Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 16

Fréttablaðið - 30.07.2005, Side 16
Illugi Jökulsson gerir það að um- talsefni í blaðagrein í Fréttablað- inu sl. þriðjudag að ég undirrituð, Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður Blaðamannafélags Íslands, hafi haft skoðun á því sem hann kall- ar „hitamál stéttarinnar“, semsé því hversu langt eigi að ganga í nafn- og myndbirtingum. Illugi spyr hvort ég sé enn sama sinnis. Já, skoðun mín er óbreytt. Fjöl- miðlar eiga að fara varlega í mynd- og nafnbirtingum eða að kveða upp „dóma“ um fólk áður en sekt þess er sönnuð fyrir dóm- stólum, þ.e. þar til bærum yfir- völdum. Fjölmiðlar eiga að taka tillit til m.a. laga, dóma og al- menningsálits. ■ 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A F I 0 1 3 7 2 7 Vantar þig... YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI. SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTA- BLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU Á SKILABOÐUM ÞÍNUM. AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á VISIR.IS. PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ Stærstu eigendur Exista, sem verður kjölfestufjárfestir Sím- ans, eru Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, sem hafa leitt sigur- göngu framleiðslufyrirtækisins Bakkavarar. Ágúst er fæddur árið 1964 en Lýður bróðir hans er fæddur 1967 og standa þeir bræður sitt- hvoru megin við fertugt nú þeg- ar þeir hafa byggt upp alþjóð- lega fyrirtækið Bakkavör, auk þess að vera stórir fjárfestar í KB banka, Flögu og nú síðast í Símanum. Bakkavör byrjaði sem hrognafyrirtæki, en með kaup- um á Katsouris í Bretlandi og sölu sjávarútvegshluta var stefnan tekin á framleiðslu tilbú- inna rétta, sem er markaður sem þeir bræður telja munu vaxa verulega á næstu árum. Bræð- urnir voru sitt hvoru megin við tvítugt þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Eins og fleiri íslensk- ir athafnamenn sóttu þeir ekki framhaldsmenntun í viðskiptum eftir framhaldsskóla, en Lýður var í Versló á sama tíma og fleiri sem hafa látið að sér kveða, svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Ágúst var ár í Frakklandi og sótti nám fyrir leiðsögumenn. Hann hefur, þrátt fyrir miklar annir í fyrirtækinu, farið sem leiðsögumaður í gönguferðum um landið og er mikill áhuga- maður um útivist. Sigurganga Bakkavarar var þó ekki tóm sæluganga. Þeir bræður máttu hafa mikið fyrir því að halda því á floti í upphafi. Það hefur einkennt þá frá upphafi að þeir hafa skýra sýn á framtíð- ina og stefnan var sett á að byggja fyrirtækið upp og stefna á mikinn vöxt. Sú sýn hefur gengið eftir og stefnir fyrir- tækið á að verða alþjóðlegt stór- fyrirtæki í matvælageiranum. Enda þótt þeir bræður hafi haft mikla trú á framtíð Bakkavarar dugði það ekki til eitt og sér. Fleiri þurftu að hafa trú á þeim bræðrum ef draumur þeirra átti að verða að veruleika. Tveir menn léku lykilhlutverk við uppbyggingu fyrirtækisins. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður KB banka, hafði trú á þeim bræðrum og studdi Kaup- þing undir forystu Sigurðar upp- byggingu félagsins. Því gleymdu þeir bræður ekki og gerðust kjöl- festufjárfestar í Kaupþingi þegar þeir keyptu hlut Spron í Meiði, sem nú heitir Exista. Hinn sem reyndist þeim vel í krafti þáverandi starfs síns er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Brynjólfur var forstjóri Granda og keypti Grandi í Bakkavör á tímapunkti sem var mikilvægur fyrir framtíð félags- ins. Margir telja að kaup Exista á Símanum nú séu líkt og þegar þeir keyptu í Kaupþingi leið þeirra bræðra til að þakka fyrir sig. Hitt er annað að þótt þakkar- hugur kunni að fylgja kaupunum eru þeir bræður sjóaðir rekstr- armenn og kaupin í KB banka hafa skapað þeim mikinn auð. Það mætti því allt eins líta svo á að reynsla þeirra af samstarfi við Brynjólf og Sigurð ráði því að þeir telji fjármunum sínum vel varið undir þeirra stjórn. Bræðurnir eru ólíkar persón- ur. Ágúst er opinn og afar laginn við samskipti, en Lýður er hæg- ari, talnaglöggur og mikill rekstrarmaður. Við stjórn Bakkavarar hafa þeir reynst sterk eining, þar sem styrkur hvors um sig hefur notið sín við uppbyggingu fyrirtækisins. Mikil umsvif í viðskiptalífi kalla oft á átök og að andstæðingar hafi uppi lítt fögur orð hver um annan. Þeir bræður láta lítið yfir sér í þeim efnum og þeir sem hafa átt við þá viðskipti og sam- skipti tala einkar vel um þá. Þeir þykja traustir og heiðarlegir en væru vart þar sem þeir eru í dag ef þeir væru ekki jafnframt fylgnir sér. Í viðskiptum Bakkavarar í Bretlandi hefur þeim tekist að byggja upp traust viðskipta- sambönd við stærstu matvæla- keðjurnar, svo sem Tesco, sem er sú matvöruverslanakeðja í Bret- landi sem hefur vaxið mest og er í mestum útrásarhug. Þeir bræður hafa átt góð samskipti við lykil- menn fyrirtækisins og eru í persónulegum vinskap við marga lykilstjórnendur Tesco. Það sterka samband hefur reynst þeim far- sælt fram til þessa og mun leiða til þess að Bakkavör mun fylgja Tesco sem framleiðandi við upp- byggingu Tesco sem alþjóðlegs verslunarfyrirtækis. ■ MENN VIKUNNAR Traustir bræ›ur en ólíkir MENN VIKUNNAR ÁGÚST OG LÝÐUR GUÐMUNDSSYNIR, KJÖLFESTUFJÁRFESTAR Í SÍMANUM. TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Já, sko›un mín er óbreytt ARNA SCHRAM BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN NAFN- OG MYND- BIRTINGAR Í FJÖLMIÐLUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.