Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 5
8T Sunnudagur 4. júli 1976
TÍMINN
5
tizkusýningardama, þegar hún
hitti mann sinn fyrst fyrir 15 ár-
um. Nú er hún heldur feitari en
fólk á aö venjast aö sjá hana, en
baö er vegna þess aö læknarnir
vildu að hún fitnaöi ofurlitiö eft-
ir aö hafa tvivegis þurft aö
skera hana upp viö krabba-
meini. Læknar segja aö þeim
hafi tekizt að komast fyrir
krabbameinið, og allt bendir til
þess aö svo sé. — Þaö var ást viö
fyrstu sýn, þegar viö hittumst
fyrir 15 árum segir, Margit. Þau
hittust i miödegisveröarboöi I
Róm. Þau hafa nú veriö gift síö-
ustu 13 árin, en áriö 1966 skildu
þau reyndar, en giftu sig aftur
eftir eins árs aðskilnað. Þau
hafa I bæöi skiptin gengiö i
borgaralegt hjónaband vegna
þess aö Don Jaime var giftur
áöur en hann kvæntist Margit,
og Vatikaniö hefur enn ekki
samþykkt skilnað hans frá
þeirri konu. Alit bendir þó til
þess, aö samþykki páfans muni
fást áöur en yfir lýkur, og þá
biöur hjónanna þriöja brúö-
kaupiö — og i þaö skipti kirkju-
brúökaup.
Don Jaime d’Aragon heitir
hann, og er bróöir Fabiolu
drottningar i Belgiu. Hann hefur
lengi veriö kallaöur svarti sauö-
urinn i fjölskyldunni, vegna
þess aö hann hefur lagt stund á
margt, sem konungbornu fólki
finnst ekki vera honum — eöa
þvi — samboöiö. Hann er bar-
pianóleikari, hann á diskótek,
og hefur haft mjög gaman af aö
skemmta sér frá upphafi vega.
Ég er alls ekki svartur sauÖur,
segir hann sjálfur. — Ég er hvit-
ur sauður, sem fólkiö hefur mál-
aö gráan. Lengi vel hitti Don
Jaime ekki systur sina, en nú
hafa þau náö saman á ný, og eru
farin aö hittast reglulega. Hann
segist fara til Belgiu nokkrum
sinnum á ári, og þangaö fer
hann aö minnsta kosti einu sinni
i veiöiferö á ári hverju. Don
Jaime er kvæntur sænskri konu.
Hún heitir Margit, og eiga þau
þrjú heimili. Eitt heimili þeirra
er fParis, annaö i Madrid og hiö
þriöja iMarbella. Þar fyrir utan
eru þau mest á ferðalagi, enda
haf þau m jög gaman af aö ferð-
ast og hitta fint fólk. Margit var
Sadat útskrifaöist frá herskóla
áriö 1938. Hann var vinur og
skólabróöir Nassers, og stofn-
uðu þeir, ásamt 10 öðrum
félögum sinum byltingarkennd
samtök, sem Sadat kallar i ævi-
sögu sinni „Bylting viö NDar-
fljót”.
1 siöari heimsstyrjöldinni
vannSadat meö njósnurum nas-
ista, sem voru þá i Kairó, og
hugðist meö þvi vinna landi sinu
gagn. Þetta komst upp, og var
hann þá rekinn úr egypzka
hernum, siöan var hann I fang-
elsi i tvö ár. Nasser og félagar
hans sáu þá um fjölskyldu
Sadats. 1 striöslok komst hann
úr fangelsinu og fór huldu höföi
um hriö, en vann sem leigubil-
stjóri. Hann segist hafa hatað
Breta ogbrezka heimsveldiö, og
ráögeröi um tima aö reyna aö
sprengja i loft upp brezka sendi-
ráöiöiKairó, en Nasser hélt aft-
ur af honum. Engu aö siöur stóð
Sadat aö ýmsum tDræöum viö
embættismenn, sem voru
hlynntir Bretum, og svo fór, að
hann náöist aö lokum, og nú var
hann aftur dæmdur til fangels-
isvistar i þrjú ár. Hann varö
frjáls á ný áriö 1949, og þá fór
hann að vinna sem blaöamaöur
fyrir timaritið „A1 Mussawar”,
sem er nokkurs konar egypzk
útgáfa af „Life”. Hann átti
marga vini i háum embættum,
og fljótlega fékk hann aftur
stöðu sina i egypzka hernum.
Samvinna þeirra Nassers var
eins og fyrr mjög náin, og þeir
unnu saman aö þvi að steypa
Farouk konungi af stóli. 22. júlí
1952 tók Nasser völdin, og þá
var þaö Sadat, sem tDkynnti
egypzku þjóöinni i útvarpi að
Samtök frjálsra hershöfðingja
heföu tekiö stjórnina i landinu.
Sadat fékk einnig þaö verkefni
aö sjá um brottför Farouks og
fylgdarliðs hans frá Alexandria.
Ariö 1969, þegar Nasser vissi
aö hann átti skammt eftir ólifaö,
útnefndi hann Sadat varafor-
seta, þvi aö Nasser fannst á
þeim tima, aö Sadat væri sá eini
af samstarfsmönnum sinum,
sem hann gæti fyllilega treyst.
Niu mánuöum seinna andaöist
Nasser af hjartaslagi, gog Sadat
tók viö stjórninni sem forseti
Arabiska sambandslýöveldisins
(Egyptalands). Hann hefur
haldiö stjórnartaumunum siöan
og virðist vera I miklu áliti, bæöi
innan Egyptalands og utan.
Sadat er tvigiftur. Þaö er
aldrei minnzt á íyrri konu hans
opinberlega, en meö henni átti
hann þrjár dætur, sem nú eru
allar giftar og eiga mörg
, börn. Seinni kona hans er brezk
i aðra ættina og heitir Gehan.
ffún er afar faileg kona og
glæsileg i framgöngu. Þau eiga
saman þrjár dætur og einn son,
sem heitir Gamal.
o
Þótt undarlegt megi virðast eru
kindur ekki eins sjaldséðar, og
reikna mættimeö I mestu iönað-
arhéruöum Þýzkalands. Meira
aö segja i Bonn eru kindur, og
þaö er ungur háskólanemi, sem
hefur tekiö sig tU, og leigir
mönnum kindur til þess aö
„slá” bletti sina. Hún segir, aö
kindur séu miklu hljóðlátari
sláttuvélar, heldur en þær, sem
venjulega eru notaöar, og siöur
en svo afkastaminni. Hér er
stúlkan meö kindahópinn sinn.
Kannski viö gætum fariö aö
taka þetta upp hér á landi lika.
★ ★
Kvæntist
tvisvar sömu
konunni
Sadat skrifar
ævisögu sína
Anwar Sadat, forseti Egypta-
lands — eöa Arabiska Sam-
bandslýöveldisins, eins og land-
iö heitir siöan áriö 1958 — er
fjölhæfur maöur. Hann hefur
nýlega skrifaö ævisögu sina og
kemur þar margt nýstárlegt i
ljós, sem ekki var áöur opin-
bert. Hann segist lika hafa
skrifað skáldsögu, sem hann
nefnir I handriti „Prins ey-
landsins”, en hann mun ekki
enn hafa boöiö hana neinum út-
gefanda. Sadat fæddist i þorpi i
árósum Nilarfljóts á jóladag ár-
iö 1918. Faöir hans vann sem
bókhaldari viö hersjúkrahús.
Móöir Sadats var frá Súdan,
þess vegna er hann dekkri á
hörund en venjulegt er um
Egypta.
Leigir sauðkindur ★