Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 75

Fréttablaðið - 30.09.2005, Side 75
Debra Messing hefurvarað framleiðendur þáttanna Will & Grace við því að leikarinn Eric McCormack geti verið með óskunda þegar fyrsti þátturinn í nýrri seríu verður sýndur í beinni út- sendingu. Messing segist fullviss um að McCormack fari út fyrir handritið og segi grófan brandara. „Það er það sem ég er hræddust við. Hann er svo fljótur að hugsa og orðin koma bara út og oft er hann mjög fyndinn en líka oft mjög óviðeigandi,“ segir hún. Elton John býður aðdáendum sín-um bestu jólagjöf sem þeir geta hugsað sér, hann sjálfan. Reyndar er gjöfin ekki beinlínis gefins en það kostar kaupandann 850 þúsund pund að fá skemmtiatriði frá Elton. Allur ágóði rennur þó til Alnæmissam- taka söngvarans. Allt að fimm hund- ruð manns mega koma á tónleikana svo lengi sem at- burðurinn er ekki auglýstur. Paris Hilton ætlar sér að gefa útaðra bók en í þetta sinn vill hún að aðdáendur sínir skrifi hana. Bókin mun heita Your heiress diary: Con- fess it all to me og verður framhald af bók hennar, Con- fessions of an heiress. Að hluta til mun nýja bókin innihalda tóma dagbók sem eigendur geta svo skrif- að leyndar- málin sín í. Sharon Osbourne segir Ozzy hafa haldið framhjá sér með barnfóstr- unni kvöldið sem sonur þeirra, Jack, fæddist. „Ozzy var blindfull- ur þegar hann kom á spítalann, hrundi svo niður og fór heim. Að- stoðarmaður minn kíkti við heima til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi en kom að honum í rúm- inu með barnfóstrunni. Hún var ekki falleg ljóska, hún var ljót og gömul belja!“ segir Sharon. Hún segir Ozzy þó að lokum hafa gefist upp á að halda framhjá eftir að hún heimtaði að hann færi í alnæmispróf og lét hann seinna halda að prófið væri jákvætt. „Ég vildi hræða hann og mér tókst það svo sannarlega,“ segir hún. Ozzy og Sharon Osbourne Ozzy hélt framhjá

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.