Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 4. jiili 1976 — Eittaf sérkennum tslendinga er aö þeir eru allir innanhússarki- tektar, sagði VVilly Breinholt, hinn frægi húmoristi, en hann hefur meðal annars ritað bók um söguþjóðina, þjáningar hennar og munað. Hvað sem satt kann að vera i þessum orðum, þá er svo mikið vist, aðvið berum okkur til á ann- an hátt við húsagerðarlistina, en flestar aðrar þjóðir. Islendingar byggja hús sin yfirleitt sjálfir, eöa breyta þeim algjórlega ef þeir kaupa þau notuð. Forsjá byggingafyrirtækja og peninga- stofnana sér ekki að öllu leyti um þessa hlið málsins, eins og venju- legast er i nágrannalöndunum. Listin að eignast hús — Listin aö eignast hús — er að byrja að byggja, sagði Vest- mannaeyingur einu sinni i blaða- viötali, það var i gamla daga, þegar það var ódýrt að byggja hús á tslandi, og i rauninni mjög einfalt. bá var gleriö einfalt, kerfið var einfalt, og það eina sem var margfalt var söluveröið, ef menn kusu siðar aðselja þessi hús, sem þeir höfðu gert úr engu, með berum höndunum, ef svo má að orði komast. Nú er þessu dálitið öðruvisi far- ið. Þaö er boriö meira I húsin, en áöur var, og þau eru óneitanlega miklu þægilegri en þau voru. — Þú átt ekki neitt, nema þú getir selt það, sagði Steinbeck, og við finnum að þetta er mála sann- ast, og bví reyna allir að gera hús sin vel ur garði, a.m.k. sómasam- lega. Já byggingalistin á Islandi hef- ur breytzt. Aður var byggt úr sandi, járni, sementi og vatni, en það var i þá daga sem gaddavir og bárujarn var svo til eina munaðarvara þjóðarinnar, eins og nóbelsskáldið oröaði það svo eftirminnilega. Tunna af sandi kostaði þetta, tonnið af bárujárni þetta og fetið af timbrinu hitt og sementstonnið var álika stöðugt i verði og sterlingspundið suður i London, og þegar húsið var fok- helt og btiiö var að múra, þá kom snyrtilegur maður með nefilbekk Iðnvai hf. Bolholti 4 er þjónustufyrirtæki fyrir húsbyggjendur og framleiðendur byggingavöru og bygg- ingaefna. Húsbyggjendur geta þar fengið tilboð frá fjölmörgum framleiðendum I húshluta og innrétt- ingar, hitakerfi, ofna og hvað eina. Þjónustufyrirtæki eins og Iðnval hf. spara húsbyggjendum mbrg sporin. Iðnval vinnur ekki ,,á prósentum", heldur greiða framleiðendur fast gjald fyrir þjónústuna. Iðnval hf. bygginga- þjónusta Bolholti 4 Rætt við Pál Skúla Halldórsson Grétar Jónsson, hjá Iðnvali (til hægri) sýnir viðskiptavini glugga frá Plast- «g stálgluggum á Selfossi. og hjólsög. Hann smiðaði allt „in- ventar" og tók i nefiö, meðan skammdegið grúfði yfir og vindurinn gnauðaði I glansandi bárujárninu á þakinu. Hann varö að hafa hraðann á, þvl fólkiö átti að flytja inn 14. mai, og það var óhugsandi aö breyta þvi. Menn fluttu þá bara á ákveðnum dög- um, 1. október, eða 14. mal, sem heita fardagar. Núna flytja menn, þegar húsin eru ibúðarhæf, hvaö sem almanakinu llður. Rætt við Pál Skúla Eitthvaö á þessa leið hljdðaði fyrirlestur, sem við fengum að heyra hjá Páli Skúla Hallddrs- syni, forstjóra Iðnvals hf. I Bol- holti 4, en Páll Skúli rekur eins konar félagsmálastofnun fyrir húsbyggjendur, en það heitir á nútfinaislenzku Byggingaþjón- usta.og þarfnast I rauninni ekki frekari skýringa, og hann heldur áfram — og nú orðrétt: —Eins og áöur sagði, þá byggja Islendingar yfirleitt hús sih sjálf- ir, sumir einu sinni, en aðrir byggja oft, ýmist þá vegna þess að þeir kjósa öðruvisi husnæði, en aðrirhafagamanaf þessu. Þaðer þó ekki vandalaust fyrir venju- legan borgara, að byggja hús sitt sjálfur. Það er mjög timafrekt, ef það á að takast á viöunandi verði. Það er einmitt hérna sem Iðnval hf. kemur inn I myndina, þvl að það sparar húsbyggjendum mjög mikla fyrirhöfn og tlma að geta feneið á einum og sama stað upp- lýsingar og föst verðtilboð I svo til alla þá f jölmörgu hluti er til hús- bygginga og húsbúnaðar þarf. Og geta, ef þeim hentar svo, gert sln viðskipli við einn aðila í stað þess að fara víðs vegar um borgar- svæðið og utan þess til að leita til- boða og gera viðskipti s in á hinum ýmsu stöðum. Húsbyggjendum utan Reykja- vfkur, hvar sem er á landinu, sparar þetta eigi sizt mjög mikinn tima og fyrirhöfn. Þar eð þeir að staðaldri hafa ekki tækifæri til að ná til allra þeirra aðila er innan IÐNVALS HF. eru, og með þarf. En geta nú snúiö sér til eins aðila, þ.e.a.s Byggingaþjónustu IÐN- VALS HF., BOLHOLTI 4, með fyrirspurnir sinar og fengið þar svo bl allar upplýsingar og fyrir- greiðslu. Viö erum hér meö stóran sýn- ingarsal, þar sem menn geta séð vöruna, þreifað á henni og sann- fært sig um útlit og gæði. Nú á timum er allt teiknað, sem máli skiptir og húsbyggjandinn hefur þessar teikningar, og eftir þeim er unnt að gera föst verötilboð. Iðnval og almenningstengsl Við spyrjum: Hvernig má tryggja það, að viðskiptavinurinn fái hagkvæmt verð — og hver á Þar geta húsbyggjendur fengið tilboo í svo að segja hvað sem er í húsið « 14444.25555 VfGALilBÍR BíLASALA 5IGTÚN 1. Peugeot 504 — 1974 — 1.100.000 Lada — 1974 — Tilboð Hornet— 1974 — 1.500.00 Gremlin X— 1974 — 1.500.00 Sunbeam 1500— 1973 — Til- boð Sunbeam 1500 — 1973 — 690.000 Sunbeam 1250 — 1972 — 530.000 Sunbeam 1600 - 1974 850.0000 Rambler American— 1966 — Tilboð Rambler Ambassador — 1967 — Tilboð Renault 16— 1973 — 1.200.000 Citroen DS Spccial— 1972 — 850.000 Chevy II Station — 1967 — 550.000 Blazer Pick-Up — 1974 — 2.000.000 Volkswagen Microbus— 1972 — 1.200 Volkswagen 1300 —1971 — 420.000 Volkswagen 1300 — 1972 — 470.0000 Volkswagen 1302 — 1972 — 500.000 Volkswagen 1303 — 1974 — 850.000 Land/Rover diesel— 1975 — Tilboð Land/Rover diesel— 1971 — Ný vél — Tilboð Bronco — 1966 — 630.000 Toyota Corolla Coupe— 1974 — 1.250.000 Ford Maverick — 1970 — 850.000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.