Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 44
10 ■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Eins og úrvalið og möguleikarnir eru núna ættu allir að fá þann eld- húsvask sem þeim hentar best. Al- gengastir eru þeir úr stáli, enda eru þeir sterkir og endingargóðir. Ný efni hafa þó verið að ryðja sér til rúms, eins og silgranít og corian. Silgranít er sterkara efni en stálið og er framleitt í nokkrum litum. Corian er efni sem hægt er að móta hvernig sem er og algengt er að fólk láti smíða vask og borð- plötu úr Corian-efninu. Alltaf sækjast einhverjir eftir að hafa vaskana undir borðplötunni þannig að vaskurinn er ekki eins áberandi, á meðan aðrir sækjast eftir stórum vaski sem lætur mikið fyrir sér fara. Postulínsvaskar sem notaðir voru hér mikið áður fyrr eru að mestu leyti horfnir og eru sérpantaðir að utan ef fólk sækist eftir þeim. Gallinn við postulíns- vaskana er sá að það brotnar mikið upp úr þeim, enda eldhús- vaskar oft undir miklu álagi. Búið vel um uppvaskið Eldhúsvaskar af öllum stærðum og gerðum. Hefðbundinn ferkantaður stálvaskur, IKEA. Tvískiptur vaskur úr IKEA. Vaskur í Húsasmiðjunni sem minnir á væng af fiðrildi. Tvískiptur stálvaskur í Húsasmiðjunni. Skemmtilega kringlóttur og lítill vaskur sem hentar vel í lítið rými. Fæst í IKEA. Silgranit vaskur sem fæst í mörgum litum í Húsasmiðjunni. Fallegur hvítur og djúpur vaskur úr IKEA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.