Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 21 málum, þótt þau teföu mjög mikiö fyrir mér á ferðum minum. Þjóðlegur fróðleikur — Hvenær byrjaðir þú að grúska íþjóðlegum fróðleik, sem ég veit að þú hefur lagt mikla stunri á? — Ég byrjaði á þvi fljtítlega eftir að ég kom heim i Hrapps- staði 1967, eftir að háfa verið sjúklingur hér á Vifilsstöðum i fjögur ár. Ég byrjaði þá að skrifa mér til afþreyingar og jafnframt að verða mér úti um bækur til þess að viða að mér fróðleik. Þar urðu Ættir Austfirðinga mér drjúg uppspretta, enda voru þær löngum ofarlega á blaði hjá mér. — Hver voru fyrstu viðfangs- efni þln á þessum vettvangi? — Um svipað leyti, — og þó reyndar nokkru fyrr — ,haföi ég fengið senda spurningalista frá Þjóðminjasafninu, þar sem spurt var um gömul vinnubrögð i sveit- um, varðandi heyskap, veggja- hleðslu,byggingu torfhúsa, grasa- ferði og margt fleira. Bg held, að ég hafi svarað þessum spurning um, flestum eða ölluin, og það er nú allt geymt i Þjóðminjasafninu. — Hefur þú ekki lika fengizt við örnefnasöfnun? — Jú, áður hafði ég safnað örnefnasögum, það er að segja sögnum um það, hvernig ákveðin örnefni hefðu orðið til. Sem dæmi um slíkt get ég nefnt Prestagilið, fyrir innan Ásbrandsstaði I Vopnafirði. Sagt er að það dragi nafn af þvi, að þar hafi þeir mætzt, prestarnir á Hofi og Refs- stað. Þegar presturinn á Hofi var á leið úr dalinn, kom presturinn á Refsstað norður yfir Hofsá á vaðinu undan Asbrandsstöðum, og svo hittust þeir I Prestagilinu. Sfðan urðu þeir samferða út i kaupstað, ráku þar erindi sin og héldu heim leiö, en skildu l Prestagilinu, þar sem þeir drukku skilnaðarskál. Svonahafa nú munnmælin skýrt þetta örnefni. — Kanntu ekki fleiri sögur af þessu tagi? — Jú, það er nóg til af þessu, til dæmis sagan um Arnarsetrið fyrir framan Arnarvatn i Hauks- staðaheiði.Einsogkunnugirvita, kemur litil og falleg bergvatnsá sem heitir Skeljungsá vestan ur heiðinni og fellur niður spotta- korn fyrir innan bæinn á Arnar- vatni. Upp með Skeljungsánni er dálitil klettanípa, sem heitir Arnarsetur.og sagt er að þar haf i örn verpt, á meðan fleira var af þeim I landinu en nú er, — og að vatnið hafi hlotið nafn sitt af þvi. Seinna týndist þetta nafn, og i flestum heimildum frá nftjándu öld er vatnið kallaö Skálamós- vatn eftir býlinu Skálamtí, sem reist var norðan við vatnið. Þegar svo Jón Helgason fluttist i Skála- mót og byggði þar upp bæ og úti- hús af frábærum myndarskap kallaði hann bæinn Arnarvatn, sem hann hefur heitið siðan. Flagðið i Einarsstaða- fjallinu Enn langar mig að segja eina sögu um tilurð örnefnis. Það er sagan um tröllskessuna Kráku 1 Einarsstaðafjallinu. ífyrndinniá að hafa búið þar tröllskessa, I gjá einni mikilli, sem gengur niður Helgi Glslason. fjallið, þar sem það er brattast. Þessi tröllskessa þurfti auðvitað mat sinn eins og aörir, og stíttist mjög cftir sauðamönnum, sem pössuðu fé á beitarhúsum, sem eru hjá Tunguánni, drjúgan spöl fyrir innan bæinn á Einars- stöftum. Sagt var, að henni hefði tekizt að ná þtí nokkrum þeirra. Einhverju sinni átti btíndann á Einarsstöðum að hafa vantað fjármann til þess að passa fé á þessum beitarhúsum, þvl að sjálfsagt hafa ekki margir stítzt eftir þvi starfi. Ttík hann það ráö að passa sjálfur á húsunum. Leift svo fram til jóla. Þá var það, þegar bóndi var staddur á húsunum, að Kráka kom þar steðjandi að honum og vildi hafa hann heim með sér i soðið. En þegar hún ætlaði að snerta hann, hrökk hún frá, fuss- aöi og sveiaði. Bóndi reyndist nefnilega ekki ætur heiðnu trölli sökum þess, að hann var vigður kristninni með loðnum krossi á brjóstinu. Kráka varð nú ill við, og ætlaði að leita á önnur beitar- hús til þess að fá sér eitthvað skárra I jólamatinn, en bóndi káll aði á eftir henni og bauðst til þess að lata hana hafa eiiin sauð úr húsunum, og megi hún jafnan veljaséreinn sauð úr hjörð sinni á meðan hún þurfi á að halda. Kráka féllst á þetta, og varð vin- gott með þeim upp frá þvi. Kráka sótti sér að jafnaði einn sauð til bónda, þegar henni lá á, og þótt hún væri öldruð oröíh, var hún þess umkomin að launa fyrir sig, og færði bónda á hverju ári sil- ungakippu, sem hún hafði veitt i vötnunum I heiðinni. Þau urðu endaiok Kráku, aö bóndi fann hana dauða I ár- sprænu, sem fellur úr skarðinu I Einarsstaöafjalli, og var hún þá með væna silungakippu á bakinu. Siðan heitir áin auðvitað Kr.akua, þótt sumir kalli hana reyndar Kráká, en þar hefur u-ið vitan- lega fallið niður I framburði manna. — Hefur þú safnað mörgum svona sögum? — Þær eru orðnar eitthvað um þrjátiu, og allar sendar Ornefna- stofnun. Auðvitaö eru það allt munnmæli og alþýðuskýringar. Ef til vill er einhver fótur fyrir sumum þeirra, en minni fyrir öðrum, um það dæmi ég ekki. Mitt verk var aðeins að safna saman og halda til haga þvi sem munnmælin geymdu. Merkasti atburðurinn var stofnun kaupfélags- ins árið 1918 — Er þér ekki lika mjög hug- stæft menning sveitar þinnar, eins og hún var fyrir nokkruni áratug- um, — og eiiis og hún er núnu? — Jú. Um siðustu aldamtít var mikið menningarlif i Vopnafirði, en efnaleg fátækt var hins vegar almenn og verzlunareinokun hélt kjörum fólks niðri. Svo var það rétt fyrir aldamólin, að stofnaður var svokallaður bústofnsleigu- sjóður, sem hjálpaði mörgum fá- tækum bændum að koma fyrir sig búi. Hánn var þannig upp byggð- ur, að stofnaður var sjóður og keyptar ær, sem svo voru leigðar bændum. Leigan var til tólf ára, og leigan eftir hvert kúgildi skyldi vera veturgömul kind, „van- metalaus". Seinna var þessi leigutimi styttur úr tólf árum i niu, og að honum liðnum eignuð- ust bændur leiguærnar, svo fram- arlega sem þeir höfðu staðið i skilum með leigugjaldið. Þannig gátu menn eignazt nokkurn bú- stofn, þótt þeim hefði oröift það erfitt eða illgerlegt með Öðrum hætti fyrir fátækar sakir. — Voru ekki einhver takmörk fyrir þvi, hvað hver bóndi gat fengið margar ær með þessum kjörum? — Þetta veit ég ekki meö vissu, en hitt man ég að sumir fengu talsvert margar bústofnsær, eins og þær voru oftast kallaðar. f kringum 1920 man ég eftir bænd- um sem fengu þetta sex til átta kúgildi hver. Sjóðurinn tók svo við veturgömlu kindinni, hvort sem hún var ær eða sauður, kom henni i verð, og fékk þannig fé til ávöxtunar og viðhalds bústofns- sjóðnum. Aöalh vatamaður að stofnun bú- stofnssjóðsins var ólafur Ðavfðs- son, verzlunarstjóri á Vopnafirði. Hann var sérstakur velunnari bænda, þótt hann væri verzlunar- stjtíri selstöðuverzlunar, sem oft hafði leikið bændur nokkuft hart. Og örfátækir bændur i afskekktri sveit voru nógu framsýnir og vitrir til þess að veita þessari nýj- ung viðtöku, og færa sér hana i nyt. Enda er það sannast mala, að á þessum árum, eins og oft áð- urog siðar, var mikið mannval I Vopnafirði, duglegir og skynsam- ir menn, sem i sannleika vildu sækja fram og hrinda af sér oki fátæktarinnar. Langsamlega merkasti atburð- urinn I sögu Vopnaf jarðar á þess- um áratugum er þó stofnun kaupfélagsins arið 1918. Þá fyrst fóru bændur að rétta úr kútnum, og þtítt f járhagur manna I Vopna- firði hafi vitaskuld oft verið þröngur þau tæp sextiu ár sem siðan eru liðin, þá verður þvl ekki á mtíti mælt, að kaupfélagið hefur verift lífæð Vopnafjarðar slðan það var stofnað, og allar framfar- ir sveitarinnar má raunverulega rekja til þess, beint eða tíbeint. Farkennsla við erfið skilyrði, — draumar um heimavistarbarnaskóla — Mig langar að tala meira við þig um hina andlegu menningu og þá fræðslu sem þú nauzt f æsku. — Já, það þætti sjálfsagt ekki mikil sktílaganga nú á dögum. Þetta voru svona tveir til þrir mánuðir á hverjum vetri. Kenn- ari minn var Guðrún Jörgens- dóttir frá Krossavfk, skólinn var farskóli, og Guðrún ferðaðist bæ frá bæ, þangað til seinasta vetur- inn sem hún kenndi. Þá var hún orðin gift kona i Krossavik og hafði skólann þar hjá sér. Það var fermingarveturinn minn. Hér hleyp ég yfir nokkur ár i Framhald á bls. 36 Tóbaksdósir Helga Glslasonar, smíöaðar af honum sjálfum. A lokinu er mynd af ttíbaksjurtinni, en neðan á botni er eiturormur, sem hringar sig um fangamark Helga. Með þeirri mynd er höfundurinn trúlega að gefa I skyn skaðleg áhrif tóbaksins. Við útskurðinn mun Helgi cinungis hafa notaö vasahnif sinn. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.