Tíminn - 11.12.1975, Side 51

Tíminn - 11.12.1975, Side 51
JÖLABLAÐ 1975 Karlstrútur gerir sig áberandi til aö draga athyglina frá litlu ungunum hjá kvenstrútnum. jafnvel allt aö 10 minútum. Margoft hefur verið fylgzt meö atferli spendýra og fugla við vatnsból, en sjaldan hafa strút- ar sézt baöa sig. Afturá móti er algengt aö sjá strúta rykbaða sig, og kann þar aö vera fundin skýringin á þjóðsögunni um aö strúturinn stingi höföinu i sand, þegar hann veröur hræddur. Athuganir gefa til kynna, að Masai-strúturinn verpi aöeins á þurrkatimanum, g Somali-strúturinn yfirleitt einnig. Egg Masai-strútsins má finna frá miðjum júli til októ- berloka i Serengeti þjóðgarðin- um, en aöalvarptiminn þar, og á Athi sléttunum sunnan Nairobi, er þó i ágúst og september. í upphafi varptimans skipta háls og lendar Masai-karlfulgs- ins lit úr bleikum i hárauöan. Einnig verður giniö eldrautt. Karlfuglar lýsa yfir eignarrétti á landsvæðum meö þvi aö gefa frá sér dimm öskur, likust ljóns- öskrum, sem heyrast langar leiðir. Þegar kvenfuglar flykkj ast aö, færist karlfuglinn allur i aukana, hleypur I hringi, kastar sér ööru hverju niður og rær til hliðanna jafnframt þvi, sem hann breiðir út eða dregur saman hvitar vængfjaðrir sinar mjög taktfast. Þessar kúnstir töfra yfirleitt kvenfuglana svo mjög, að karlfuglinum tekst að koma sér upp kvennabúri með a.m.k. þrem kvenfuglum, sem allir verpa i sömu holu. Eitt strútsegg vegur um l,t> kg. (1,8% af þunga kvenfulgs- ins) og skurnin þolir þunga 114 kg. þungs manns, ef marka má metabók Guinness. Sérhver varpfugl verpir 6-8 eggjum á tveggja daga fresti þar til eggin eru orðin um 20 (allt að 100 egg hafa fundizt i einu og sama hreiðrinu). Alegutimi er 42 dag- ar. Þá liggur karlfuglinn á um nætur, en kvenfuglinn á daginn og hefur oft aðra undirgefna kvenfugla sér til þjónustu. Lik- legt er, að þjónustkvenfuglarnir yfirgefi varpstaðinn fljótlega eftir varp, þar sem algengt er að fina hreiður með 20 eggjum eða fleiri (sennilega frá a.m.k. þremur kvenfuglum), i umsjá eins karlfugls og eins kvenfugls. Nema um mjög eyðilegan stað sé að ræða, eru kvenfuglar, sem liggja á eggjum, merkilega litið áberandi þrátt fyrir stærð- ina. Þegar hætta er á ferðum, teygja kvenfuglarnir úr hálsin- um eftir jörðinni, og falla þá næstum inn f umhverfið. Venju- lega er mögulegt að koma i veg fyrir, að filar, sebradýr, gnýir og þeirra likar stigi ofan á hreiðrið með þvi móti, að fugl- inn, sem liggur á, standi fyrir framan hreiðrið og blaki út- breiddum vængjum á ógnandi fyrir Galanaána i Tsavo garðin- um. Masai-strúturinn heldur sig þannig að mestu leyti sunnan og vestan viö svæði Somali-strúts- ins. Eina svæðið, þar sem finna má baðar tegundirnar, er með- fram Galanaánni. Aldrei hafa þar sézt fuglar, sem bera ein- kenni beggja ætta sem gefur til kynna, aö engin kynblöndun eigi sér stað, og kannski ætti að kalla þetta tvær fuglategundir. Rannsóknir á fæðuvali strúta eru ekki enn nógu nákvæmar til að gera sér grein fyrir, hvort strútar neyta sömu fæðu og önn- ur sléttudýr (sebrur, visundar, giraffar, gasellur), sérstaklega á þurrkatimum, þegar búast má við, að samkeppnin sé hörðust meðal þeirra dýrategunda, sem neyta sömu fæðu. H.F. Lamprey taldi Masai-strútinn meðal 14 grænmetisætna, þegar hann kynnti sér dýraatferli i Tarangire þjóðgarðinum, en nefiidi einungis þrjár plöntu- tegundir, sem þeir legðu sér til munns, þ.e. lauf af jurtunum Oxygonum sinuatum (einnig ét- in af sebradýrum og filum) og Talinum cuneifolium, og fræin af skriðjurtinni Tribulus terre- stris. Þar sem stútar eru yfirleitt alltof varir um sig til þess að unnt sé að athuga úr nálægð, hvað þeir éta, eru flestar heimildir um það, að þeir séu allt aö þvi alætur, byggðar á at- hugunum á föngnum fuglum, sem leggja sér til munns allt ætilegtgrænmeti, fyrir utan eðl- ur og litlar skjaldbökur. Úti i náttúrunni gleypa strútar senni- lega lónu- og lævirkjaunga, ef þeir verða á vegi þeirra, en höfundur þessarar greinar hef ur aldrei séð vepjur i hreiður- gerö ráðast i flokkum á strúta, eins og þær gera við sjakala og Kori gamma. Af þvi má draga þá ályktun, að strútar séu aðal- lega grænmetisætur, og velji sér aðallega til fæðu, lauf, ávexti og fræhús plantna, fremur en gras og runnalauf, sem er aöalfæöa sléttudýranna af spendýra- tegundum. Somali-strúturinn er sagður éta runnagróður, ólikt Masai-strútnum. A þurrum landsvæðum verða strútar að neyta safarikra plantna til að svala þorsta sin- um, en þar sem vatn er að fá, drekka þeir reglulega, oftast að morgninum. Þeir nálgast þá vatnsbóliö hægt og af mikilli gát, en þegar þeir eru búnir að ganga úr skugga um að engin hætta sé á ferðum, gefa þeir sér góðan tima til drykkjunnar, Litill hópur Masaikvenstrúta á Athisléttunum. Strútar eru félagslyndir, og eiga til að mynda hópa með allt að 50 einstak- lingum. hátt. Stafi hættan hins vegar frá ljónum, hýenum eða farartækj- um ferðamanna, er oft ekki annaö ráð fyrir hendi en að yfir- gefa hreiðrið. Margar aðrar hættur vofa yfir strútseggjun- um, þeirra skæðust er trúlega eldur. Litil spendýr og fuglaæt- ur eru ófær um að brjóta eggin, jafnvel i fjarveru foreldranna, en ernir og gammar geta brotiö skurnina, hinir fyrrnefndu með þvi höggva hvað eftir annað og hinir siðarnefndu með þvi að henda i eggin grjóti, en báðar þessar aðferðir eru seinlegar og ekki mögulegt að koma þeim við nema hreiörin hafi verið yfir- gefin, eða búið aö flæma for- eldrana I burtu. Útungun getur tekið allt að þvi eina viku. Sá timi er bráð- hættulegur fyrir strútafjöl- skylduna, þar sem marablu- storkar, ernir, gammar, sjakal- ar og hýenur biöa færis að ná einum og einum unga, sem kynni að ráfa frá hreiðrinu. Bæði karlstrúturinn og kven- strúturinn beita „væng- brots”-aðferðinni til að villa um fyrirungaætunum. Hlaupahraði unganna vex mjög ört, þannig að u.þ.b. mánaðargamlir geta þeirhlaupið flestar ungaætur af sér á 50 km hraöa. Aöur en þeim þroska er náð verða oft gifurleg afföll. 1 Tsavo þjóðgaröinum varöt.d. Somalistrútafjölskylda með 16 unga i upphafi, 11 ungum fátækari áaðeins sjö vikum, og i Serengeti þjóðgarðinum var fylgzt með þvi þegar veiðihund- ar veiddu fjóra af sex ungum Masa i-strútaf j ölskyldu. Kynþroska ná strútar á aldr- inum frá þriggja til fimm ára, og liklegur hámarksaldur er 40-50 ár. Þar sem öánartala er lág hjá fullorönum fuglum, er ekki nauðsynlegt, að margir ungar komist upp' til þess að stofninn haldist við i náttúru- legu umhverfi, þegar óvinirnir eru allir úr dýrarikinu. Skæðasti óvinurinn er maðurinn, og verð- ur þvi að beita friðunaraðferö- um i strútabyggðum, ef stofninn á að haldast við. Ógnandi Masaikarlstrútur ýfir fjaðrirnar og blakar vængjun- uin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.