Tíminn - 11.12.1975, Síða 22

Tíminn - 11.12.1975, Síða 22
22 JÓLABLAÐ 1975 lleitir reitir á yfirboröi jarðar. Oaufar punktalinur cru sn. dauðir eða skjálftalausir hryggir, sem island er á mótum tveggja hryggja. Miö-Atlantshafshryggurinn myndast við heitu rcitina. Af þeim toga eru Grænlands — Færeyjahryggurinn, og Hawaii — er virkur rekhryggur, en Grænlands-Færeyjahryggurinn hefur Kmperor keðjan. hlaðizt upp á heita reitnum i 60 milljón ár jafnóðum og N-At- lantshafið opnaöist. Hann endar i tertierri blágrýtismy ndun á A- Grænlandí, og i Færeyjum og N-Bretlandi. (b) I !G 6 Tertieru blágrýtismynduninni hallar iaöalatriðum inn að gosbeltunum. Myndin sýnir samanburö likanreikninga Guðmundar Pálmasonar við basaltstaflann á Austfjörðum. hryggurinn er þvi þykkildi á hafsbotnsplötunum, sem mynd- azt hefur vegna hinnar miklu blágrýtisframleiðni islenzka möttulstróksins i 60 milljónir ára. Jafnframt þvi sem Austfirði rekur til austurs og Vestfirði til vesturs u.þ.b. 1 sm á ári, brýtur sjórinn landið, auk þess sem það sekkur i sæ utan við möttulstrókinn. Rofhraðinn er vitanlega óháður rekhraðanum, en Haukur Tómasson hefur fært rök að þvi, að hann sé um 1 sm á ári. Sé svo, kann stærð landsins að hafa haldizt svipuð I langan tima, og vafalaust hefur verið landbrú um Island framan af, meðan sundið var mjórra milli Evrópu og Grænlands. íslenzka jarðlagastaflanum hefur frá fornu fari verið skipt I þrjár myndanir, eins og þegar kemur fram á jarðfræðikortum Þorvalds Thoroddsens frá þvi um aldamótin. Þær eru tertiera blágrýtismyndunin á Austfjörð- um og norðvestanverðu landinu, kvartera móbergs- og grá- grýtismyndunina frá isöld, og hraun frá þvi eftir isöld. Hraun- in, sem runnið hafa eftir að Isa leysti siðastliðin 10.000 ár, mynda gosbeltin svo nefndu, sem skiptast i Snæfellsnesbelt- ið, Reykjanesbeltið, Norður- beltiö, frá Sléttu að Kverkfjöll- um og Suðurbeltið, frá Kverk- fjöllum að Surtsey. Gosbeltin eru hinn islenzki hluti Miö-Atlantshafshryggjarins. Kvartera bergið nær yfir ald- ursbilið frá 10.000 árum til þriggja millj. ára. og myndar rönd beggja vegna gosbeltanna. Fjærst gosbeltunum tekur svo við tertiera myndunin. Elzta berg á landinu er um 20 milljón- ir ára, eða frá siðasta þriöjungi tertiertimabilsins, og finnst það neðst i jarðlagastaflanum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þannig dreifast jarðmyndan- irnar islenzku eftir aldri i sam- ræmi við þá mynd, sem áður var upp dregin, með elzta berg- ið fjærst hryggjunum. Basaltið á A-Grænlandi og i Færeyjum er hins vegar um 60 ára, eða frá upphafi tertiertímans. Undir Mið-Atlantshafs- hryggnum má hugsa sér sprungusveim fylltan berg- kviku, sem nær allt i gegnum jarðskurniö. Sprungurnar bera kvikuna til eldstöðva á yfir- borði, en kvikan, sem storknar i sprungunum, myndar ganga. Rannsóknir á Austfjörðum benda til þess að þéttleiki ganga I blágrýtisstaflanum aukist nið- ur á viö, þannig að á 8 km dýpi ætti þéttleiki þeirra að vera orð- inn 100%. A einni Kýpur i Mið- jarðarhafi er merkileg jarö- myndun, sem menn telja vera gamlan miðhafshrygg, er þrýstst hafi á land og rifizt allt niöur i möttul. Þar má sjá, að neðri hluti skurnsins er ekkert nema gangar, í samræmi við það sem áður er sagt. Þegar hið nýmyndaða skurn rekur út frá hryggjunum, byrjar það að kólna og dragast saman. Þess vegna er hita- streymið frá hafsbotnsskurninu mest við hryggina, þar sem hitasligiö er hæsi, en minnst viö brúnir meginlanda, þar sem gamalt hafsbotnsskurn — yngra en 300 milljón ára, þvi engir hafsbotnar eru eldri en það — hverfur niður i möttulinn aftur, eftir að hafa tapað mestu af hita sinum. Svipaöa varmastreymismynd hefur Guðmundur Pálmason jarðeölisfræðingur sýnt fram á fyrir Island sjálft sem útskýrir um leið i aðalatriðum útbreiðslu jarðhitans i landinu. Samdrátt- ur skurnsins við kólnun er ein af þremur meginorsökum þess, aö Island nær ekki alla leið frá Grænlandi til Skotlands. Hinar voru áður nefndar, nefnilega sjávarrof, og skortur á léttum sökkli undir Grænlands-Fær- eyj,ahryggnum utan möttul- stróksins. Tertiera blágrýtisstaflanum hallar i aðalatriðum i átt til gos- beltanna. Þetta var áður talin afleiðing af fargi isaldarjökla og yngri gosmyndana, sem sporð- reist hefðu tertieru basaltplöt- unni, sem þær hvildu á. Nú er i fyrsta lagi ljóst orðið, að undir aðalgosbeltunum er ekkert tertiert berg. 1 öðru lagi hefur Guðmundur Pálmason sýnt fram á það með likanreikning- um að halla tertieru blágrýtis- ins ollu ekki sérstakar, tima- bundnar jarðskorpuhreyfingar, heldur er hann eðlileg afleiðing þeirrar myndar, sem hér er lýst. Bergfræði íslands virðist falla vel að plötukenningunni, bæði að þvi er viðvikur magni ljós- grýtis og samsetningu blágrýt- ishraunanna, en þau mynda um 90% af berginu. Rannsóknir i Raunvfsindastofnun Háskólans hafa leitt í ljós, að efnasamsetn- ing blágrýtisins breytist reglu- bundið frá Kverkfjallasvæðinu norðan Vatnajökuls eftir gos- beltunum til norðurs og suövest- urs, og á haf út eftir miðhafs- hryggjunum. Þegar efnið i möttulstróknum ris i áttina til yfirborðsins, bráðnar hluti þess við þrýstiléttinn og myndar blágrýtiskviku, eins og áður sagöi. Hraunkvikan berst til yf- irborðsins, en efnið sem eftir er óbráðið, berst út til hliðanna undir miðhafshryggjunum, og heldur jafnframt áfram að bráðna. Efnakerfi sem þessi eru Snúningur —v Brotabelti /Myndaztsl. 4,5 miljón ár Heitur reitur r\ Skurnhreyfing miðað viö l/ heita reitinn ,Botnskriðs.stefná og — hraði miðað viðhrvgginn Kristján Sæmundsson og Guðmundur Pálmason hafa fært að þvi rök jarðfræöi og iarðeðlisfræði, að eldra gosbelti milli Uang- jökuls og Skaga hafi flutzt til núverandi stööu (Þingeviarbeltið) fvrir u.þ.b. 4 milljónum ára. Jafnframt byrjaöi Austurbeltið < Vonarskarð — Surtsey) að opnast. Möttulstrókurinn er nú undir öskju — Kverkfjallasvæðinu, en allt skurnkerfið hreyfist hægt til norðvesturs miðað viii hann. Nýjar rannsóknir þykja benda til enn flóknari atburðarásar en sýnd er á myndinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.