Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 4. júli 1976
ef við köllum hana Stu-
artey, þá gerum við það
lika i minningu um for-
eldra okkar”, bætti hún
við með hátiðlegri, sorg-
blandinni rödd.
Árni var þessu
hjartanlega samþykkur,
og svo skirðu þau eyna
Stuartey með hátiðlegri
athöfn. Og að siðustu
enduðu þau með þvi að
rifa stóran hraunstein
upp úr fari sinu og velta
honum út i skóginn, en
upp úr holunni steig
daufur reykjarstrókur,
sem sýndi, að jarð-
vegurinn var heitur.
Að siðustu athuguðu
þau eldfjallið mjög ná-
kvæmlega. Nú sáu þau,
að reykurinn kom ekki
aðeins upp úr tindi
fjallsins, heldur rauk
viða úr smáglufum utan
i fjallstindinum, og
blandaðist sá reykur
reykskýinu, sem stöðugt
lá yfir fjallinu. Það var
eins og allur þess mikli
hnúkur væri einn heljar
reykháfur fyrir allaeyna
og undir henni væri eld-
hafið. Eins og á stóð, var
það aðeins reykur en
ekki hraunflóð úr þess-
um tröllslega gig, en
drunurnar og jarð-
skjálftakippirnir sýndu,
að miklar hræringar
voru hið innra. Hvenær
sem var, gat eldflóðið
ruðzt niður hlíðamar og
fjallið rifnað. Það var
mikil áhætta að búa við
rætur fjallsins eins og
þau systkin neyddust til
að gera, en fyrir þau var
ekki i annað hús að
venda.
1 negraþorpinu höfðu
þau húsaskjól og nógan
mat, og að likindum var
enginn slikur staður
annars staðar á eynni.
Þau höfðu líka þá
reynslu af frumskógun-
um, að þau fýsti ekki að
leggja upp I langferð um
þá, og þar var ekki siður
lifshætta en hér. Samt
sem áður fannst Árna
það rétt, að athuga vel
frá þessum stað leiðina
út á eyjartangann, sem
skagaði lengst i vestur-
átt. Var svo að sjá, að
þetta væri sæmileg leið.
Vitanlega gat hann ekki
gert sér glögga grein
fyrir allri leiðinni, en
hann áleit þó, að hún
versnaði ekki, þegar
komið væri út á tang-
ann.
Þrátt fyrir fagurt út-
sýni var þeim systkinum
það fullljóst, að útlitið
var ekki glæsilegt og
ABU
VEIÐIVORURNAR
fást um land allt
Hafnarstræti 22
Sími 1-67-60
alvarlegra en þau höfðu
hingað til gert sér grein
fyrir. Sérstaklega óttuð-
ust þau eldfjallið. Seint
um kvöldið stauluðust
þau aftur niður af Selja-
hnúki, þögul og hugs-
andi.
10.
Hvað sem framtiðin
bar i skauti sér af hætt-
um og erfiðleikum, þá
var tilgangslaust að
brjóta heilann um það.
Við þvi var ekkert að
gera. Það varð að koma,
sem koma vildi. Þau
höfðu nóg annað að
hugsa um, og þau urðu
að erfiða og strita, ef
þau ættu að halda lifinu.
Akrana þurftu þau að
yrkja og hirða, fénaðinn
urðu þau að mjalta og
gæta hans eftir getu
sinni. Þau þurftu að
gera við fatnaðinn og
halda kofanum sæmi-
lega hreinum. Þau höfðu
bæði sannarlega nóg að
starfa.
Vegna þessara dag-
legu anna leið timinn
svo fljótt, að þau skildu
það naumast sjálf. Þau
höfðu fyrir nokkru
sleppt öllu timatali og
vissu ekkert hvað dög-
um eða mánuðum leið.
Ekki gátu þau heldur
neitt áttað sig eftir árs-
tiðaskiptum, þvi að i
kringum miðbaug gætir
þeirra ekki. Hvort nú
var byrjaður vetur eða
máske skammt til vors,
vissu þau ekkert, en
Berit hélt þó helzt, að
haustið væri enn ekki
liðið.
Einn daginn kom Árni
heim með örlitinn
gorillaapa, sem hann
hafði fundið i skógar-
jaðrinum. Hann hafði
einhvem veginn villzt
frá mömmunni og skrið-
ið út úr skóginum. Hann
leit út fyrir að vera að-
eins nokkurra daga
gamall, og höfuðkúpan
og andlitið var svo likt
ogá nýfæddu barni. Þótt
Berit minntist alltaf
með hryllingi er hún
lenti i hrömmum
gorillaapans, þá gat hún
ekki annað en hlúð að
þessu veikburða ung-
viði. Hún gaf apakrilinu
geitarmjólk og bjó til
fyrir hann bæli úr mjúk-
um mosa og tuskum i
einu horni kofans. Litli
gorillaapinn vandist
fljótt þessum nýju siðum
og sýndi systkinunum
Anton AAohr:
Árni og Berit
Ævintýroför um Afriku
þakklæti sitt með bliðu-
látum og tryggð. Bezt
þótti honum að sitja i
fanginu á Berit og láta
hana strjúka sér og
klappa. Hann var svo
skemmtilegur og skrit-
inn i háttum sinum, að
þau gátu oft hlegið sig
máttlaus að tiltektum
hans. Einkum var hann
skringilegur, þegar
hann reyndi að hlaupa á
eftir þeim á sléttu. Það
gat hann ekki. Þá
stakkst hann alltaf á
hausinn. Eins og al-
kunnugt er, þá er gor-
illaapinn öllum fremri i
trjánum, en allra mesti
klaufi á jafnsléttu. Litli
apinn gat þvi varla
gengið uppréttur
óstuddur og ef hann fór
að flýta sér, valt hann
strax um sjálfan sig og
kom svo skriðandi á eft-
ir þeim eins og hvolpur.
Berit reyndi að kenna
honum að bera inn fyrir
sig vatn og eldivið. Hann
kúldaðist við það, ef hún
horfði á hann, en strax
og hún sleppti af honum
augunum, fleygði hann
öllu frá sér og klifraði
upp á kofann. Hann var
þvi til litillar hjálpar við
heimilisstörfin.
En litli apinn varð
þeim að góðu gagni á
annan hátt. Hann var
alveg eins og nákvæm
loftvog. Ef veðurbreyt-
ing var i vændum, var
hægt að s já það á honum
löngu áður en veðra-
brigðin urðu. Hann varð
órór og hræddur og litlu
augun urðu æst og flökt-
andi, eins og hann væri
allur á nálum.
,,Hann minnir á lýs-
inguna á Þorgeiri I Vik
hjá Ibsen. Stundum er
eins og augu hans séu
ógnandi og skjóti gneist-
um — helzt undir vont
veður”, sagði Árni.
En einkum var það þó
eldfjallið, sem hafði
mikil áhrif á apann.
Löngu áður en þau Árni
og Berit urðu nokkurs
vör, sýndi apinn það
með framferði sinu, að
einhver breyting yrði
bráðlega i gignum. Þá
titraði apinn og skreið
venjulega emjandi og
vælandi eftir kofagólf-
inu, og þegar Berit tók
hann i fang sér, þá
hjúfraði hann sig upp að
henni og reyndi að fela
sig.
Þetta kom alltaf oftar
og oftar fyrir, þvi að
mikil umbrot voru oft i
fjallinu. Það var ber-
sýnilegt, að stórkostlegt
gos með hraunflóði gat
komið hvern dag. Drun-
urnar, sem þau höfðu
heyrt undanfarið alltaf
öðru hvoru, urðu nú svo
þéttar og stórkostlegar,
að það var eins og hver
þruman ræki aðra. Þau
systkinin voru orðin svo
vön þessum látum, að
þau voru næstum hætt
að veita þeim athygli.
Verst var það, að siðustu
dagana urðu þau þess
vör, að smágerð aska
féll yfir þorpið og akr-
ana öðru hvoru, þegar
golan stóð af eldfjallinu.
Stundum sat þetta eins
og ljósgrátt lag á jörð-
inni, en þegar eitthvað
rigndi, varð allt að eðju
og askan barst lika inn i
kofann. Það var sama
hvernig Berit þvoði og
þreif tí, allt varð i ösku
og óþrifnaði. Ávextina
af trjánum varð hún að
þvo vandlega áður en
þau átu þá. Ef hún setti
mjólkurilát frá sér
augnablik, án þess að
leggja eitthvað yfir það,
varð mjólkin samstund-
is hulin gráleitu dusti.
Þetta ætlaði alveg að
gera hana vitlausa.
Eitt sinn um miðja
nótt vaknaði Berit við
það, að Jumbo, — þau
kölluðu apann þvi nafni,
— kom stökkvandi upp I
rúmið til hennar og
vældi og emjaði mjög
aumlega. Þegar Berit
opnaði augun, sá hún að
inn um gluggakytruna
glampaði einkennilega,
eins og af stóru báli. Hún
vatt sér fram úr án þess
að vekja Árna, og leit út.
Þegar hún leit til fjalls-
ins, sá hún sjón, sem var
bæði ógnþrungin og hrif-
andi. Reykjarstrókurinn
og reykskýið, sem
venjulega hvildi á fjall-
inu, sást nú ekki, en i
þess stað var fjalls-
tindurinn eitt eldhaf og
glampar frá gosinu lýstu
upp umhverfið, og hing-
að og þangað teygðu