Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 30

Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 30
Egg þarf að sjóða í 2-3 mínútur til þess að þau verði linsoðin en 10-15 mínútur til þess að verða harðsoðin.[ ] Námskeiðin byrjuð! Skráning í síma 533 1020 SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Íbú› breytt í kaffihús Það er heimilislegt á Babalú við Skólavörðustíg. Babalú er nýtt kaffihús við Skólavörðustíg og stemmningin þar er mjög notaleg. „Við erum sex sem eigum kaffihúsið en fjórir af okkur sjá um rekstur- inn. Við opnuðum föstudaginn 16. september og það hefur bara gengið vel,“ segir Hall- grímur Hannesson, einn eig- enda Babalú. Hann segir að hugmyndin hafi upphaflega komið frá Rafael Iba–es sem er einn af eigendunum sex og er frá Sviss. Hinir hafi svo ákveð- ið að taka þátt í þessu með honum. „Það er mjög heimilis- legt hjá okkur. Húsgögnin koma héðan og þaðan og sumt af dót- inu sem við notum fengum við á staðnum því það var gömul kona sem bjó hér uppi á lofti sem skildi þetta eftir.“ Babalú er opið frá klukkan átta á morgnana til hálf tólf á kvöldin á virkum dögum en frá tíu til hálf tólf um helgar. Þar er hægt að fá franskar pönnukök- ur, baguette, súkkulaðikökur og margt fleira. Hallgrímur er bjartsýnn á framtíð Babalú. „Við ætlum að vera með fjölbreytta dagskrá í næsta mánuði. Það verður meðal annars bingókvöld, lit- himnulestur og ýmislegt fleira.“ Vín frá Gallo hafa verið feikivinsæl á Íslandi um árabil. Ein söluhæsta lína af vínum frá fyrirtækinu heitir Sierra Valley. Kassavín úr þrúgunum caber- net sauvignon og chardonnay hafa fengist hér um nokkurt skeið við mikl- ar vinsældir og nú hefur bæst við í vín- búðirnar kassavín úr þrúgunni White Grenache og fæst það í flestum stærri vínbúðum. Þrúgurnar í Sierra Valley vínunum koma frá Central Valley í Kaliforníu en dalurinn liggur við fætur hins goð- sagnakennda fjallgarðs Sierra Nevada. Þar skín sólin allt árið um kring og hit- inn getur orðið mikill á daginn en kóln- að svo mjög á nóttunni og hentar þetta loftslag afar vel til að framleiða ávaxtarík og frískleg vín. Andstæðurn- ar í loftslaginu endurspeglast í vínun- um. Vínin eru ódýr og auðdrekkanleg og henta vel í boð og með fjölbreyttum mat. E&J Gallo Sierra Valley White Grenache er laxableikt, hálfsætt með léttum frískum ávaxtatónum. Verð í vínbúðum 2.890 kr. SIERRA VALLEY WHITE GRENACHE: Hagstætt rósavín í kassa Rafael afgreiðir gesti og gangandi á Babalú. Stemningin er mjög notaleg á Babalú sem sjá má. Babalú á Skólavörðustíg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.