Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.09.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 STJÓRNMÁL Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á miðviku- dagskvöld var ákveðið að halda opið stuðningsmannaprófkjör vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík helgina 11.-12. febrúar. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort allir sem lýsa yfir stuðningi við Samfylkingu megi kjósa, eða hvort kosning verði opin öllum. Einnig er prófkjörið opið fram- bjóðendum, þar sem óflokks- bundnir fulltrúar geta boðið sig fram, hafi þeir stuðning 30-50 fé- laga í flokknum. Því hefur verið haldið fram að sú regla sé hönnuð til að auðvelda Degi B. Eggerts- syni borgarfulltrúa að bjóða sig fram í prófkjörinu. Dagur segir slíkt ekki líklegt. „Ef ég væri að hugleiða framboð, myndi ég bara ganga til liðs við flokk,“ segir Dagur. Hann útilokar ekki frekari þátttöku í pólitík, en segir ekkert hafa breyst nú. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sem býður sig fram í fyrsta sæti list- ans, segist ánægð með að próf- kjörið verði opið. Það sé einnig gott „með hagsmuni heildar og flokks að leiðarljósi“ að það fari ekki fram fyrr en eftir áramót. Þar með gefist svigrúm til að fá sem flesta að því. Stefán Jón Hafstein, sem sæk- ist einnig eftir fyrsta sætinu, seg- ist mjög ánægður með að hafa prófkjörið opið, það styrki bæði flokkinn og hans stöðu. Við dag- setninguna er hann hins vegar ósáttur. „Því fyrr sem við eyðum óvissuþáttum, því betra. Ég reyndi ekki að vinna gegn tillög- unni en hefði frekar kosið að klára þetta í nóvember með Sjálfstæðis- flokknum.“ -ss, aa Stuðningsmannaprófkjör Samfylkingarinnar verður haldið í febrúar: Dagur útilokar ekki frambo› SKORAR OG SKORAR Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir sænska liðið Halmstad og í gær var hann á skotskónum með liðinu í Evrópukeppninni. Hér sést Gunnar Heiðar skora gegn Sporting frá Portúgal. SJÁ SÍÐU 32 don’t play this Nýja platan er komin í verslanir Skífunnar VÍÐA VÆTA nú í morgunsárið. Styttir smám saman upp sunnan og vestan til, annars rigning eða skúrir. Milt í dag en kólnar á ný í nótt. VEÐUR 4 FÖSTUDAGUR 30. september 2005 - 263. tölublað – 5. árgangur KEMUR Í DAG Á DVD Í VERSLANIR Hvað vill unga kynslóðin hafa í Vatnsmýrinni Miklar vangaveltur eru um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þorri ungu kynslóðarinnar vill flugvöll- inn burt og horfir hýru auga til svæðisins. FÓLK 44 Tínir skelfiskinn sjálf RÓSA GUÐNÝ ÞÓRSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS matur ● tilboð ● langur laugardagur ▲ Milljar›ar í aukinn kostna› Vatnsagi og misgengi í jar›lögum hefur tafi› borun ganga Kárahnjúkavirkjunar. Impregilo og Landsvirkj- un semja um vi›bótarkostna› vegna verksins. Uppl‡singafulltrúi virkjunarinnar segir a› ekki sjái fyrir endann á kostna›i tengdum framkvæmdunum. Fyrir dyrum stendur a› fylla ne›anjar›arhelli af steypu. VIRKJANIR Samningaviðræður standa yfir milli ítalska verktaka- fyrirtækisins Impregilo og Lands- virkjunar vegna viðbótarkostnað- ar við borun aðrennslisganga úr Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Ekki fæst uppgefinn kostnaður en hann gæti hlaupið á milljörðum króna. Borun við Kárahnjúka- virkjun hefur tafist vegna vatnsaga í göngum og misgengis í jarðlögum. Tilboð Impregilo í gerð jarð- ganganna hljóðaði upp á 24,5 millj- arða króna og því ljóst að þó verk- ið færi ekki nema tíu prósent fram úr þeirri áætlun væri þar um að ræða tæpa 2,5 milljarða. Sigurður Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Kárahnjúkavirkjunar, seg- ir ljóst að menn sjái ekki fyrir endann á kostnaði tengdum jarð- fræði staðarins, en bætir við að al- vanalegt sé að viðbótarkröfur komi frá verktökum vegna að- stæðna. „Þetta gæti þess vegna kostað milljarð, eða milljarða,“ segir hann. Tölurnar munu þó ekki vera svo háar að þær geti haft áhrif á hagkvæmnisútreikninga virkunarinnar. „Upphafleg áætlun gerir ráð fyrir 8 til 10 milljörðum í ófyrirséðan kostnað og við ekki farnir að nota nema lítið af því.“ Sigurður segir álitamálum vísað til sérstakrar óvilhallrar úrskurð- arnefndar deilumála, komist fyrir- tækin ekki að samkomulagi. Sigurður segir fyrirséða þriggja vikna seinkun til viðbótar hjá borvél tvö sem sé að komast í gegnum síðasta slæma misgengið sem tafið hefur. „En þá er hellir fyrir framan og af öryggisástæð- um þora menn ekki að láta hann fara í gegnum tómarúmið heldur vilja fylla það af steypu sem síðan verður borað í gegnum.“ Þetta er gert svo laust grjót falli ekki á vélar eða menn fyrir neðan. „Allt eru þetta hlutir sem eftir er að ræða við verktakann hvernig leystir verða fjárhagslega.“ Sig- urður segir fyrirtækið hafa haldið þeirri stefnu að gefa ekki upp nema fyrstu upphæðir tilboða. „Það er til þess að verktakar séu ekki að velta því fyrir sér hvernig kröfugerð gangi hver hjá öðrum, en oft er mikið samningastapp í kringum þetta og sýnist sitt hverj- um.“ - óká Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! VEÐRIÐ Í DAG Lærir af reynslunni PÁLL ÓSKAR: ● dans ● leikhús ● tíska ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG AF FUNDI FULLTRÚARÁÐS Samfylkingin heldur opið stuðningsmannaprófkjör í febrúar. Seðlabankinn hækkar vexti: Ver›bólgan vonbrig›i EFNAHAGSLÍF „Það eru nokkur vin- brigði að þrátt fyrir verulega hækkun stýrivaxta Seðlabankans allt frá því í maí á síðastliðnu ári eru verðbólguhorfur til næstu tveggja ára enn óviðunandi,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í gær. Þetta benti til þess að þörf væri á að auka að- hald peningamálastefnunnar enn frekar. „Bankinn hefur því ákveð- ið að hækka stýrivexti sína um 0,75 prósent.“ Þetta er meiri hækkun en grein- ingardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir. Frá og með 4. október verða stýrivextir Seðlabankans því 10,25 prósent og hafa hækkað um 4,95 prósent frá því í maí 2004. Í dag er síðasti vinnudagur Birgis Ísleifs í Seðlabankanum. „Ég horfi bara glaður fram á það að hætta og snúa mér að ein- hverju öðru,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. -bg / sjá síðu 30 Eltir Þórhall í Efstaleitið Sjónvarpskonan Jóhanna Vilhjálmsdóttir eltir sinn fyrrverandi samstarfs- mann, Þórhall Gunn- arsson, í Sjónvarpið og mun hún verða einn af umsjónar- mönnum Torgsins. FÓLK 50 Húmor ekki afsal alvöru Þegar Davíð Oddsson hætti afskiptum af stjórnmálum 27. september, voru mikil tímamót. Hann hafði háð marga orrustuna og jafnan fengið sigur. Í DAG 24 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A FP Eiður Smári er handarbrotinn Eiður Smári Guðjohnsen, fyr- irliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, handar- brotnaði á æfingu með Chelsea fyrir skemmstu en þarf þó ekki að taka sér frí frá æfingum eða keppni. ÍÞRÓTTIR 32 RISABOR VIÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Bor- arnir sem notaðir eru við jarðgangagerðina eru engin smásmíði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.