mæta á svæðið.
Hugmyndin er í sem fæstum orð-
um sú að ráðgjafafyrirtækið
muni einbeita sér að framtíðinni
en þó með hliðsjón bæði af þró-
un í fortíð og stöðu í nútíð. For-
tíðin er grunnur framtíðarinnar
og nútíðin er brú á milli fortíðar
og framtíðar. Til þess að rata á
leiðarenda þurfa bæði markmið
og stefnumið að liggja fyrir,
ásamt kostgæfnisathugun og
næmnigreiningu.
Aurasálin telur að margir í við-
skiptalífinu vanmeti nútíðina, of-
meti framtíðina og líti algjörlega
framhjá fortíðinni. Þetta getur
haft mjög alvarlegar afleiðingar
og getur komið í veg fyrir að
heildrænar alþjóðlegar og hlið-
rænar lausnir nái fram að ganga
með tilheyrandi samþættingu,
hagræðingu og EBITDA fram-
legð. Með því að binda fortíð og
framtíð saman með nútíðina að
leiðarljósi skapast möguleiki til
samlegðaráhrifa milli hins liðna,
þess ókomna og hins framliðna.
Aurasálin spáir því að fyrirtæki
morgundagsins séu þau fyrir-
tæki dagsins í dag sem ekki hafa
gleymt gærdeginum. Með sam-
þættingu verður frumkvæði og
með frumkvæði verður fram-
sækni. Með framsækni verða
framfarir og með framförum
verður samþætting og úr sam-
þættingu skapast heildrænt al-
hliða umhverfi sem er í senn
klassískt, nútímalegt og framtíð-
arhneigt. Með þessum áherslum
hyggst Aurasálin brúa bilið milli
fortíðar og framtíðar með nútíð-
inni.
En Aurasálin veit að þekking á at-
vinnulífinu er ekki nóg til að ná
árangri sem framsækinn og nú-
tímalegur ráðgjafi. Allar lausnir
þurfa að vera í senn viðmótsþýð-
ar og bjóða upp á alhliða heildar-
innleiðingu sem tryggja bæði
einsleita og fjölbreytta sýn á
upplýsingar og verkferla. Hver
verkaðili mun innan kerfis Aura-
sálarinnar geta þjónustað hvern
þjónustuaðila og eiga greiðan að-
gang að þeim ráðgjafaraðilum
sem eru aðilar að hverju máli.
Nútíð og framtíð Aurasálarinnar
eru tryggðar.
A U R A S Á L I N
Ásdís Halla Bragadóttir
Fæðingardagur: 6. júlí 1968
Maki:Aðalsteinn Jónasson
Börn:Jónas Aðalsteinn 15 ára
og Breki 6 ára
ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR „Það er mjög gaman að fara úr pólitík og inn í viðskiptalífið og móta einhverja strauma og
stefnur þar.“
Nýtir
tækifærin
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ar
i