Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 67

Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 67
FÖSTUDAGUR 30. september 2005 Sími 533-1100 - www.broadway.is Miðaverð 1000 í forsölu 1500 við innganginn laugardaginn 1. október ALLIR Á BALL OG VERÐUM Í STUÐI MEÐ H E T J U N U M hljómsveitin eftir bolta kemur ball stórmeistara dansleikur Allt fullt af djassi Lög Guðmundar Ingólfssonar verða leikin á Guðmundarvöku, sem haldin verður á Hótel Sögu í kvöld í tilefni 30 ára afmælis Jazzvakningar. Tveir píanóleikar- ar, þeir Jon Weber frá Bandaríkj- unum og Hans Kwakkernaat frá Hollandi, sjá um að koma lögum Guðmundar til skila ásamt þeim Birni Thoroddsen gítarleikara, Gunnari Hrafnssyni á bassa og trommaranum Guðmundi Stein- grímssyni. Einnig leikur danski píanóleik- arinn Arne Forchhammer sem um þessar mundir er að senda frá sér nýjan geisladisk. Guðmundarvaka er einn af hápunktum djasshátíðarinnar, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudags- kvöld. Í kvöld verður einnig mikið um að vera á Kaffi Reykavík. Þar verða haldnir tvennir tónleikar. Klukkan hálfellefu stígur þar á svið M & M kvartettinn ásamt þremur gestum. Róbert Þórhalls- son leikur á bassa, Kjartan Valdemarsson á píanó, Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Ólafur Hólm á trommur og Kjartan Guðnason á slagverk, en þau Kristjana Stef- ánsdóttir og Gísli Magnason sjá um sönginn. Þá stígur á svið hljómsveitin Rodent, sem er skipuð Hauki Gröndal saxófónleikara, Jakko Hakala trompetleikara, Lars Thormod Jenset á bassa og Helga Svavari Helgasyni á trommur. Hljómsveitin var stofnuð haustið 2001 þegar Helgi Svavar flutti til Kaupmannahafnar, en þar bjó Haukur fyrir. GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Einn af hápunktum djasshátíðarinnar verður Guðmundar- vaka á Hótel Sögu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.