Tíminn - 11.12.1975, Síða 38
38
JÓLABLAÐ 1975
Dómkirkjan i Kirkjubæ, sem aldrei var byggð nema til hálfs.
Kirkjubær er sögufrægur
staðuriFæreyjum, biskupssetur
og óðalsbýli að fornu og nýju.
Segja má, að Kirkjubær væri
höfðuðstaður Færeyja i mörg
hundruð ár. Þar var presta-
skóli, og þar var fyrst byggð
kirkja um 1120 af Guðmundi
biskupi. Mattheus var eftirmað-
ur hans. Þá var Kirkjubær i eigu
ekkju einnar, sem Asa eða Gæsa
hét.
Mattheusi tókst að rýja
hana eignum, sem náðu yfir
suðurhluta Straumeyjar, með
vitnisburði um, að hún hefði
neytt kjöts á föstudaginn langa.
Byggöasafniö i Kirkjubæ.
Erlendur biskup (1269-1308)
hóf byggingu dómkirkju og
standa múrar hennar enn. Fyrir
var þar ólafskirkja, sem nú
hefur verið endurbyggð. í
Kirkjubæ ólst Sverrir konungur
upp.
Gaman væri að lýsa byggða-
safninu og fleira markverðu i
Kirkjubæen það verður að biða,
og hefjum spjallið við Erlend
Patursson:
— Það er vist ekki ofsögum
sagt, aö þú sért einhver þekkt-
asti Færeyingur á tslandi,
Erlendur Patursson.
Útsýn af Skúfanesi á vcstanverðri Suöurey.
— Já, ég get kannski byrjað
að segja þér eina litla sögu frá
lögþinginu hérna. Þar var einn
andstæðindur minn — ég vil nú
ekki nefna nein nöfn ( hiti var i
umræðum og maðurinn sagði,
að Erlendur Patursson væri
enginn Færeyingur, þvi að hann
væri íslenzkur i aðra ættina,
móðurættina. Nú, ég svaraði
þessu auðvitað engu, en
nokkrum dögum siðar fékk ég
ættartölu móður minnar frá
íslandi. Hún var eftir prest frá
Austfjörðum og prentuð 1926.
Ég held, að presturinn hafi heit-
ið Guðmundur, en ekki veit ég
föðurnafn hans. Ég byrjaði að
blaða i bókinni, sem var
heilmikið rit. Eintóm nöfn og
ártöl. Þau geta verið þreytandi
til lengdar og mig langaði til að
vita, hvernig þetta endaði eigin-
lega. Hver var uppruni ættar-
innar? Þegar ég byrja lesturinn
á þessari langloku sé ég, að
móöurætt min á Islandi er kom-
in af manni, sem Þorsteinn hét
og kallaðurvar skrofa, en hann
var sonur Grims kambans, sem
var fyrsti landsnámsmaður
Færeyja. Svo langt voru ættar-
tölur raktar i þessari bók. Þá
kom mér i hug, hvað þessi and-
stæðingur minn hafði sagt i lög-
þinginu.
— Og, þú hefur vitanlega bent
honum á ættartöluna?
— Já, ég stakk bókinni i vas-
ann og sýndi manninum þetta
og sagði rétt si sona: ,,Ég er
ekki aðeins Færeyingur i föður-
ætt, heldur lika i móðurætt. Ef
nokkur maður getur kallað sig
Færeying er það Grimur kamb-
an, sem var fyrsti landsnáms-
maðurinn. Þá svaraði mér mað-
urinn og sagði: ,,Já, Islendingar
skrifa svo margt”. Þá sagði ég:
,,Og þetta segir þú, sem ert is-
lenzkur konsúll!”
— En, þú stundaðir nám og
störf á tslandi?
— Já, ég var i sveit i Borgar-
firði, I Arnarholti og þar hét
bóndinn Hjörtur Snorrason og
var alþingismaður. Hann var
faðir þeirra bræðra Torfa, Ás-
geirs og Snorra. Það kannast
vist flestir Islendingar við Torfa
skattstjóra. Á þeim stað lærði
ég Islenzku. Þetta var árið 1925,
og ég tók eftir þvi, að á Islandi
voru ekki notaðar vélar, sem
þekktust hér á Kirkjubæ. Véla-
menningin þekktist ekki á þessu
mikla búi þá, hvorki við
heyskap né annað. Þar gengu
menn að slætti með orf og ljá og
kvörtuðu ekki.
— Erlendur, þú vilt litt um
námiö I Reykjavlk segja, en
segöu mér þá frekar frá
tslandsdvöl þinni.
— 1930 var ég fyrst i vinnu i
Reykjavik eftir próf, en svo fór
égaustur á land isimavinnu. Ég
var hjá þeim landsþekkta
manni Sima-Brynka ásamt öðr-
um skólastrákum, sem þurftu
vinnu. Það var ágætis sumar.
Kaupið þætti nú ekki mikið á
okkar tima mælikvarða. Mig
minnir að við höfum fengið 90
aura á klukkustund en við unn-
um tiu tima og greiddum 2
krónur fyrir fæði. Þá geta vist
flestir lagt saman og séð, að við
höfðum nettó sjö krónur á dag.
Þetta var skemmtileg vinna.
Við bjuggum i tjöldum og ferð-
uðumst um alla Austfirði, allt
frá Hornafirði og norður á Þórs-
höfn á Langanesi.
í þeirri ferð hitti ég auðvitað
margt af minu frændfólki. Þetta
var ágætis sumar þrátt fyrir
nokkuð mikið púl fyrir svona
skólastráka.
— Varst þú á alþingishátið-
inni?
— Já,ég var á henni. Hún var
haldin þetta sama sumar og þar
lenti ég i ringingunni. En mér er
sérstaklega minnisstæð dvölin á
Austfjörðum.
Annars sá ég ekki svo mikið af
íslandi á skólaárum minum i
Reykjavik, burt séð frá þessu
ferðalagi, annað en næsta
nágrenni, Þingvelli og Grims-
nes, það var ekki ferðazt eins
mikið og núna. Aftur á móti var
ég eitt sumar á íslandi á 35 ára
stúdentsafmæli minu. Ég var
með konu mina og einn vinur
minn, Hermann Jónsson og
kona hans Dagbjört buðu okkur
i bilferð alla leið til Húsavikur,
og það er alskemmtilegasta
ferð, sem ég hef nokkru sinni
fariðá íslandi. Við keyrðum þar
um allar sveitir, og Hermann og
kona hans þekktu hvert fjall og
hverja á og alla bæi og þekktu
iheira að segja fólkið á bæjun-
um. M.a. keyröum við fram hjá
Hriflu og sáum bæinn, hans
Jónasar og svo gistum við á
Húsavik hjá indælu fólki þar.
Fórum svo upp Mývatnssveit,
Námaskarð og að Dettifossi.
Þetta er einhver sú bezta ferð,
sem ég hef nokkru sinni farið.
Það er svo ákaflega fallegt á
Norðurlandi og gott fólk. Nú vil
égnáttúrlega ekki móðga Sunn-
lendinga með sinn Geysi og
Esjuog Hengil og aðra náttúru-
fegurð, en fyrir Færeying er
fallegra á Norðurlandi en á
Suðurlandinu. Fjöllin á Suður-
landi eru öll i fjarska en á
Norður- og Austurlandi eru þau
nær og minna meira á Færeyj-
ar.
— Þú minntist áöán á Hriflu.
Þú hefur auðvitað, þegar þú
varst ungur I Reykjavík, heyrt
mikiö talað um Jónas.
— 0 já, já, allir töluðu um
Jónas.
— Þá hefur verið vaknaöur
stjórnmálaáhugi þinn?
— Já, en ég tók ekki þátt i is-
lenzkri pólitik, en maður hugs-
aði sitt. Ég hef aldrei verið með-
limur i nokkru pólitisku félagi
nema hér i Færeyjum.
— Þú ferð fljótt aö taka þátt i
stjórnmálum, þegar þú kemur
heim til Færeyja?
— Já við byrjuðum nokkrir
strákar á Hafnarárunum á
blaðaútgáfu á striðsárunum og
svo þróaðist þetta I stofnun
Þjóðveldisflokksins 1948, og
hann hefur starfað siðan. Nú er
hann að styrkleika næststærsti
flokkurinn I Færeyjum, með 6
þingmenn af 26.
— 'Lífskjör eru góö I
Færeyjum?
— Já, og það er til marks um
þann mikla dugnað að þrátt
fyrir erfið skilyrði, bæði pólitisk
og önnur, þá hefur þetta nú
gengið nokkuð vel hjá okkur og
hvað myndi þá ekki ske ef við
fengjum pólitiskt frelsi og
fengjum landhelgislinuna færða
út i 70 milur, fyrst þetta hefur
gengið svona vel hjá okkur án
þess að hafa þessi skilyrði. Þá
yröu miklu meiri framfarir og
éghef mikla trú á að Færeying-
um. Þeir eru ekki beinlfnis
ihaldssamir, þeir eru framfara-
sinnaðir, en þeir vilja athuga
sinn gang. Það getur nú bæði
verið gott og illt.
— Nú hafa tslendingar fært út