Tíminn - 11.12.1975, Qupperneq 45

Tíminn - 11.12.1975, Qupperneq 45
JÓLABLAÐ 1975 45 upp biískapinn, bóndinn i heiö- inni, tengdafaðir hennar, flutti niður í byggð og tók við jörðinni, þótt aðeins yrði skamma hrið. Um þessar mundir bjó á Geita- stekk i Hörðudal annar Gisli Sigurðsson. Þar heitir nú Bjarmaland. Gisli þessi missti konu sina nokkrum árum siðar, og til hans fór Sigriður Bjarna- dóttir og giftist þessum alnafna fyrri manns sins. Þar ólst Bjarni Gislason upp, ásamt hálfbróður sinum, Jóni, sem Gisli á Geita- stekk átti með fyrri konu sinni, hálfsysturinni Astrósu, sem móð- ir hans hafði átt fyrir giftingu, og enn tveimur hálfsystkinum, Hólmfriði og Tómasi, börnum Sigriðar i siðara hjónabandinu. A árunum milli 1880 og 1890 var tiðarfar verra en nokkurn tima hefur siðan verið á íslandi. Á þessu harðindatimabili dó Gisli á Geitastekk — það var sumarið 1885. Þá voru rif tiu ár liðin siðan vesturfarir hófust fyrir alvöru héðan af landi. Að visu hafði sá hópur Islendinga, sem fyrstur hugðistnema land á Nýja-lslandi, er svo var nefnt, orðið harðar úti en dæmi voru um I heimalandinu, þá um langan aldur, þvi að fyrsta veturinn , frá veturnóttum til sumarmála, dó sem næst einn af hverjum þremur eða fjórum, sem hætt höfðu sér út i óbyggðina. A vatnsbakkanum, þar sem nú er bærinn Gimli, féllu Islendingar siöast hópum saman af kulda, harðrétti og bjargarleysi, og er þess einnig að minnast, þegar hundrað ár eru liðin frá upphafi islenzks landnáms á Nýja-ls- landi. Áður hafði þetta sama fólk haft viðdvöl i austurhéruðum Kanada, og þar dáið flest eða öll börn, tveggja ára og yngri. Og enn biðu miklar þrautir þessa fólks, sem farið hafði um svo langan veg til þess að eignast nýja jörð og nýjan himin: Bólu- sótt með innilokun i sóttkvi um langt skeið, margs konar óáran og gifurleg flóð, sem eyðilögðu uppskeruna og hröktu loks brott marga, sem svo miklu höfðu offr- að til þess að komast á þennan stað. A hinn bóginn svarf bágt ár- ferði fast að mörgum manninum á Islandi, einkum þeim, sem fá- tækir voru fyrir eða urðu fyrir sérlegum skakkaföllum á þessum árum, eins og ekkjan á Geita- stekk. Búnaöur haföi enn harla litlum framförum tekið yfirleitt, og fólk kom ekki auga á, að ný tið væri i vændum á heimaslóðum, siztþegar svona áraði. Estrup sat KÍ« "'"-t Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flytur ræðu á sumarhátiöinni að Gimli. Meðal heiðursgestanna eru Halldóra Eldjárn og Einar Agústs- son utanrikisráðherra. — Ljósinynd: Timinn — GE. Á islendingadegi á Gimli siðastliðið sumar. Lúðrasveit Reykjavikur á hátiðapalli. Bak við lúðrasveitina eru myndir, sem málaðar hafa verið: Þingvellir, Dverghamrar, Goðafoss, bátur á miði og bær á sléttlendi. — Ljósmynd: Timinn — GE. Vilhjálmur Hjálmarsson menntainálaráðherra, ásamt tveimur Vestur-islendingum, fæddum að Brekku i Mjóafirði. —Ljósmynd: Timinn — GE. Violet Einarsson, bæjarstjóri á Gimli, i gervi fjallkouunnar á landuáinshátiðinni á Gimlii sumarásamt meyjum sinum og fylgdarmanni. Ljósmynd: Timinn — GE..
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.