Tíminn - 11.12.1975, Síða 54

Tíminn - 11.12.1975, Síða 54
54 JÓLABLAÐ 1975 Þarna húktu þeir félagar i kvöldsólinni og höfðust ekki að. Til hvers er að vera uppi á Sturlungaöld, ef allir liggja á meltunni eins og á friðartfmum, hugsaði Valgarð. Herburt var Suðurmaður, Saxi, og vildi helzt ekki hugsa neitt, ótilneyddur. Þeir sátu báðir á sama steinin- um uppi við Allsherjarbúðina á skakk hvor við annan og nenntu ekki að hreyfa sig úr stað. Þeir voru orðnir leiðir hvor á öðrum i aðgerðarleysinu og þeim var kvöl að þvi að horfa hvor á annan. Skammt þar frá stóð búð höfðingja þeirra, Snorra. Sturlusonar, og skildi aðeins breitt sund báðar búðirnar. Solin var lika að hugsa um að leggja sig. Til hvers var að skfna yfir þessi mannkerti, sem skriðu um jörðina eins og maur- ar á daginn, þótt þeir hefðust ekkert að, gátu ekki einu sinni lent i rifrildi, hvað þá að þeir þyrðu að sjá blóð. Og þar með sáldraði hún nokkrum rauðum geislabrotum yfir Þingvalla- vatn, áður en hún hvarf. Þetta varsatt hjá þeim öllum. Flestir Sturlungaaldarmenn lágu i búðum sinum eftir það sem þeir kölluðu „erfiði” dagsins og snæddu og drukku hálfvolgt öl, þeir sem það gátu leyft sér, á meðan þeir ræddu háalvarlegir um þingið, nema beear Sighvatur skaut inn i neyðarlegum setningum um náungann. Yfir Þingvöllum hvildi friður pg ró. Aðeins nokkrir hestasveinar voru á stjái, og ölheitumaður einn vappaði i kringum ketil sinn þar skammt frá. Leiðindadagur, sagði Valgarð, svo sem við sjálfan sig og hélt áfram að horfa i gaupn- ir sér. Það er altaf að vera að flækja manni eitthvað á þessum rósturtímum, þegar allir eru hræddir við alla. Mér var næst skapi að vera eftir heima og hafa augu með þjónustunni minni. Maður hefur aldrei frið með þessar stúlkukindur fyrir prestlingunum, sem alltaf eru að kvarta um kvenmannsleysi og allsleysi. — Nix, lós, ekkert að gerast i þessu Túlalandi, heyrðist þá i þýskaranum Herburt. Heima i Saxlandi heyja þeir burtreiðar, riddararnir okkar til að vinna sér hjörtu göfugra frúva — ó la la. Hérna i kuldanum liggja menn undir feldum við harð- fiskát og skolpdrykkju, sem þeir kalla öl, og hafa enga náttúru til kvenna. — Viltu láta mér eftir buklara þinn, þegar þú ferð heim aftur? sagði Valgarð og leit út undan sér á Suðurmann. Ég skal gefa þér gott farnesti fyrir hann. — Þvuh, þú ekki kunna með buklara að fara. — Kenndu mér á hann, þá skal égkenna þér að beita viðaröxi, og um leið sveiflaði hann viðar- öxi aftur og fram á milli fóta sér. — Viðaröxi? Herburt skildi ekki orðið. — Það getur komið sér vel að eiga viðaröxi, kumpán, sagði Valgarð drýgindalega. Það þarf handlægni til að kljúfa við, ekki siður en hausa á fólki. Þá man ég það, að Snorri bað mig að höggva kylíur i dag til að bera við dómana á morgun. Það var sem sé titt að bera kylfur til dóma i þvi falli, að lagastafur- inngengi ekki þeim meiri háttar i vil og menn neyddust þvi kannski til að hleypa upp dóminum. En vopnaburður varðaði við lög. — Ég er gestur Snorra og skal segja honum sögur eftir ömmú minni. — Húskarl á voru máli, sagði Valgarð, Hinn lét sem hann heyrði ekki. — Hvar er viðurinn, sem þú talar um? — Sérðu ekk viðarköstinn, maður, hérna við Allsherjar- búðina, sagði Valgarð og benti með öxinni. Snorri þarf kannski aö verjast óvinum sinum á morgun, og þá færðu nóg að gera. — Það sem þið hér iTylikallið að verjast, það er að ráðast að öðrum og slá þá i rot einsog seli. Og þessi viður er ekki við búð Snorra, heldur við bú alls- herjargoðans. — Hugdeigur kallinn, sagði Valgarð og stóð upp. — Þú talar nógu kokhraustur um riddara, burtreiðar og fagrar frúvur, sem þú hefur aldrei séð, en þorir ekki að þjóna undir höfðingja eins og Snorra og hjálpa mér að höggva kylfur hans. Þetta er almanna- eign. Valgarð gekk uppsperrtur með öxi sina að viðarkestinum. Herburt kom i hægðum sinum á eftir, þá hann hafði hagrætt stakki sinum og sverði og hampað buklaranum nokkrum sinnum, eins og honum hafði verið kennt við æfingar i sinu heimalandi, Saxlandi. Valgarð hafði næstum þvi höggvið til tvær kylfur, þegar ölheitumaðurinn i snjáðum stakki og skinnskóm upp fyrir ökkla kom hlaupandi að. — Þetta er viður Magnúsar allsherjargoða, hver leyfir ykkur, þjófarnir, mér er falið honum og heldur neðarlega. Erlendur æpti upp yfir sig, en þeir Valgarð og Herburt hlógu með sköllum og kölluðu enn hærra: — Erlendur bakrauf, Erlendur bakrauf. Hávaðinn úti fyrir hafði nú heyrzt inn i búðina. Magnús allsherjargoði hljóp út ber- höfðaður og vopnlaus við nokkra menn til að gá að hvað um væri að vera. Hann kom fljótt auga á Erlend hopandi fyrir kylfum Valgarðs og Her- burts. Sjálfur hljóp Magnús fyrsturtilað skiija mennina að. Er Herburt sá hann koma, dró hann sverð sitt úr sliðrum, eins og honum var kennt i Sax- landi, þegar hættu bar að hönd- um, og bjóst til að höggva til Erlendar. Þetta sá Magnús goði og var þegar kominn á hlið við Herburt, og áður en nokkurn varði, hafði hann tekið höndum um sverðið sem Herburt hafði reitt til höggs. Höggið missti marks, en Magnús skeindist á báðum lófum. Herburt hafði ekki tima til að veitast að Magnúsi, þvi að nú bar fylgdar- menn Magnúsar að með reidd vopn. Herburt og Valgarð — Skeinur þessar munu varla draga Magnús til dauða. Hitt uggir mig, að ákafi þinn muni einhvern tima koma þér i koll, ef þú stillir eigi betur i hóf. Sæ- mundur vardreyrrauður i and- liti, er hann stóð upp og bað um að fá vopn sin og herklæði. Meðan á þessu stóð hafði Snorra Sturlusyni verið sögð tiðindin, að tveir manna hans ættui vök að verjast, og að Her- burt hefði sært Magnús alls- herjargoða á höndum og nú lægi sæmd hans við. Snorri sat innarlega i búð sinni, sem var tjölduð vel, og ræddi við yngri frændur sina um lög. Þegar hann heyrði tiðindin, varð hann fár við og hleypti brúnum. Snorri var rétt meðalmaður að stærð. Þegar talað var um þá bræður, þóttu þeir i mörgu ólikir. Þórður Sturluson, sem var elztur, bar og lika nafn afa sins, var stærstur og nokkuð toginleitur. Sighvatur var minni og breiðari, bæði um herðar, svo og i andliti, sem og var Sturla sonur hans. Það höfðu þeirúrmóðurættinni.Snorri var þeirra minstur á vöxt, nettleg- ur, andlit og útlimir fingert. Nokkuð rjóður á vöngum, eink- blóð, sina frjóvu gáfur og fersku vitund, vann hann hylli hinna beztu manna, en óvinsældir öfundsjúkra og þeirra, sem voru litilla sæva. Hann tók lika i arf frá Odda, fóstra sinum Jóni og fósturbróður Sæmundi syni hans, að beita ekki eggjárni gegn meðbræðrum sinum. Þetta var maðurinn sem nú þurfti að skynda til liðveizlu við alltof jarðnesk átök. - Snorri bað tiðindamanninn um að hlaupa sem skjótast til bræðra sinna, Þórðar og Sig- hvats, með bón um liðveizlu. Þetta var árið 1216, meðan enn rikti friður og vinátta með frændsemi meðal Sturlunga. Þó að hann virtist ekki þesslegur i fyrstu að slita talinu til að ráðast i stórræði, stóð hann ótrúlega fljótt upp, gaf skipun um að kalla lið sitt saman og gekk með þeim upp i sundið. Fæstir höfðu kylfur, en þar voru allar tegundir vopna allt frá glampandi sverðum og niður i kjötsöx og viðaraxir, jafnvel tjaldstengur. Svo vigalegir sem menn voru i vopnabúnaði sin- um, voru þeir ekki þareftir skeinuhættir. Vopnin voru aðal- lega munduð, þ.e. haldið á lofti Sveinn Bergsveinsson: Viðarhöggið (Smásaga, byggð á Sturlungu) Sveinn Bergsveinsson. að lita eftir viðnum, réðst um leið að Valgarð og reyndi að hrifsa hálftilhöggna kylfuna úr höndum hans. Valgarð kippti kylfunni að sér og ógnaði heitu- manni með henni. Heitumaður var nokkuð digur um miðju, en hosur hans þröngar orðnar, svo að rauf var komin i þær að aft- anverðu og sást i hann beran. — Erlendur bakrauf, Erlendur bakrauf. Valgarð söng það meir en sagði fram. — Hvort viltu heldur, að þú kennir á kylfu minni eða hverfir aftur til ölheitu þinnar? — Sleppið þið viðnum, ég lýsi ykkur þjófa að honum, æpti Er- lendur mjóróma af æsingu. — Erlendur bakrauf, Erlendur bakrauf, sungu Valgarð og Her- burt I einu og otuðu kylfunum að honum. — Ég sting kylfuendanum I bakraufina á þér ef þú snýrð ekki aftur til ölhitu þinnar, sagði Valgarð. — Sérðu ekki að það sýður up úr katlinum? — Erlendi varð það á að lita við um leið rak Valgarð mjórri enda kylfunnar milli þjóhnappa vörðust sem bezt þeir gátu, en hörfuðu þó undan áleiðis til sundsins milli búðanna, þar sem vigi var betra. 1 búð sinni sátu Sæmundur J'ónsson i Oddá og Páll sonur hans, heyrðu hávaða ep skeyttu engu. Sem höfðingi Rangæinga, hvikaði Sæmundur jafnan, þegar honum bauð vopna- viðskipti I grun. Allt i einu hljóp maður inn f búðina með irafári og sagði Magnús goða særðan. Páll, sem var örgeðja, stökk upp og greip til sverðs sins. — Mál er komið, faðir, að hrista af oss búðarrykið og hröðum okkur, áður en fjándarnir fái meira að gert. — Allákafir gerist þið nú, ungu mennirnir, kvað Sæmundur, um leið og hann dró feldinn fastar að sér, sem hann hafði lagt yfir hnén. — Þú vilt kannski húka inni i búð og horfa I gaupnir þér á meðan unnið er á Magnúsi systursyni þinum. En það skal aldrei verða, að ég sitji kyrr og haldi að mér höndum. Páll var allæstur og hafði nú búizt vopn- um. um hin siðari ár. Var ljósari á hár en bræðurnir. Hreyfingar hans meira i jafnvægi en bræðra hans, næstum settlegar. Augna- ráðið rólegt, en vökult. Sæti hann meðal bræðra sinna á siðari árum, sem sjaldan kom fyrir, vöktu Þórður og Sighvat- ur meiri athygli en hann. Gengju þeir bræður saman til Lögbergs og Snorri tróð fram til að segja fram lögsögu, þá var sem hann stækkaði. Hans rólega, en tiginmannlega fram- koma beindi allra augum á hann, og hann fékk hið bezta hljóð, svo að allir heyrðu, nær sem fjær. En um leið dempaði hann sina sterku rödd, þótt hann væri meðalmaður að stærð, svo að hann virtist um leið bæði hlutlaus og þó sannfærandi. Það leyndi sér ekki, að þetta var skólun — frá Odda. Arfurinn frá Odda, tiginmannleikinn og friðsemdin, urðu honum að veg- semd og vanda — siðar. Og fræðimennskuna, sem var að úrkynjast i Odda, tók hann tveim höndum, en fégræðgina með. Sem Sturlungur með þessa skólun að baki, sitt ómengaða og skekin litið eitt framan i fjandmennina, þvi að herþjálf- un var óþekkt fyrirbæri. Her- mannlegastur var Herburt með sverð og buklara og einnig vig- fimastur. Menn horfðu með at- hygli og nokkurri hrifningu á vopnaburð þessa útlendings án þess að láta það i ljós, en fjand- mennirnir kynokuðu sér við að eiga náttból, þar sem hann var að. Smám saman streymdi fleira lið að, og tókst þeim Snorra, sem sjálfur var óvopnaður að hrinda af sér sóknini og hrekja and- stæðingana aftur út, sem ruðzt höfðu inn I sundið, þrátt fyrir vaska vörn Herburts og Valgarðs. Til Sæmundar fóstur- bróðurhans, sem stjórnaði bara liðisinu, án þess að neyta vopna sinna, streyndi lika óðfluga lið. Og brátt urðu Snorri og menn hans að hopa inn i sundið. Snorra var mest i mun að halda vigstöðunni, þangað til Sighvat- ur kæmi til, fannst það á, að hann mundi aldrei hafa nálægt herstjörn komið. — Til þessa hefur þú stofnað af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.