Fréttablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 43
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
FRAMBURÐARATRIÐI:
- Þarf vart að nefna harðmæli
(aPi, aKa, éTa...) og röddun
(stúlka, bolti, úlpa, fimmtíu,
fantur).
- bð/gð-framburður (habbði =
hafði, höbbði = höfði, saggði =
sagði).
- ngl-framburður: orð eins og
kringlan, englar og önglar bor-
in fram ekki ósvipað og vinkl-
ar (nema með g í stað k). Er
helst notað út með firði; á Ár-
skógsströnd, Dalvík og Ólafs-
firði.
ORÐALAG
OG ORÐATILTÆKI
- áttatal: Eitt það fyrsta sem að-
komufólk rekur sig á er að Ak-
ureyringar eru mjög gjarnir á
að nota áttirnar til að staðsetja
allt og ekkert. Þannig er bókin
á norðvesturhorni skrifborðs-
ins, sem aftur stendur í suður-
enda herbergisins, sem er í
vesturenda hússins, norðan
Þingvallastrætis, og svo fram-
vegis. Þetta kemur trúlega til
af hinum afskaplega þægilegu
landfræðilegu aðstæðum
nyrðra: Hlíðarfjall er beint í
vestur, Vaðlaheiðin beint í
austur og svo liggur fjörðurinn
norður-suður þannig að alltaf
er auðvelt að finna sér viðmið
í þessum efnum.
- í beinu framhaldi af áttatali:
Fyrir norðan er sagt að fara út
fjörðinn (=norður) eða fram í
fjörð (=suður). Sumir nota
einnig inn í stað fram. Rétt er
að undirstrika að í það
minnsta hjá Akureyringum
leysa þessar áttalýsingar norð-
ur og suður aðeins af þegar átt
er við staði eða ferðir utan
bæjarmarkanna. Þannig talar
innfæddur Akureyringur ann-
ars vegar um að fara til vinnu
sinnar suður í Verkmennta-
skóla (sem stendur í suðurjaðri
bæjarins) en hins vegar um að
fara í göngutúr frammi í
Kjarna, sem er útivistarsvæði
Akureyrar en stendur þó utan
sjálfs bæjarins, 1-2 km sunnan
við VMA.
- Helvítis, bölvaður hálfviti ertu
maður.
- Má nokkuð bjóða þér meira
(ku vera sérdalvíkst – sérstök
áhersla lögð á nokkuð).
ORÐ:
- (bekkjar) rýja (= (borð)tuska,
einnig notað í svipaðri merk-
ingu og grey eða ræfill: æ, ertu
þarna rýjan mín)
- drusla (= tuska) – druslulegur
- eldhúsbekkur (= borð-
plata/vinnusvæðið í eldhúsinu)
- mál(ið) (=málning – ku þó líka
vera notað á Austurlandi)
- brækur/brók (=nærbuxur)
- leistar (=hosur/sokkar)
- sperðlar (=bjúgu)
- dunkur (=krukka/baukur undir
kökur)
- púnktera (=springa (á dekki))
- kontór (= var víst lengi vel
alltaf notað í staðinn fyrir
skrifstofa)
- batterí (=rafgeymir (í bíl))
- strompur (= skorsteinn)
- múttering (= ró)
- mæra (=sælgæti)
- melís (= sykur)
- margarín (=smjörlíki)
- sjammi (= samskeyti á fót-
boltamarki)
- Svo er kannski rétt að minnast
á að á mótunarárum Akureyr-
ar skiptust menn í tvær megin-
fylkingar eftir búsetu, eyrar-
púka og brekkusnigla.
LEIÐRÉTTING:
Orðalagið „kók í bauk“ heyrist að-
eins nyrðra þegar þangað koma
Reykvíkingar sem telja sig vera að
bregða fyrir sig akureyrsku með
þessu orðalagi. Fyrir norðan er
drukkið kók í dós eins og hvar
annars staðar á landinu.
Starfsfólki Háskólans á Akureyri
eru færðar hjartans þakkir fyrir
norðlenskuhjálpina; sér í lagi
Finni Friðrikssyni íslenskukenn-
ara.
Norðlenska
NONNAHÚS Stytta af Jóni Sveinssyni rithöfundi.
14-15 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:31 Page 3