Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 POSTSENDUM SP0RT&4L S HlEEMMTORGf f Amerískar KULDAÚLPUR fyrir börn og fullorðna MITTISÚLPUR fyrir unglinga og fullorðna Verð síðan fyrir gengisfellingu Blaðið Tíminnfrá upphafi, 58. árgangur með fylgiblöðum, er til sölu. — Einnig margir árgangar af Lesbók Morgun- blaðsins, Andvara, Frev. Búnaðarritinu, Úrvali, Lögbirt- ingablaðinu, Timariti Þjóðræknisfélags tslendinga og mörgum öðrum fleiri timaritum. Tilboð óskast. — Upplýsingar i sima 30329. MULTIPRESS MP-32 Hreinn ávaxtasafi, og berjasaft AAULTIMIX MX-32 Blandar, hrærir o. fl. o. fl. Nauðsynleg tæki á nútíma heimili BRflUfl þegar völ er á nýju grænmeti og ávöxtum Til sýnis ásamt öðrum BRAUN-tækjum í sýningarbás okkar no. 46 á vörusýningunni i Laugardalshöllinni RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS Ægisgötu 9* Símar 1-79-75 & 1-79-76 Er morðið á Robert Kennedy ennþó A / X • oraðin gáta? 1 Kúian, sem drap Robert Kennedy, hæfði hann bak við hægra eyra og splundraðist inn i heilann. örvarnar benda á, hvar hinar kúiurnar tvær hæfðu Kennedy og sést hvernig önnur fór út úr hálsi hans aftur, en hin festist I hálsinum. Það var eina kúlan, sem fannst, og rannsóknir þykja benda til þess, að henni hafi ekki veriö skot- iö úr byssu Shirans. Robert Kennedy var myrtur i Los Angeles 5. júni 1968. Hann hafði þá unnið hinar þýðingar- miklu forkosningar i Kaliforniu, og sá sigur var af mörgum talinn tryggja honum greið- færa leið að forsetaemb- ættinu. I aðalsal Ambassador-hótelsins ávarpaði hann stuöningsmenn sina, og hélt slðan gegnum eld- húsálmuna til fundar við blaða- menn annars staðar i hótelinu. En á þeirri leið ruddi sér skyndilega fram maður, sem hafði falizt inn- an um eldhússtarfsfólkið, hrópaöi bannfæringarorð framan I Kennedy og hleypti af byssu, sem hann var með I hægri hendi. Tveimur skotum tókst honum aö hleypa af, áður en hótelstjóranum tókst að gripa I handlegg hans og klemma hann niður á fram- reiðsluborð, en alls skaut hann sex skotum úr byssunni, áður en hann var yfirbugaður og skamm- byssan tekin af honum. Á þeim 15-20 sekúndum, sem þarna liðu, höfðu þrjú skot hæft Róbert Kennedy I höfuðið, hálsinn og bakið. Fimm vina hans særð- ust, en enginn lifshættulega. Tuttugu og fimm klukkustundum eftir skotárásina lézt Robert Kennedy. Byssumaðurinn, jórdanskur innflytjandi að nafni Sirhan Sir- han, var ákærður fyrir morðið. Sannanir gegn honum þóttu óyggjandi, og eftir umfangsmikil réttarhöld var hann dæmdur til lifláts. Skömmu siðar var dauða- refsingin afnumin I Kaliforniu, og var dómnum yfir Sirhan þá breytt I ævilangt fangelsi. Efasemdir og einkarannsóknir Þeir voru margir, sem drógu fullyrðingar ákæruvaldsins um sekt Sirhans I efa, og þóttu mála- ferlin yfir „morðingjanum” vekja fleiri spurningar en þau svöruðu. Fjöldi „málsmetandi lög- fræðinga” vildi ekki láta við svo búið standa, og rannsóknarlög- reglumaðurinn William W. Harp- er var fenginn til að leita svara viö spurningunum. 1 skýrslu sinni gat' Harper um eftirtalin atriði: 1) Meðan á skotárásinni stóð, var Sirhan beint framan við Kennedy, en rannsóknir lækna bentu til þeirrar niðurstöðu, að ekkert skotanna hefði hæft for- setaefnið framan frá. 2) Kúlurnar þrjár, sem hæfðu Kennedy, höföu lent I höfði hans, hálsi og baki, og þeim var skotið aftan við hann og byssunni beint upp á við — eins og niðurstöður læknisrannsóknarinnar bentu ótvirætt til. Þar að auki hafði ein kúla fariö I gegnum annan axla- púðann I jakka forsetaefnisins. 3) Rannsóknir á kúlunni, sem fjarlægð var úr hálsi Kennedys, og kúlunni, sem fjarlægð var úr likama sjónvarpsfréttamannsins Weisels, sýndu að þessum tveim- ur kúlum hafði ekki verið skotiö úr sömu byssunni. 4) Þaö er sannað, að kúlan sem særði Weisel, var úr byssu Sir- hans, enda hæfði hann sjónvarps- fréttamanninn að framan. Kúlun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.