Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 30.09.2005, Qupperneq 56
„Ég lít á þetta sem partí og hef meiri ánægju af að fá fólkið í heimsókn en að fá einhverjar gjafir,“ segir Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, sem býður um 200 manns til stórveislu í félagsheimil- inu Klifi í kvöld í tilefni af fertugsafmæli sínu. „Ég sagði að vísu konunni minni að mig vantaði gönguskó því nú er rjúpnaveiðitíminn að byrja,“ segir Kristinn, en rjúpan er eini fuglinn sem hann skýtur. „Það er mjög erfitt að skjóta fyrstu rjúpuna en eftir það kemur drápseðlið upp í manni,“ segir Kristinn hlæjandi en áréttir þó að hann skjóti ekki fugla sér til skemmtunar heldur ein- ungis í matinn. Þegar Kristinn tók við sem bæjarstjóri árið 1998 var hann yngstur bæjar- stjóra á landinu en nú, sjö árum síðar, hefur hann einna lengstan starfsaldur þeirra. Kristinn er fæddur og uppalinn Dýrfirðingur og á ekki langt að sækja áhugann á sveitarstjórnar- málum enda var faðir hans sveitarstjóri á Þingeyri í um 30 ár. „Þegar ég tók við árið 1998 var mikið af húsnæði til sölu og tónninn sá að fólkið væri frekar að fara,“ greinir Kristinn frá en seg- ir að töluverðar breytingar hafi orðið síðan þá. Nú sé enginn að fara og allir að koma og mikið og jákvætt andrúmsloft. „Það er stór- sigur,“ segir Kristinn og þakkar þennan árangur meðal annars bættum sam- göngum enda voru Hval- fjarðargöngin opnuð fyrir sjö árum. Sveitarstjórnarmálin eru Kristni hugðarefni en þess utan sinnir hann þó öðrum áhugamálum. „Þó að það hljómi hallærislega er það fjölskyldan,“ segir Kristinn, sem einnig er áhugamaður um golf. „En það nær ekki mikið lengra. Það er alltaf takmark á hverju vori að standa sig betur, en það gengur ekki upp,“ segir Kristinn, sem eyðir löngum stundum í sumarbústað sínum á Arnarstapa. Kristinn hefur einnig gaman af að ferðast en fór í sumar í fyrsta sinn til Dan- merkur. „Ég skildi það þá af hverju Íslendingarnir voru svona ánægðir að vera í Kaupmannahöfn í gamla daga,“ segir Kristinn og hlær en hann heillaðist bæði af landi og þjóð. ■ 28 30. september 2005 FÖSTUDAGUR JAMES DEAN (1931-1955) lést þennan dag. Vantar skó í rjúpnaveiðina KRISTINN JÓNASSON, BÆJARSTJÓRI Í SNÆFELLSBÆ, ER 40 ÁRA „Dreymdu líkt og þú munir lifa að eilífu, lifðu líkt og þú munir deyja á morgun.“ James Dean var bandarískur leikari og þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum Rebel Without a Cause og Giant. Dean lést langt fyrir aldur fram í bílslysi. timamot@frettabladid.is UNGUR EN REYNSLUMIKILL Þegar Kristinn tók við bæjarstjórastarfinu fyrir sjö árum var hann yngstur bæjarstjóra á landinu. Á þessum degi árið 1994 þurfti að aflýsa leiðtogafundi Boris Jeltsín Rússlandsforseta og Taoiseach Albert Reynolds, forsætisráðherra Írlands, því sá fyrrnefndi hafði sofið yfir sig. Jeltsín var svo almennilegur að leggja lykkju á leið sína í flugi frá Ameríku til Moskvu til að geta hitt Reynolds á Írlandi. Auk forsætis- ráðherrans biðu tveir þingmenn, írskur heiðursvörður og sendi- nefnd frá rússneska sendiráðinu á rauðum dregli og biðu þess að forsetinn mætti í viðhafnarmóttöku. Þeir urðu að hins vegar að gera sér að góðu að hitta aðstoðarforsætisráðherra Rússlands sem tjáði Reynolds að Jeltsín væri enn í fastasvefni. Síðar var honum sagt að forsetinn væri of þreyttur til að mæta en stuttu seinna var Jeltsín sagður veikur. Reynolds sagðist sýna vanlíðan forsetans fullan skilning. Jeltsín var sagður ölkær maður og grunaði marga að hann hefði einfaldlega fengið sér of mikið neðan í því. Hann neitaði því og sagðist einfald- lega hafa sofið yfir sig. Jeltsín var oft á tíðum óútreiknanlegur forseti og áður hafði hann tvívegis stokkið upp á svið til að skemmta gest- um í opinberum athöfnum. Hann dró sig í hlé árið 1999. BORIS JELTSÍN ÞETTA GERÐIST > 30. SEPTEMBER 1994 MERKISATBURÐIR 1148 Bæjarbruni verður á Mýr- um. Þetta er mannskæð- asti eldsvoði á Íslandi þar sem meira en sjötíu manns fórust, meðal ann- ars Magnús Einarsson biskup. 1399 Hinrik IV verður konungur yfir Englandi eftir að Rík- harður II lætur af völdum. 1846 Eter er notað í fyrsta sinn sem svæfingalyf í tann- lækningum. 1954 Tekin er ákvörðun um að láta smíða fyrsta kjarn- orkuknúna kafbát heims, sem bera átti heitið Nautilus. 1966 Sjónvarpið hefur útsend- ingar. 1996 Eldgos hefst í Vatnajökli og stendur í tvær vikur. Þetta er talið fjórða stærsta gosið á tuttugustu öld. Jeltsín sefur yfir sig Ástkær unnusti minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Kjartan Ólafsson Laugarnesvegi 116, Reykjavík, lést að heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 24. september. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarþjónustuna Karitas, s. 551 5606. Sigríður A. Stefánsdóttir Ólafur Kjartansson Unnur Edda Hjörvar Una Dögg Evudóttir Davíð Tryggvason Birta Kjartansdóttir Máni Kjartansson systkini og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og mágkonu, Ingu Ingólfsdóttur Núpalind 6. Gunnlaugur Guðmundsson Elín Gunnlaugsdóttir Heimir Gunnlaugsson Hulda Sigurbjörnsdóttir Egill Gunnar Ingólfsson Kristrún Gunnarsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför Gróu Sólborgar Jónsdóttur frá Stóra-Sandfelli. Jóna Kristbjörg Jónsdóttir, Magnús Stefánsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Ketils Gamalíelsson frá Stað, Ásvöllum 3, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 1. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Grindavíkurkirkju. Guðbjörg S. Thorstensen Hermann Th. Ólafsson Margrét Benediktsdóttir Bjarni G. Ólafsson Hafdís Karlsdóttir Gestur Ólafsson Linda Kristmundsdóttir Sólveig Ólafsdóttir Eiríkur Dagbjartsson Elsa K. Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. www.steinsmidjan.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Svavar Á. Sigurðsson Norðurási 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. september. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 3. október kl. 13.00. Þórhildur Svavarsdóttir Guðmann Hauksson Sigrún Svavarsdóttir Skafti Fanndal Ásgeir Svavarsson Brynja H. Þorsteinsdóttir Ragnar Svavarsson og barnabörn. Frændi okkar, Sigurður Jónsson frá Hólmum, Vopnafirði, verður jarðsunginn laugardaginn 1. október kl. 14.00 frá Vopnafjarðarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Runólfsdóttir. ANDLÁT Ágústa Sigurðardóttir Powers lést í Oviedo, Flórída, þann 5. september. Út- förin hefur farið fram í kyrrþey. Kjartan Ólafsson, Laugarnesvegi 116, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardag- inn 24. september. Hjálmar Guðbjörnsson, bifreiðastjóri, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést á Land- spítalanum við Hringbraut mánudaginn 26. september. Jakob Guðmundsson, frá Hæli, Dvalar- heimili aldraðra, Borgarnesi, lést mánu- daginn 26. september. Jens G. Jónsson, Flókagötu 56, Reykja- vík, lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 27. september. Jón Jakobsson, Laugarnesvegi 89, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 27. september. Sigurður Þórir Þórarinsson, tónlistar- maður, Hafnarstræti 45, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 27. september. Svavar Á. Sigurðsson, Norðurási 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. septem- ber. JAR‹ARFARIR 13.00 Þorkell Máni Þorkelsson, Ránar- götu 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Einar Kr. Pálsson, sjóntækjafræð- ingur, Oddeyrargötu 14, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Gísli Viðar Harðarson, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður, Óðinsvöll- um 4, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Þorsteinn Hjartarson, vélstjóri, Stekkjarholti 18, Akranesi, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Guðrún Einarsdóttir, fyrrverandi kaupmaður, Hofteigi 30, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdótt- ir (Leifa), Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 15.00 Unnur Gréta Ketilsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.