Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 43

Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 43
■■■■■■■■■■■■ { hús & heimili } ■■ 9 Hvar á að byrja? Í eldhúsdeildinni í Ikea má finna skemmtileg horn þar sem gott er staldra við og raða upp hugmyndum að nýja eldhúsinu sínu með kubbum. Eftir að búið er að forma grunnteikning- una í réttum mælieiningum er hægt að raða eldhúsinnréttingunni í forritið og skoða í þrívídd. Á vefsíðu Ikea má finna teikniforrit sem auðveldar skipulagningu á nýju eldhúsi. GAKKTU ÚR SKUGGA UM AÐ ALLT PASSI. ENGINN VILL ELD- HÚSINNRÉTTINGU SEM NÆR FRAM Í BORÐSTOFU. Að skipuleggja framtíðareldhúsið sitt er vandaverk. Sumum reynist erfitt að sjá fyrir sér hvernig hugmyndin kem- ur til með að líta út að verki loknu. Í eldhúsdeildinni í Ikea má finna eins konar púsluspil úr kubbum þar sem hægt er að raða upp hugmyndum að skipulagi í eldhúsi á einfaldan hátt. Einnig má finna á heimasíðu Ikea ein- falt teikniforrit sem reynist mikil hjálp við að koma hugmyndunum niður á blað. Forritið veitir yfirsýn yfir fram- kvæmdir og einfaldar það að koma hugmyndunum í orð. Í teikniforritinu er byrjað á að setja inn lengd, stærð og lögun rýmis. Þá er sett inn stað- setning á gluggum og hurðum í rétt- um hlutföllum og svo er hægt að hefjast handa við að púsla inn inn- réttingum og eldhústækjum. Hægt er að skoða framtíðareldhúsið í þrívídd.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.