Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.07.2005, Qupperneq 16
Illugi Jökulsson gerir það að um- talsefni í blaðagrein í Fréttablað- inu sl. þriðjudag að ég undirrituð, Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður Blaðamannafélags Íslands, hafi haft skoðun á því sem hann kall- ar „hitamál stéttarinnar“, semsé því hversu langt eigi að ganga í nafn- og myndbirtingum. Illugi spyr hvort ég sé enn sama sinnis. Já, skoðun mín er óbreytt. Fjöl- miðlar eiga að fara varlega í mynd- og nafnbirtingum eða að kveða upp „dóma“ um fólk áður en sekt þess er sönnuð fyrir dóm- stólum, þ.e. þar til bærum yfir- völdum. Fjölmiðlar eiga að taka tillit til m.a. laga, dóma og al- menningsálits. ■ 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A F I 0 1 3 7 2 7 Vantar þig... YFIR 150.000 ÍSLENDINGAR LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI Á HVERJUM DEGI. SMÁAUGLÝSING Í FRÉTTA- BLAÐINU ER ÓDÝR OG ÁHRIFARÍK LEIÐ SEM TRYGGIR MESTU HUGSANLEGU ÚTBREIÐSLU Á SKILABOÐUM ÞÍNUM. AUGLÝSINGIN ER AUK ÞESS BIRT ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Á VISIR.IS. PANTAÐU SMÁAUGLÝSINGAR Í SÍMA 550 5000 EÐA Á VISIR.IS. – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ Stærstu eigendur Exista, sem verður kjölfestufjárfestir Sím- ans, eru Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, sem hafa leitt sigur- göngu framleiðslufyrirtækisins Bakkavarar. Ágúst er fæddur árið 1964 en Lýður bróðir hans er fæddur 1967 og standa þeir bræður sitt- hvoru megin við fertugt nú þeg- ar þeir hafa byggt upp alþjóð- lega fyrirtækið Bakkavör, auk þess að vera stórir fjárfestar í KB banka, Flögu og nú síðast í Símanum. Bakkavör byrjaði sem hrognafyrirtæki, en með kaup- um á Katsouris í Bretlandi og sölu sjávarútvegshluta var stefnan tekin á framleiðslu tilbú- inna rétta, sem er markaður sem þeir bræður telja munu vaxa verulega á næstu árum. Bræð- urnir voru sitt hvoru megin við tvítugt þegar þeir stofnuðu fyrirtækið. Eins og fleiri íslensk- ir athafnamenn sóttu þeir ekki framhaldsmenntun í viðskiptum eftir framhaldsskóla, en Lýður var í Versló á sama tíma og fleiri sem hafa látið að sér kveða, svo sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Ágúst var ár í Frakklandi og sótti nám fyrir leiðsögumenn. Hann hefur, þrátt fyrir miklar annir í fyrirtækinu, farið sem leiðsögumaður í gönguferðum um landið og er mikill áhuga- maður um útivist. Sigurganga Bakkavarar var þó ekki tóm sæluganga. Þeir bræður máttu hafa mikið fyrir því að halda því á floti í upphafi. Það hefur einkennt þá frá upphafi að þeir hafa skýra sýn á framtíð- ina og stefnan var sett á að byggja fyrirtækið upp og stefna á mikinn vöxt. Sú sýn hefur gengið eftir og stefnir fyrir- tækið á að verða alþjóðlegt stór- fyrirtæki í matvælageiranum. Enda þótt þeir bræður hafi haft mikla trú á framtíð Bakkavarar dugði það ekki til eitt og sér. Fleiri þurftu að hafa trú á þeim bræðrum ef draumur þeirra átti að verða að veruleika. Tveir menn léku lykilhlutverk við uppbyggingu fyrirtækisins. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður KB banka, hafði trú á þeim bræðrum og studdi Kaup- þing undir forystu Sigurðar upp- byggingu félagsins. Því gleymdu þeir bræður ekki og gerðust kjöl- festufjárfestar í Kaupþingi þegar þeir keyptu hlut Spron í Meiði, sem nú heitir Exista. Hinn sem reyndist þeim vel í krafti þáverandi starfs síns er Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Brynjólfur var forstjóri Granda og keypti Grandi í Bakkavör á tímapunkti sem var mikilvægur fyrir framtíð félags- ins. Margir telja að kaup Exista á Símanum nú séu líkt og þegar þeir keyptu í Kaupþingi leið þeirra bræðra til að þakka fyrir sig. Hitt er annað að þótt þakkar- hugur kunni að fylgja kaupunum eru þeir bræður sjóaðir rekstr- armenn og kaupin í KB banka hafa skapað þeim mikinn auð. Það mætti því allt eins líta svo á að reynsla þeirra af samstarfi við Brynjólf og Sigurð ráði því að þeir telji fjármunum sínum vel varið undir þeirra stjórn. Bræðurnir eru ólíkar persón- ur. Ágúst er opinn og afar laginn við samskipti, en Lýður er hæg- ari, talnaglöggur og mikill rekstrarmaður. Við stjórn Bakkavarar hafa þeir reynst sterk eining, þar sem styrkur hvors um sig hefur notið sín við uppbyggingu fyrirtækisins. Mikil umsvif í viðskiptalífi kalla oft á átök og að andstæðingar hafi uppi lítt fögur orð hver um annan. Þeir bræður láta lítið yfir sér í þeim efnum og þeir sem hafa átt við þá viðskipti og sam- skipti tala einkar vel um þá. Þeir þykja traustir og heiðarlegir en væru vart þar sem þeir eru í dag ef þeir væru ekki jafnframt fylgnir sér. Í viðskiptum Bakkavarar í Bretlandi hefur þeim tekist að byggja upp traust viðskipta- sambönd við stærstu matvæla- keðjurnar, svo sem Tesco, sem er sú matvöruverslanakeðja í Bret- landi sem hefur vaxið mest og er í mestum útrásarhug. Þeir bræður hafa átt góð samskipti við lykil- menn fyrirtækisins og eru í persónulegum vinskap við marga lykilstjórnendur Tesco. Það sterka samband hefur reynst þeim far- sælt fram til þessa og mun leiða til þess að Bakkavör mun fylgja Tesco sem framleiðandi við upp- byggingu Tesco sem alþjóðlegs verslunarfyrirtækis. ■ MENN VIKUNNAR Traustir bræ›ur en ólíkir MENN VIKUNNAR ÁGÚST OG LÝÐUR GUÐMUNDSSYNIR, KJÖLFESTUFJÁRFESTAR Í SÍMANUM. TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Já, sko›un mín er óbreytt ARNA SCHRAM BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN NAFN- OG MYND- BIRTINGAR Í FJÖLMIÐLUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.