Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2005, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 18.11.2005, Qupperneq 40
Á dagskrá Daga myrkurs var til dæmis dimmt diskótek fyrir krakka í sundhöll Seyðisfjarðar í gærkvöld, ljós- og skuggaleikir á leikskólum í Fellabæ, á Stöðvarfirði og Fáskrúðs- firði í dag, margvíslegar listsýningar víða um Austurland, og jafnframt verður Seyðisfjörður almyrkvaður í kvöld og getur fólk farið í aftur- göngu um kaupstaðinn. Í Kaupvangi á Vopnafirði verða magnaðar draugasögur lesnar í kvöld. Róman- tísk stemning verður á laugardags- kvöld víðs vegar um Austurland, til dæmis verður ástareldur kveiktur á Mjóeyri við Eskifjörð og Langabúð á Djúpavogi býður upp á seyðandi myrkrastund. Á sunnudag verður svo sýning og málþing haldið um Brynjólf biskup Sveinsson og 17. öldina á Skriðuklaustri, og á Minja- safninu Burstafelli við Vopnafjörð verður dagskráin Gamli bærinn í rökkurró haldin, auk margs fleira. Frekari upplýsingar um dag- skrána má finna á vefslóðinni http://isl.east.is. Í tengslum við Daga myrkurs á Austurlandi verður handverks- og listiðnaðarsýning opnuð á Hótel Héraði síðdegis í dag. Handverk og hönnun, Menningar- ráð Austurlands, Markaðsstofa Austurlands og Þróunarstofa Aust- urlands standa að sýningunni, sem ber nafnið Auður Austurlands. Sýndir verða munir frá 24 hand- verks- og listamönnum, og eru munirnir unnir úr hráefni sem teng- ist Austurlandi, svo sem hreindýra- skinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti. Áætlað er að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum á landinu í ársbyrjun 2006. Aðgang- ur er ókeypis. Nálhús úr hreindýrshorni eftir Ritu Freyju Bach. 2 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar opin alla daga kl. 07:00 – 22:00 í vetur Færð og veður Textavarp síður 470–490 Talvél sími 1779 Engin gjöld eru tekin fyrir að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni 1777 www.vegagerd in . i s hátíð } Þjóðsagan segir að kona nokkur hafi gefið dóttur sinni hring úr gulli. Stúlkan hafði heyrt að ef maður léti orm liggja á gulli, þá stækkaði það. Hún lagði því hring- inn undir lyngorm og setti svo bæði lyngorminn og hringinn ofan í lítið skrín. Þegar stúlkan leit í skrínið nokkrum dögum síðar var ormur- inn orðinn svo stór að skrínið var farið að gliðna í sundur. Stúlkan varð hrædd, þreif upp skrínið og grýtti því og orminum út í Lagar- fljót. Um langa hríð vissi enginn af orminum, en loks fór hann að bæra á sér og drap þá bæði menn og skepnur sem fóru yfir fljótið, og teygði sig stundum upp úr fljótinu og spjó eitri á bakkana. Eins og gefur að skilja voru bág- indin mikil sem af þessu sköpuðust, og tókst engum að leysa úr vand- anum um langa hríð. Sumir segja að tveir galdramenn hafi að lokum steypt sér í fljótið og tókst þeim að binda ókindina niður að framan og aftanverðu. Aðrir segja hins vegar að Guðmundur góði biskup hafi bundið orminn. Enn eru til menn sem halda því fram að ormurinn sjáist reka krypp- una upp úr Lagarfljótinu, og eru sumar þessar sögur frá allra síðustu árum. Sagt er að hann stækki enn og muni halda áfram að lifa á botni Lagarfljóts alveg fram að heimsendi, þegar hann á að losna og leggja allt Fljótsdalshérað í eyði. Ormsins er fyrst getið í annálum 1345, og var sagt að það boðaði stórtíðindi þegar hann skyti upp kryppum úr fljótinu. Nú hefur gas fundist á tveimur stöðum, sem streymir upp úr vatninu, og þykir þar komin skýringin á Lagar- fljótsorminum. Lagarfljótsormurinn er lyngormur Þjóðsagan um orminn í Lagarfljóti. Brú liggur yfir Lagarfljótið við Egilsstaði, og ekkert sést í lyngorminn hroðalega á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fljótsdalshérað afar fjölskylduvænt Egilsstaðir er stærsta þéttbýlið innan sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, sem varð til fyrir ári síðan þegar Austur-Hérað, Fellahreppur og Norður-Hérað sameinuðust. Héraðið er það fjölmennasta á Austurlandi, með um 3.500 íbúa. Umhverfis þéttbýlið Egilsstaði eru blómleg landbúnaðarsvæði og smærri þjónustukjarnar á Hall- ormsstað, Eiðum og Brúarási. Sveitarfélagið er mjög víðfeðmt og með þeim landmestu á Íslandi. Með tilkomu álversins á Reyð- arfirði eru fleiri og fleiri utan- sveitarmenn farnir að líta Egils- staði hýru auga, enda er margt þar sem tryggir góðan lífstíl. Til dæm- is er samfélagið mjög fjölskyldu- vænt og býður upp á fjölbreytta námsmöguleika. Fimm leikskólar eru í Fljótsdalshéraði, fjórir grunnskólar, þrír tónlistarskólar, hússtjórnarskóli, menntaskóli og góð aðstaða til fjárnáms á há- skólastigi. Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð, hægt er að velja um fjögur íþróttahús og þrjár sund- laugar, þar er glæsilegur íþrótta- leikvangur, skemmtilegur golfvöll- ur og góð aðstaða fyrir hesta- menn. Tvær félagsmiðstöðvar eru á Fljótsdalshéraði og kaffi- og menningarhús ungs fólks. Fljótsdalshérað er rómað fyrir náttúrufegurð og gott veðurfar, sem minnir oft á loftslag á megin- landi Evrópu. Skóglendi einkennir svæðið og fjölmargir staðir eru vel fallnir til útivistar. Mannlífið er litskrúðugt og hlýlegt, rétt eins og landslagið. Þar er afar fjölbreytt og lifandi menningarlíf, öflug tón- listar-, myndlistar- og leiklistar- starfsemi og fjölþætt starfsemi í klúbbum og félagasamtökum. Lif- andi safnastarf býður upp á sér- sýningar og ýmiskonar kynning- ar- og skemmtidagskrár. Fjöldi ár- vissra menningarhátíða er haldinn á Fljótsdalshéraði með þátttöku fjölda listamanna sem laða að fólk úr öllum landshlutum, en mikill straumur ferðamanna leggur leið sína um Egilsstaði ár hvert, og er aðstaða fyrir ferðamenn í Fljóts- dalshéraði mjög góð, enda margt að sækja til þessa landshluta. Þar liggja krossgötur mikilvægra sam- gönguleiða innan fjórðungs og til annarra landshluta, þar er alþjóð- legur flugvöllur og miðstöð land- samgangna. Egilsstaðir að haustlagi. Vaxandi skógar víða Innan við tvö prósent af landinu er skógi vaxin í dag. Þó fer trjánum ört fjölgandi, ekki síst vegna starfa skógarbænda. „Fljótsdalshérað er vagga bændaskóg- ræktarinnar, þar sem bændur rækta skóga á sínum jörðum með framlagi frá ríkinu,“ segir Þröstur Eysteinsson, þró- unarstjóri Skógræktar ríkisins. Bændaskógrækt hófst í kringum 1970 í Fljótsdalshéraði með aðstoð Skógræktarinnar. Í kjölfar niðurskurðar vegna riðu á áttunda og níunda ára- tugnum óx bændaskógræktin mikið, og þá voru Héraðsskógar stofnaðir, en þeir tóku við af Skógræktinni við að sinna þörfum bændanna. „Undanfarin fimmtán ár hefur þetta verið mesta skógræktarátakið á tiltölu- lega afmörkuðu svæði hér á landi, og er í raun og veru fyrirmynd annarra landshlutabundinna skógræktarverk- efna,“ segir Þröstur. 70 til 80 prósent allrar gróðursetningar á landinu fara fram á vegum þessara verkefna. Héraðsskógar kaupa mikið magn af plöntum í einu og afhenda bændunum, sem þeir svo gróðursetja á jörðum sín- um. „Hér er markmiðið að úr verði nytjaskógur, og það bendir allt til þess að það takist,“ segir Þröstur, en Skóg- rækt ríkisins veitir bændunum ýmis- konar ráðgjöf og sinnir rannsóknum á skógum og skógrækt. Dagar myrkurs SKAMMDEGISSKEMMTUNIN DAGAR MYRKURS HÓFUST Á AUSTURLANDI Í GÆR. DAGSKRÁIN ER AFAR FJÖLBREYTT. 02-03 lesið 17.11.2005 15:11 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.