Tíminn - 24.08.1975, Qupperneq 40

Tíminn - 24.08.1975, Qupperneq 40
Sunnudagur 24. ágúst 1975 5ÍM112234 ■HERRA EAR'ÐURINN flöALSTRÆTI 3 r r SIS-FOMJH SUNDAHÖFN fyrirgóóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS . .J Dýrt og erfitt í framkvæmd að mæla fituinnihald hvers loðnu farms KANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins hcfur eftir föngum fylgzt með fitu- og þurrefnisinnihaldi bræðsluloönu undanfarin ár. Ilin seinni ár hefur verð á loðnu til bræðslu þvi ekki verið ákveðið fyrr en cftir að veiði hefst og niðurstöður fitumælinga liggja fyrir. Siðan hefur vciðitimanum verið skipt i verðtimabil eftir þvi sem fituinnihald loðnunnar lækk- ar. Fituinnihald sýna úr einstök- um loðnuförmum hcfur þó oft reynzt frábrugðið þvi meðaltali, sem stuðzter viö á hverjum tima. A undanförnum árum hefur nokkrum sinnum verið stungið upp á þvi að verðleggja bræðslu- loðnu nákvæmlega samkvæmt fituinnihaldi, þ.e. að fitumæla sýni úr hverjum báísfarmi. í byrjun loðnuvertiöar 1975 lögðu loðnuseljendur það eindregið til, að þcssi háttur yrði hafður á. Þessi beiðni þótti þó nokkuð seint fram komin, svo hægt yrði að koma á öruggu sýnatökukerfi, og ennfremur taldi Kannsóknastofn- unin sig þurfa meiri undirbúning til að annast svo viöamikið verk- efni. Óskaði Verðlagsráð sjávarút- vegsins þá eftir þvi, að stofnun- in stóryki þann sýnafjölda, sem fitu- og þurrefnismældur yrði á loðnuvertiðinni. Var óskað eftir þvi, að reynt yrði að ná sam- komulagi við 3-4 verksmiðjur um að tekin yrðu sýni úr öllum loðnu- förmum, sem til þeirra bærust. Niðurstöður þessara rannsókna birtast i Tæknitiðindum” Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins nr. 63 eftir Emiliu Martinsdóttur og össur Kristinsson. Sýnin sem tekin voru á Reyðar- firði, á Hornafirði, i Vestmanna- eyjum og á Akranesi urðu alls 437, en þvi miður tókst ekki að fá sýni úr öllum förmum, sem land- að var á ofangreindum stöðum. Helztu niðurstöður voru þessar: Fita: Meðaltal: 7.2%, meðalfrá- vik: 0:5%, mesta frávik: 2.0%. Fitufritt þurrefni: Meðaltal: 15.9%, meðalfrávik: 0.8%, mesta frávik: 2.8%. Þessar niðurstöður þýða með öðrum orðum að þó fituinnihald einstakra farma hafi verið allt að 2% meira eða minna en meðal- talsfita, þá séu i raun ekki likur á þvi að fituinnihaldið viki meira en 0.5% frá meðaltali dag hvern. Frávik þurrefnismælinga virðist að mestu leyti mega kenna mis- munandi sjó- og vatnsmagni, sem landast með loðnunni. Benda má á það, að aukið sjómagn i loðn- unni leiðir af sér lægri mælda fituprósentu. Þegar tekið er tillit til þess afla- magns, sem á land barst, hina einstöku daga vertiðarinnar og gengið út frá þvi að meðalefna- g ■'iningin dag hvern gefi rétta myn i af öllu, sem landað var þann dag, kemur i Ijós að meðal- efnainnihald þeirrar loðnu, sem brædd var s.l. vertið, hefur verið: Fitufritt þurrefni 16.0% Fita 7.0% Til fróðleiks má svo geta þess, að heildarnýting við bræðsluna s.l. vetur var þessi skv. upplýs- ingum Fiskifélags Islands: Loðna: ca. 455 þús. tonn Mjöl: 71.006 tonn eða 15.6% Lýsi: 22.147 tonn eða 4.9% Breytingar á fituinniþaldi loðn- unnar yfir vertiðina virðast háðar ströngum lögmálum, eins og sjá má á linuritinu. Fituinnihald loðnu fra byrjun janúar til byrj- unar april 1975 lækkaði frá 13.1% niður i 1.2%, að meðaltali um 1% á viku. Mælingar áranna 1972-75 gefa mjög svipaðar niðurstöðúr nema að loðnan árið 1973 var tals- vert feitari alla vertiðina, en hins vegar var meðaltalslækkun fitu á viku svipuð og hin árin. Eftir að fituinnihald loðnunnar hefur ver- ið ákvarðað nokkrum sinnum i upphafi vertiðar má með allmik- illi nákvæmni spá fyrir um fram- haldið. Samkvæmt niðurstöðum efna- greininganna 1975 er yfirgnæf- andi meirhluti sýna með fitufritt þurrefni 15.5-16.5%. Sveiflur, sem þarna koma fram, má að mestu rekja til þess, hvernig tekizt hefur að skilja sjó frá við löndun loðn- unnar hverju sinni. A s.l. loðnuvertið var tekin og efnagreind margfalt fleiri loðnu- sýni en á nokkurri vertið áður. Tilgangur þessara stórauknu um- svifa var sá, að leiða i ljós kosti þess og galla að verðleggja hvern farm fyrir sig eftir fitumagni. Þegar verðtimabilin eru fá og þá tiltölulega löng (1-4 vikur) eins og undanfarin ár, er „kerfinu” haldið mjög einföldu, og þá er loðnunnar lækkar um 1% vertíðina Geta tölvur spdð um fitumagn loðnunnar yfir heila vertíð? Lýsismagn á viku yfir stuðzt við tiltölulega fáar fitu- mælingar. Hins vegar er augljóst, að það meðalfituinnihald, sem lagt er til grundvallar á hverju verðtimabili, getur ekki átt ná- kvæmlega við hvern loðnufarm á timabilinu. Með þvi að fjölga verðtimabilunum og stytta þau fæst meiri nákvæmni, en kerfið verður jafnframt fyrirferð- armeira. Sumum virðist i fljótu bragði sá möguleiki að efnagreina hvern farm, bjóða upp á nánast 100% nákvæmni. Svo einfalt er málið þó ekki, þar sem erfitt mun reyn- ast að ná nákvæmlega réttu meðaltalssýni úr stórum loðnu- farmi, sem fengizt hefur i nokkr- um köstum. Nákvæmnin verður, sem sagt aldrei 100%, en kerfið verður aftur á móti gifurlega viðamikið, kostnaðarsamt og erf- itt i framkvæmd. A vertiðinni 1975 munu landanir hafa verið um 2000 talsins, og loðnusýnin hefðu orðið jafnmörg, ef beita hefði átt þess- um möguleika. Sýnin hefðu borizt frá rúmlega 20 stöðum á landinu, og frá bræðsluskipinu Norglobal. Sýnataka, varðveizla og sending frá bræðsluskipi er þó örugglega erfið I framkvæmd, enda hafa Norðmenn þann hátt á að setja „dagverð”, á loðnu, sem landað er I flutningaskip og bræðsluskip, þ.e. meðalverð reiknað út eftir fituinnihaldi loðnunnar hvern dag. Með þvi móti hefði á s.l. ver- tfð um l/6loðnuaflans verið land- að án fitumælinga, þó svo að öll sýni,sem tekin hefðu verið i landi hefðu komizt óskemmd á leiðar- neda. A því varð misbrestur á s.l. vetri þó svo að löndunarhafnirnar fjórar, sem valdar voru séu mjög vel I sveit settar varðandi sam- göngur miðað við marga aðra staði. Það er eindregin skoðun höf- unda þessarar skýrslu, að ekki sé ástæða til að breyta um aðferð við verðákvörðunina, að þvi leyti sem fituinnihald loðnunnar hefur áhrif þar á. Hins vegar er það matsatriði, hve löng verðtimabil- in eiga að vera. Það virðist skyn- samlegt að reikna meðalverð fyrir hverja viku. Mælingar sið- ustu ára sýna að fituinnihald loðnunnar lækkar um þvi sem næst 1% á viku yfir vertiðina. Auk þess er það tilviljun háð, hvort kaupandi eða seljandi hagnast eða tapar litillega i hverju tilviki, svo búast má við að hagnaðurinn eða tapið dreifist jafnt, þegar til lengdar lætur. Þyki þetta ekki nógu nákvæmt mætti ákveða verð á hverjum degi, og þá jafnvel fyrir hvert veiðisvæði, ef veiðarnar eru dreifðar. Hvernig sem verðlagningu yrði hagað þyrfti ekki að efnagreina nema 1 mesta lagi um 200 sýni yfir ver- tiðina til að fá gott yfirlit yfir fitu- innihaldið á hverjum tima, auk þess sem það er mikill styrkur að þvi að hafa mælingar frá fyrri ár- um. Dr. Stefán Aðalsteinsson var fenginn til að annast tölvuvinnslu og tölfræðilega útreikninga á niðurstöðunum. Með slikum út- reikningum má m.a. sjá hver ná- kvæmni einstakra mælinga er, og að hve miklu leyti niðurstöður eru marktækar eða lúta ákveðnum lögmálum. Samkvæmt mati dr. Stefáns, sem hefur mikla reynslu i þvi að notatölfræði við liffræði- legar rannsóknir, eru niður- stöðurnar óvenjulega kerfis- bundnar af „náttúrulegum” fyrirbærum að vera og þar af leiðandi unnt að gera mjög ábyggilega spá samkvæmt þeim.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.