Tíminn - 11.12.1975, Side 14
14
JÓLABLAÐ 1975
Sigurður Ólason:
VANGA VEL TUR
*
um faðerni
Snorra
Sturlusonar
ViA hjá Tímanum höfðum
haft spurnir af þvf, aö
Sigurður ólason hæsta-
réttarlögmaöur heföi skrifaö
grein, þar sem fjaliaö væri
um frægasta rithöfund
þjóöarinnar, Snorra, frá
nýstárlegu sjónarmiði, en þó
mjög i samræmi við þann
aldaranda, er var á þvi
skeiði.
Blaöiö fór þess á leit aö fá
þessar hugleiöingar Sigurö-
ar léðar til birtingar f jóla-
blaöinu, og varö hann viö
þcim tilmælum.
,,Nú þá, gerum vit okkur hér af
gaman ok reynum hugspeki
okkra” (Haukdælaþáttur).
Þaö hefir stundum verið sagt,
að saga þjóðanna sé sama og
saga stórmenna þeirra á hverj-
um tima. Oft er meira til i þessu
heldur en i fljótu bragði kann að
virðast. Enda þótt það sé
kannski ekki á færi annarra en
lærðra sagnfræðinga að skygn-
ast um hin „dýpri rök” sögunn-
ar, þá er hitt vist, að vilji menn
nálgast sögu sinnar eigin þjóð-
ar, verður það a.m.k. auðveld-
ast með þvi að kynna sér lif og
sögu ágætismanna hennar, sem
einkum hafa sett svip á samtiö
sina og ráðið framvindu hennar,
hvort heldur i andlegum eða
veraldlegum efnum. Þaö er þvi
mjög að vonum, að söguþjóö
sem Islendingar hafi gjarnan
lagt rækt við eða haft áhuga fyr-
ir þeirri grein sagnaritunar,
sem hér að lýtur.
Eitt af þvi, sem menn velta oft
fyrir sér i' sambandi við mikil-
menni sögunnar, er ættemi
þeirra, einkum faðernið, en það
er sem kunnugt er sjaldnast svo
öruggt eða „áþreifanlegt”, sem
aörar greinir ættfærslunnar.
Stundum er þetta svo sem til
gamans gert, til þess að „reyna
hugspekina”, einsog Þóra yngri
á Þingvöllum, eða gefa
imyndunaraflinu lausan taum.
Hjá öðrum nálgast það nánast
áráttu, þ.á. m. sagnfræðingum
ýmsum, að reyna að færa fað-
erni frægra manna i aðrar
skoröur en kirkjubækur eða
heimildir sins tima segja til um,
eða hin hefðbundna söguskoöun
vill vera láta i hverju tilfelli.
Ósjaldan em slikar tilraunir af
annarlegum rótum runnar,
þjóðmetnaðar áróðri eða jafnvel
vissum pólitiskum ástæðum,
o.s.frv. Dæmi um hið fyrra eru
tilraunir danskra fræðimanna
að afmá hið islenzka faðerni
Thorvaldsens, en um hið siöara
áróður norskra sagnfræðinga að
tengja Sverri konung við hina
fomu norsku konungsætt. Þar á
milli eru svo „meinalausari”
tilvik, svo sem þegar Danir eru
að feðra þá upp á ný öhlen-
schlager og H.C. Andersen, svo
dæmi séu nefnd frá nágranna-
og bræðraþjóðum.
Vitaskuld hefir þess einnig
gætt hér á landi, að menn væru
að velta fyrir sér eða jafnvel
„leiðrétta” faðerni fólks, en þó
ekki, svo ég muni til, neinna af
meiri háttar mönnum sögunnar.
Við höfum sem flestar vestræn-
ar þjóðir byggt á hinni fomu
reglu Rómarréttarins „Pater
est etc”, að faðirinn skuli sá tal-
inn, sem hjónabandið bendir til.
Nú vita það allir, að þvi fer
fjarri, að þessi regla gildi i raun
og veru, eða hafi nokkurntima
gilt, enda er talið að rang-
feðranir séu mjög algengar i
hjónaböndum, og m.a.s. miklu
algengari en utan hjónabands.
Af eðlilegum ástæðum er þó
ekki unnt að færa fram neinar
hlutfallstölur eða sannanir. En
þetta er vitað og viðurkennt, og
tjáir ekki mót að mæla. Mann-
skepnan er lengst af söm við sig,
og sú von jafnan „völt og myrk,
að vega freklega á holdsins
styrk” eins og meistari Hall-
grimur segir.
Þessu hefir verið þannig farið
á öllum öldum. En að sjálfsögðu
skiptir þó svokallað „siðferðis-
viðhorf” og aldarandi miklu
máli áhverjum tima.Þaöer t.d.
vitað um Sturlungaöldina i okk-
ar sögu, að losarabragur i
hjónaböndum og siðferðismál-
um yfirleitt var með mesta
móti, sérstaklega með
höfðingjastétt landsins, og voru
margir hinna ágætustu manna
aldarinnar mjög við það hey-
garðshorn. Svo rammt kvað að
þessari siðferðisupplausn, að
sjálfur erkibiskupinn þóttist
þurfa að veita íslendingum sér-
stakt tiltal, með bréfi 1173, þar
sem hann segir að ýmsir hafi
„konur sinar látit” (i burtul og
haldi ástkonur „innan húss með
sér, ok lifa svá ógæzku lifi”. Ar-
ið 1180 nafngreinir erkibiskup
fimm isl. höfðingja, sem sé „um
engan hlut meira áfátt en
óhreinlifi og kvennafar”, segir
hina ágætustu menn á Islandi
„lifa búfjárlifi”, eins og hann
kemst að orði. Annars sat sist á
Noregsmönnum að vanda um
við Islendinga i þessum efnum,
þvi þaðan var allt farganið
vafalaust runnið, enda sið-
ferðisástand konunga og ann-
arra fyrirmanna þar i lakasta
lagi, þótt Islendingar væru si-.
fellt að viðra sig upp við þá.
Sjálfur Haraldur hárfagri
minnir mig að þyrfti að láta frá
sér niu konur þegar hann tók
saman við drottningu sína, þar
sem hún setti þaö að skilyrði
fyrir ráðahagnum.
II
Fyrir nokkru var ég þar
staddur sem menn ræddu um
Heimskringlu og Noregskon-
ungasögur, og höfund þeirra
Snorra Sturluson. Hafði ég orð
á, að þau rit teldust nú vist ekki
lengur „islenzk menningar-
eign”, „kultureje”, eins og það
er orðað í hinum furðulega af-
hendingarsamningi handrit-
anna úr Arnasafni. Sló ég þvi þá
fram, að liklega hefði Snorri
einmitt valið þetta sögusviö sér-
staklega, af þvi að hann hafi i
rauninni talið sig vera af ætt
Noregskonunga sjálfur. Og
faðirinn þá enginn annar en Jón
Loptsson i Odda, dóttursonur
Noregskonungs. Ekki mun til-
gátan hafa þótt sem trúlegust,
enda sett fram nánast i
hugsunarleysi eða gamni, i létt-
um samræðum þar sem allt
mátti fjúka. Siðan fór ég samt
að velta þessu fyrir mér, það
skyldi nú aldrei vera, að Snorri
hafi eftir allt verið sonur Jóns
Loptssonar? Að minnsta kosti
þóttist ég fljótlega sjá, að hug-
Siguröur ólason.
myndin gæti vel staðist, og að
hægt væri að færa að henni ýms
veigamikil rök, strax við fyrstu
athugun. Annað eins hefir nú
komið fyrir á bestu bæjum, aö
fólk hlypi út undan sér, og lýtur
sjaldnast neinum lögmálum,
hvorki i tima né rúmi. Hitt er
svo annað, að slikar hugmyndir
verða sjaldnast studdar neinum
„áþreifanlegum” rökum, þær
verða aldrei sannaðar, og þvi
siður afsannaðar. Verður þá
einungis að byggja á þvi, sem
telja má sannsýnilegar likur.
Og það verður mats- eða álita-
atriði i hverju tilfelli. Ég minn-
istt.d. ritgerðar Arna Pálssonar
próf., þar sem hann sýnir fram
á, að Sverrir konungur hafi
varla eða ekki getaðverið sonur
Sigurðar munns Noregskon-
ungs, og greinir frá ýmsum til-
burðum Norðmanna, þ.á m.
sumra stórsagnfræðinga þeirra,
tilþess að byggja upp þá vægast
sagt vafasömu ættfærslu. Vissu-
lega er hægt að tefla fram miklu
sterkari röksemdum fyrir fað-
erni Jóns Loptssonar aö Snorra
heldur en að sinu leyti þeim,
sem Norðmenn telja frambæri-
leg I sambandi við faðerni
Sverris konungs, þótt tilvik
þessi séu að visu ekki allskostar
sambærileg. Mun ég nú hér á
eftir nefna nokkur þessara
atriða, og geta menn þá velt
þessu fyrir sér, til gamans ef
ekki annars, og reynt „hug-
speki” sina, eins og það er orðað
i Haukdælaþætti.
Nú má reyndar segja, að það
hafi litla „raunhæfa” þýðingu
eða „hagnýtt gildi”, — eins og
oft er viðkvæðið nú til dags, —
að leiða getum að faðerni
Snorra Sturlusonar. Auðvitað er
það rétt, en sama má segja um
flest það, sem að sögulegum
efnum lýtur. En auk þess er það
nú einusinni svo, að maðurinn
„lifir ekki á einu saman
brauði”, og að fleira hefir gildi i
lifinu en það eitt, sem „leysir
pengurinn bleiki”, eins og segir
i Heimsósóma. Vitaskuld er það
Snorri sjálfur, list hansog verk,
sem máli skipta, og má okkur
kanski á sama standa nokkuð
svo, hvoru megin hryggjar
hann liggur, ættfræðilega séð.
Samt hlýtur þó ávalt að vera
meir um vert, að vita rétt en
hyggja rangt um „hvatki, sem
missagt er i fræðum þessum”,
ef nokkur tök þykja á. Og auk
þess ekki örgrannt um, að til-
gátan, sem nú var nefnd, mætti
verða til nokkurs skilningsauka
á þvi, hversvegna Snorri velur
sér einmitt þetta sviði sagnarit-
un sinni, — ævir Noregskonunga
— i stað þess að skrá innlenda
sögu, eins og að sinu leyti frændi
hansSturla Þórðarson. Þvi mið-
ur mun vart verða fyllt héðan af
I það nær þriggja alda tómarúm
i íslandssögunni, sem sagna-
ritarar Sturlungaaldar skildu
eftir sig.
III
t fyrsta lagi er augljóst, að
hvað aldur og ártöl snertir geta
þeir Sturla og Jón Loptsson hvor
um sig- verið feður Snorra
Sturlusonar. Þó er frá þvi
sjónarmiði stórum liklegra, að
Jón hafi komið þar við sögur.
Hann var á besta aldri, (f. 1124),
en Stula 9 árum eldri, eða 64 ára
er Snorri fæddist, og voru þá 9
ár liöin frá þvi er siðast fæddist
barn i þeirri fjölskyldu, og ekk-
ert sfðan. Hinsvegar var frúin
miklu yngri en Sturla, aldurs-
munur mjög mikill með þeim
hjónum. Enginn vafi er heldur á
þvi, að Jón Loptsson hafði næg
tækifæri til þess að nálgast
frúna i Hvammi, höfðingjar
þeirra tima riðu um landið og
sóttu aðra höfðingja heim eða
höfðingjabýli, auk þess var al-
gengt, að menn hefðu konur sin-
ar með á Þingvöll, þar sem oft
var glatt i laut og hjalla um
þingtimann.
Nú má hyggja að þvi, hvort
Jón Loptsson var yfirleitt lik-
legur til þess að hafa sig i
frammi á þessa grein. Vissu-
lega var hann það. Vissulega
var hann einn ágætasti höfðingi
þeirra tima og öndvegismaður i
sögunni. En hitt fór aldrei milli
mála, að hann var kvenhollur i
besta lagi, „mikit fenginn fyrir
kvennaást”, segir i Bisk.s.
Hann var að visu eiginkvæntur,
en átti börn með mörgum kon-
um, a.m.k. fjórum (öðrum).
Með einni þeirra, sem var æsku-
unnusta hans, systur sjálfs
biskupsins i Skálholti, átti hann
t.d. tvö börn, og hélt hana lengst
af hjá sér heima i Odda, þótt
hann byggi jafnframt við eigin-
konu sinni. Það verður þvi ekki
sagt, að Jón Loptsson hafi sést
fyrir um smámunina i þessum
efnum, enda leyfðist honum
mikið, fyrir sakir rikidæmis,
ættgöfgi, lærdóms og mann-
virðinga.
Eins og áður er á drepið var
þetta siður en svo neitt eins-