Tíminn - 11.12.1975, Page 9

Tíminn - 11.12.1975, Page 9
JOLABLAÐ 1975 9 Enn eru jól á næstu grösum, hugblær þeirra liggur i loftinu og vex meö hverjum degi. Ann- ars vegar tilhlökkun og eftir- vænting barnanna, hins vegar amstur og áhyggjur fullorðna fólksins vegna anna og undir- búnings. Jólagjafirnar eiga þar rikan þátt. Það þarf að vega og meta, hverjum eigi að gefa, hvað eigi að gefa, og svo mun kostnaðarhliöin ýmsum nokkurt umhugsunarefni. Úr mörgu er að velja, enda skortir ekki leið- beiningar um gjafaval. Um það sjá útvarp og blöð, að ógleymd- um haglega gerðum vörusýn- ingum,þarsem daglega má sjá litil nef (og stundum nokkuð stór) fletjastút á rúðum skraut- lýstra búðarglugga. Miklar eru breytingarnar frá þeim tima, þegar Matti litli i Skógum sat með rauða vasa- klútinn sinn og horfði hugfang- inn á jólaljósin, sem „brunnu björt i lágum snúð” i lága torf- bænum undir Vaðalfjöllum við Þorskafjörð. — Og þarf raunar ekki svo langt að leita. Við, sem áþessum vetri munum „hálfrar aldar jól”, þekkjum af reynslu þann mikla mun. Og við fögnum þvi heilshugar, að batnandi lifs- kjör og aukin velmegun gera fólki kleift að leggja æ meir af mörkum til að gefa oggleðja.En hinu má ekki gleyma, að það er siður en svo, að beztu, dýrmæt- ustu gjafirnar kosti æfinlega flestar krónur. Til að minna á það, ætla ég að rifja upp fáeinar minningar, ef einhver nennir eða hefur tima til að fylgjast með i öllu jólaannrikinu. Fyrir rúmum fimmtiu árum var ég kennari i afskekktri sveit á Vesturlandi. Ég kom þangaö um veturnætur, öllum ókunnug- ur og dálitið kviðinn um fram- tiðina, þvl að þetta var fyrsti kennsluveturinn minn. Kennt var á einum bezt hýsta bænum I sveitinni. Börnin frá næstu bæjum gengu daglega i skólann, en þau, sem lengst áttu að sækja, voru i heimavist, en fóru stundum heim um helgar ef tið var góð. Þetta var allra skemmtilegasti hópur, og allt gekk betur en ég hafði búizt við. Snemma á jólaföstu kom á heimilið litil stúlka á fimmta ári. Pabbi hennar hafði dáið um haustið, og nú var mamma hennar orðin veik af hættuleg- um sjúkdómi og komin á heilsu- hæli. Siggu litlu leiddist ósköp mikið fyrst eftir að hún kom. Hún grét þá oft, og sagðist vilja fara heim til mömmu. Allir voru henni góðir, og smátt og smátt fór hún að jafna sig. Það var einkum þegar hún var háttuð, að óyndið greip hana. Helzta ráðið var þá, að fara að segja henni sögur. Ég varð stundum til þess. Sagan af Búkollu þótti henni langbezt og þar næst sag- an af Kiðhúsi. Helzt vildi hún heyra þær á hverju kvöldi. Eitt þótti Siggu verulega slæmt. Það var, að mega ekki vera hjá skólakrökkunum inni I stofu, þegar ég var að kenna. Það kom stundum fyrir i miðri kennslustund, að hurðin var opnuð fjarska hægt og Sigga stakk litla, uppbretta nefinu inn i gættina og sagði feimin og undirleit: „Má ég?” Og mér fannst nú ekkert gaman að þurfa að neita henni um þetta. En skólabörnin voru tiu til þrettán ára gömul, og auðvitað átti svona litil stúlka ekki mikla samleið með þeim. — Þó kom fyrir, að hún fékk að koma inn, ég lánaði henni þá blýant og blað og hún þóttist vera að skrifa eöa teikna. Og hrós kennarans fyrir góðan árangur galt hún með fagnaðarbrosi. Frimann Jónasson: mátt Eitthvert sinn hafði ég skyndipróf i landafræði. Þá kemur Sigga i gættina. Ég vildi ekki láta trufla okkur, geng fram aö dyrum, nokkuð brúna- þungur, ýti henni fram fyrir og loka, fer svo i sæti mitt. Krakkarnir kepptust við verk- efni sin og það var dauðaþögn i stofunni. Rétt á eftir tek ég eftir einhverju hljóði frammi á ganginum, svo að ég fer og opna hurðina. Þar stendur þá Sigga litla, grúfir sig upp að þilinu snöktandi, og litlu herðarnar kippast til af ekka. — En hvað ég skammaöist min! Ég fór að reyna að hugga hana. Og þegar ég lofaöi aö segja henni nú sög- una af Búkollu i kvöld, fór hún aö brosa. Svo leiö að jólum og aðkomu- börnin fóru heim i jólaleyfiö. Á aöfangadagskvöld fóru allir i sparifötin, og það var ljós I hverjum krók og kima. Hús- móðirin las jólalesturinn og eft- ir það var hátiðamaturinn boröaður. Þá kom að úthlutun jólagjafa. Ég fékk falleg jóla- kort frá skólabörnunum og hús- móðiringaf mér hlýja þelsokka. Hver heimamaður fékk sina jólagjöf, og hóglát gleði rikti I framkomu og fasi fólksins. Eng- inn var þó glaðari en Sigga litla yfir sinum jólagjöfum. Þær voru rósótt léreftssvunta og pinulitið barnaúr. Ég held að hún hafi verið ennþá hrifnari af úrinu.en vasinn á svuntunni var lika alveg dásamlegur. Þetta þætti vist ekki merkilegt úr núna, þvi að það gat ekki geng- ið, hefur trúlega kostað um eða innan við eina krónu eða svo. En það var nú alveg sama. Siggu litlu þótti eins mikið til þess koma, svo sem þaö væri þúsund króna gullúr. Ég varð að skoöa gripinn i krók og kring, og lýsa aðdáun minni og hvað það væri gaman, að eiga svona ljómandi fallegtúr.Sjálfur átti ég þá ekk- ert úr, og nú sagðist ég alltaf ætla að biðja Siggu, að lofa mér að lita á úrið sitt, til að vita hvað klukkan væri. Hún varð fjarska upp með sér af þessu og vildi alltaf vera að sýna mér á klukk- una. Þetta aðfangadagskvöld var ég ekki vel friskur, og fór snemma að hátta. Ég lét loga á kerti við höfðalagið mitt, og fór að rifja upp minningar frá fyrri jólum heima i sveitinni minni. Svo leið nokkur stund. Þá verð ég þess var, að komið er við hurðarhúninn. Siðan er opnað ósköp varlega og Sigga birtist á þröskuldinum með aöra hend- ina fyrir aftan bak. Og það skiptir engum togum, að hún er komin inn að rúmstokk, opnar lófann, leggur dýrgripinn sinn á sængina hjá mér og segir blóð- rjóð og fljótmælt: „Þú mátt eiga úrið mitt”. Að þvi búnu snerist hún á hæli og hraöaði sér út, áður en ég fengi ráðrúm til að segja nokkuð eða gera. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið. Kertið mitt logaði stillt og rólega á borðshominu. En mér fannst allt i einu skin þess dauft. Annað ljós, stórt, bjart og hlýtt, ljómaði við mér og yljaði inn að hjartarótum, — Og einmanakennd og angur- semi leystust upp eins og dögg fyrir sólu. Siöan þetta gerðist hef ég lifað mörg ánægjurik jól i hópi vandamanna og góðra vina. Og marga góða og fallega jólagjöf hef ég þegiö, og fundiö vinaryl- inn. sem þeim fylgdi. streyma á móti mér. — Þó held ég að engin þeirra hafi hlýjað mér meir. en kjörgripurinn hennar Siggu, sem hefur vist kostað kringum eina krónu. Ilún rétti fram höndina, litla stúlkan á Langadalsströndinni, og sagði: Þú mátt eiga úrið mitt. (Jólaminning vestan úr ísafjarðardjúpi) mitt eiga r • X urio Frimann Jónasson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.