Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 80

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 80
FRÉTTIR AF FÓLKI Aðalleikarar nýjustu Harry Potter-myndarinnar mættu í fyrrakvöld á heimsfrumsýningu hennar í London. Þúsundir aðdáenda hópuðust saman fyrir utan kvikmyndahúsið. „Ef þetta kemur þér ekki í stuð veit ég ekki hvað gerir það,“ sagði Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter. Myndin, sem nefnist Harry Potter og eldbik- arinn, kemur hingað til lands innan skamms. Leikk-onan Cameron Diaz vonast eftir því að eiga langt og farsælt hjónaband, rétt eins og foreldrar hennar. Diaz hefur undanfar- in tvö ár verið í ástarsam- bandi með popparanum Justin Tim- berlake. „Þau hafa verið gift í 34 ár. Þau veita mér svo mikinn innblástur. Mig hefur alltaf dreymt um svipaða hluti fyrir sjálfa mig,“ sagði Diaz. Popp-arinn Sir Elton John er að undirbúa brúðkaup um næstu jól ásamt unnusta sínum David Furnish. Brúðkaupið mun fara fram 21. desem- ber og verður það að öllum líkindum haldið á góðgerðarsamkomu fyrir alnæmissamtök Eltons í New York. Sharon Osbourne, eiginkona rokk-arans Ozzy, segir að Madonna líti út eins og gömul vændiskona. Sharon skilur ekki af hverju Madonna breytir sífellt um ímynd og af hverju hún iðkar Kabbalah-trúarbrögðin. „Hver ertu eig- inlega? Á þessum aldri áttu að vita hver þú ert, hvers konar trúarbrögð þú iðkar og fyrir hvað þú stendur,“ sagði Sharon og sparaði ekki stóru orðin. Næstkomandi laugardagskvöld verður haldið ball á vegum Sam- takanna 78 á Kaffi Reykavík. Þetta verður síðasta ballið sem samtökin halda fyrir árlegt áramótaball sitt. Dj Skjöldur og Dj Bling munu þeyta skífum, auk þess sem Idol- stjarnan Ylfa Lind verður sérstak- ur gestur. Ballið byrjar klukkan 23.00 og stendur yfir langt fram á nótt. Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir almennning en meðlimir Sam- takanna 78 greiða 800 krónur. Ylfa Lind sérstakur gestur YLFA LIND Idol-stjarnan fyrrverandi verður sérstakur gestur á ballinu á laugardaginn. 1.090 kr. Allar pizzur á Hvítlauksolía fylgir! Frítt SMS þegar pizzan fer í ofninn 7.–13. nóv. 58•12345 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 7 6 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.