Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 38
4 ■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Notar handryksuguna í allt Björk Jakobsdóttur leikkonu finnst ómissandi að hafa handryksugu í eldhúsinu. Hrærivél með stóru hái EINSTAKT ELDHÚSÁHALD KOM FULLHANNAÐ FRAM Á SJÓNAR- SVIÐIÐ OG NÁLGAST AÐ VERA FULLKOMIÐ. Talið er að hina sígildu KitchenAid hrærivél megi finna á um sjötíu pró- sentum heimila á Íslandi. Fá vörumerki hafa verið eins vel kynnt fyrir Ís- lendingum og KitchenAid enda hafa verið til slíkar matvinnsluvélar hér- lendis í sjötíu og fimm ár og kynslóðum saman hafa konur sannfært dætur sínar um að það sé ekkert vit annað en að eiga KitchenAid. Vélin er miklu meira en hrærivél og má kalla hana alhliða vél til heimilis- nota því fylgihlutirnir með henni eru óþrjótandi. Má þar nefna djúspressu, pastagerðarsett, kvörn, dósahníf, hakkavél, rifjárn, berjapressu og ísgerðar- vél. KitchenAid-fyrirtækið var stofnað árið 1908 þegar Joseph nokkur Hobart þurfti nauðsynlega að finna upp tæki til að blanda deig. Kitchen- Aid hrærivél var eitt af fyrstu rafmagnstækjum til heimilisnota sem bárust hingað til lands. Íslendingar tóku þátt í samkeppni um hvar elstu KitchenAid-hrærivél í Evrópu væri að finna og var hún á Akranesi. Konan sem átti vélina sagði að þegar henni áskotnaðist þessi merkisgripur hefði aðeins verið eitt hús á Akranesi þar sem rafmagn var og þangað hefði hún farið á sunnudögum til að hræra í vélinni sinni. Vélarnar eru sterkar og vandaðar og fást auk þess í ýmsum skemmtilegum litum. Einar Farestveit er umboðsaðili KitchenAid á Íslandi og selur auk hinna frægu hrærivéla ýmis önnur tæki frá þessu gæðavörumerki. Mjúklokun á skúffur & skápahurðir Mjúklokun til öryggis og þæginda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI sígild eldhúsáhöld } „Ætli handryksugan sé ekki uppá- halds eldhústækið mitt,“ segir Björk hugsi þegar hún er spurð hvaða eldhústæki sé í mestu uppá- haldi. „Ryksugan hefur staðið í eld- húsinu síðan ég uppgötvaði hana og mér þykir mjög vænt um hana. Það er alveg nauðsynlegt að eiga svona græju því þá þarf ég ekki alltaf að draga fram stóra skrímslið þótt eitthvað detti á gólfið,“ segir Björk og bætir því við að það sé aðallega sóðaskapur eftir hundinn sem kalli á ryksuguna góðu. „Ég á eiginlega þrjár ryksugur. Ég á stóra ferlíkið sem hefur agalega hátt. Svo á ég hundinn sem er svona lífræn ryksuga og svo á ég handryksug- una. Hundurinn tínir upp allt sem fer á gólfið í eldhúsinu en hann er hins vegar ekki nógu duglegur við að hreinsa upp sóðaskapinn eftir sjálfan sig. Þá kemur handryksug- an að góðum notum. Annars ætlaði ég aldrei að kaupa svona græju. Mamma var búin að segja mér í þrjú ár að kaupa handryksugu en mér fannst það alltaf algjör óþarfi. Í dag þakka ég henni kærlega fyrir þessa ábendingu því handryksugan hefur forðað mér frá mörgum ferð- um með stóra ryksuguhlunkinn milli hæða,“ segir Björk og viður- kennir að hún standi oft kengbogin í eldhúsinu og ryksugi gólfið með handryksugunni í stað þess að sækja þá stóru. „Fyrir vikið er ég alltaf með vöðvabólgu og farlama í bakinu, en það er alveg þess virði,“ segir hún. Björk með ryksuguna góðu og hundinn. Nú er vinsælt að setja skúffubrautir með dempara til að fá mjúklokun á skúffur og skápahurðir. Skúffurnar eða hurðirnar skella þá ekki aftur með látum og minni líkur eru á að litlir puttar klemmist. Demparinn tekur við þegar skúffan er að fara að lokast, pressar á móti þannig að hún leggst varlega aftur. Þessa nýj- ung má einnig fá fyrir hurðir með svokölluðum mjúklokunarlömum. Til að vernda forvitna fingur má líka fá grind sem er sett fremst á eldavélina og varnar því að börn nái taki á pottum og pönnum. H.G. Guðjónsson. Grind sem sett er fremst á eldavélina. Hún varnar því að börn geti teygt sig í pottana og rifið þá niður. TIL VINSTRI: Hönnunin tekur við skúffum og skápahurðum, pressar á móti svo að hvort tveggja lokist á ljúfan máta. TIL HÆGRI: Skúffubrautir með dempara. Axis. H.G. Guðjónsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.