Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 2

Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 2
2 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS „Hjálmar, er þetta ekki of lítið til að hafa áhyggjur af? „Framsóknarmenn eru bjartsýnir og trúa að fylgið muni rísa á ný eins og alltaf. Menn eru kannski hógværir í svörum í skoðanakönnunum, eins og framsóknarmanna er von og vísa.“ Framsóknarmenn hafa áhyggjur af litlu fylgi í skoðanakönnunum og hefur Hjálmar Árnason kynnt aðgerðaáætlun flokksins til að gera hann sýnilegri. BAUGSMÁLVerjendur sakborninga í Baugsmálinu hafa skriflega krafið embætti Ríkislögreglustjóra skýr- inga á því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger sé ekki ákærður fyrir sömu brot og þrír sakborn- inga í Baugsmálinu eru ákærðir fyrir. Bréf þessa efnis var lagt fram við þinghald í Héraðsdómi Reyka- víkur í gær þar sem taka átti fyrir þær átta ákærur af fjörutíu sem ekki var vísað frá dómi. Fjórar af ákærunum átta varða innflutning Jóns Ásgeirs, Kristín- ar og Jóhannesar Jónssonar, föður þeirra, á bifreiðum frá Bandaríkj- unum á tilteknu tímabili. Öll neita þau sök í málinu. „Við teljum að í gögnum máls- ins liggi fyrir játningar Jóns Ger- alds um refsiverðan verknað sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir en ákærum af sama tilefni verið beint að aðilum sem neita sök,“ sagði Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs, þegar hann gekk úr dómssalnum. Verjendur spurðu Ríkislög- reglustjóra þessarar sömu spurn- ingar, meðal annars í bréfi hinn 30. ágúst síðastliðinn. Í svari saksóknara tveimur vikum síðar segir að sú niðurstaða að ákæra ekki Jón Gerald sé grundvölluð á sjónarmiðum laga um að höfða ekki mál nema það sem komið hafi fram sé nægilegt eða sennilegt til sakfellis yfir viðkomandi. Fyrir réttri viku sendu verj- endur Haraldi Johannessen rík- islögreglustjóra bréf um þetta efni. Þar segir að í sex ákærum af fjörutíu lýsi Jón Gerald refsi- verðu athæfi sínu. Hann sé auk þess eini aðilinn sem játað hafi á sig brot. Þrátt fyrir það sé hann ekki ákærður líkt og hinir sem neiti sök í sama máli. Verjendur telja að þetta stand- ist ekki í ljósi þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur öðrum einstaklingum, einkum á grund- velli framburðar Jóns Geralds vegna sömu háttsemi og hann hafi gengist við. johannh@frettabladid.is Sullenberger játar en er ekki ákærður Verjendur í Baugsmálinu vilja að Ríkislögreglustjóri svari því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hafi ekki verið ákærður fyrir brot sem hann hafi gengist við. Embættið taldi sama brot duga til ákæru gegn þremur sakborninganna. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Verjendur segja suma ákærða en aðra ekki fyrir sama brot. JÓN GERALD SULLENBERGER Jón Gerald játar brot við skýrslutöku en ríkislögreglustjóri gefur til kynna að þau dugi ekki til sakfellingar. SJÁVARÚTVEGUR Stærsta síld sem veiðst hefur við Íslandsstrendur í hálfa öld fannst í veiðarfærum Hákonar EA 148 á dögunum þegar skipið var að veiðum í Breiðamerk- urdýpi. Eftir á að rannsaka síldina en Hreiðar Valtýsson, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnuninni, telur að um síld af norsk-íslenskum stofni sé að ræða. „Þetta er næststærsta síld sem vitað er til að veiðst hafi við Ísland en hún var 730 grömm að þyngd. Stærsta síldin sem veiðst hefur við landið reyndist 760 grömm að þyngd og veiddist á Skjálfanda árið 1955,“ segir Hreiðar. - kk Sjómenn á Hákoni EA: Fengu tröll- vaxna síld RISASÍLD Talið er að síldin sé af norsk- íslenskum stofni en hún var 730 grömm. Djúpstæður ágreiningur ríkir milli verj- enda og embættis Ríkislögreglustjóra um stöðu Sigurðar T. Magnússonar, sem dómsmálaráðherra skipaði sér- stakan saksóknara í Baugsmálinu seint í október. Þegar taka átti fyrir þær átta ákærur sem enn eru til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði Pétur Guðgeirsson dómari að Bogi Nilsson hefði lýst því yfir síðastliðinn föstudag að málið væri honum óviðkomandi. Dómarinn lagði ríka áherslu á að það yrði upplýst í hvers umboði Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá emb- ætti Ríkislögreglustjóra, væri. Jón kvaðst flytja málið á vegum Rík- islögreglustjóra, en bætti við síðar að ef á reyndi heyrði málið undir Sigurð T. Magnússon. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að hvorki ríkislögreglustjóri né lögreglu- stjórar vinni í umboði ríkissaksóknara. En ef slík staða kæmi upp í þessu máli heyrði það undir settan saksóknara. Verjendur hafa krafist þess að hér- aðsdómur dæmi um það hvort dóms- málaráðherra hafi verið hæfur til þess að setja Sigurð T. Magnússon saksókn- ara yfir þeim átta ákærum sem enn eru til efnismeðferðar. Ágreiningurinn verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. - jh Verjendur vilja úrskurð: Telja ráðherra vanhæfan Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Verjendur ákærðra í Baugsmálinu hafa krafist dómskúrskurðar þess efnis að sakborningar fái þegar í stað aðgang hjá Ríkislögreglustjóra að tölvugögnum sem fengin eru frá Jóni Gerald Sullenberger. Gögnin varða samskipti sakborninga og sakborninga og vitna. „Við fengum skriflegt svar Ríkislögreglustjóra í byrjun september þar sem aðgangur var sam- þykktur en af einhverjum óútskýrðum ástæðum hefur ekki enn fengist þessi aðgangur þótt leitað hafi verið eftir því aftur og aftur,“ segir Gestur Jónsson, verj- andi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í bréfi verjenda til dómara segir að sú ákvörðun Ríkislögreglustjóra að heimila ekki í reynd aðgang að gögnunum sé í senn ólögmæt og móðgandi gagnvart sóknaraðila auk þess sem háttsemin valdi því að sakborningar fái ekki notið lögbundinna úrræða til þess að verjast útgefinni ákæru. Í bréfi, sem undirritað er af Jóni H.B. Snorrasyni saksóknara 7. september síðastliðinn, er heitið ótakmörkuðum aðgangi að umræddum gögnum en í Héraðsdómi Reykjavíkur lagði hann í gær fram beiðni um mat á þessum sömu gögnum. - jh Sakborningar Í Baugsmáli hafa ekki fengið aðgang að umbeðnum tölvugögnum: Krefjast dómsúrskurðar VERJANDI JÓNS ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR Gestur Jónsson segir að vegna einhverra óút- skýrðra ástæðna hafi hann ekki fengið umbeðin gögn. NOREGUR Aurskriða féll í gær á hús skammt utan Björgvinjar þar sem sjö manns voru að störfum. Einn þeirra lést í skriðunni. Óvenjumikil úrkoma hefur verið í vestanverðum Noregi undanfarna daga og hafa sterk- ir vindar fylgt votviðrinu. Í gærmorgun féll aurskriða á hús sem verið var að gera við, rétt fyrir utan Björgvin. Sjö manns voru þar að störfum, þrír kom- ust úr rústunum af sjálfsdáðum og fundu björgunarsveitarmenn hina þrjá á lífi, grafna í leðjunni. Leitað var að þeim sjöunda í allan gærdag með aðstoð hunda og hitaskynjunarbúnaðar en allt kom fyrir ekki því síðla dags fan- nst hann örendur í brakinu. Að sögn dagblaðsins Aften- posten hvöttu veðurfræðingar Björgvinjarbúa til að skilja bíla sína eftir heima í gær vegna ótta um að götur lokuðust sökum vatnselgs. Miklar tafir urðu auk þess á lestarsamgöngum, til dæmist sat lest á leið frá Ósló til Björgvinjar föst á teinunum í drj- úga stund. Hús voru rýmd í bænum Voss vegna hræðslu um skriðuföll og á bóndabæ skammt frá féll aur- skriða á hlöðu sem gjöreyðilagð- ist. - shg ÓFÖGUR SJÓN Sjö manns voru við smíðar í húsinu þegar skriðan féll á það. Sex sluppu með skrámur en sá sjöundi týndi lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skriðuföll í vestanverðum Noregi vegna óvenjumikillar úrkomu og hvassviðris: Einn lést eftir að aurskriða féll á hús ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ���������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.