Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 13 sem eitthvaö kveöur aö, eöa bera þær til, þvi aö þær hafa drukkiö i sig mikiö af sjó og salti, og eru æriö þungar. Hólmavik er talsvert innar en við miðjan Steingrimsfjörö, suöaustan undir klettaborgum, sem ganga þar fram i fjörðinn. Hólmavik er höfuðstaður sýsl- unnar, ibúar á fjórða hundrað. Þar er sýslumaður héraðsins, læknirog prestur. Þar er einnig gistihús, og kirkja þorpsins er sérkennileg. A svokölluðum ný byggingarárum, þegar reisa átti nýtizku kaupstaö með sildar- verksmiðju i Höfðakaupstað, austan Húnaflóa, varð Hólma- vik, likt og fleiri byggðarlög á Ströndum fyrir verulegri blóð- töku, þvi að margt manna flutti sig þá austur yfir. Olli þvi fyrst og fremst, að fiskur var mjög til þurrðar genginn á hinum fyrri miðum i Húnaflóa, og auk þess langsótt frá Hólmavik. Nú i seinni tið hefur Hólmavik rétt mjög við, og eru rækjuveiðar drjúg lyftistönd, ásamt grá- sleppuveiðunum, sem viða eru stundaðar af kappi á þessum slóðum. Er Hólmavik ein af miðstöðvum rækjuvinnslunnar, enda liggur staðurinn vel við til þess. Ot með Steingrimsfirði að norðan er Selströnd. Þegar skammt hefur verið farið út með firðinum að norðan, verða vegamót, og liggur önnur leiðin yfir Bjarnarfjarðarháls norður til Bjarnarfjarðar, en hin út með sjónum, fyrir hálsinn og kringum nesið. Litlu utar, en gegnt Hólma- vik, eru Kleifar, þar sem einn af frægustu alþingismönnum landsins og samherjum Jóns Sigurðssonar, Torfi Einarsson, bjó. Er þá skammt til Drangs- ness, annars aðalþorpsins á Ströndum, þar sem rækjuveiðar og rækjuvinnsla mala gull, eins og á Hólmavík. Skammt utan við Drangsnes er viti, og er þar sveigt til norð- urs. Þar er Bær á Selströnd við veginn, nafnkunnugt heimili og afarfjölmennt i eina tið, en úti er stór eyja, Grimsey, sem bæði hefur verið notuð til tófueldis og beitar. Strandlengjan norðan Bjarn- arfjarðar nefnist Balar, og er þar nú öll byggð komin i eyði, þótt þar séu hinar mestu hlunn- indajarðir, sem vel nytjaðar myndu ekki skila minni arði en hinar beztu bújaröir í öðrum veðurmildari landshlutum. Norðan Bala er nú engin mannabyggð, fyrr en komiö er i Reykjarfjörð. Þegar komið er norður fyrir Bjarnarfjörð, gerist landslag allt stórbrotnara en það er sunnar. Gnæfa þarna há hamra- fjöll yfir örmjórri strönd og ganga klapparhleinar i sjó fram. Hafa þar sums staðar verið bæir áður fyrr á örlitlum grasblettum milli fjalls og sjáv- ar. Norðan Balafjalla gengur Kaldbaksvik inn i landið, og er I henni allstórt vatn. Þar hafa efnamenn úr Faxaflóabyggðum reist sér sumarbústaði og jafn- vel látið hlaða sér skýli og stó til glóðarsteikingará grundinni við vatnið. Loks er sveigt til vesturs und- ir háum fjöllum og haldiö inn með Veiðileysufirði, allt i fjarð- arbotn. Þar er farið upp á lágan háls yfir til Reykjarfjarðar, og komið niður skammt þaðan, er hinn forni kaupstaður, Kúvik var, og nú er Djúpavik. Þar er syðsta byggð i Arneshreppi. Þar býr nú fátt fólk með nokkra út- gerð, og hafa menn hug á að koma þar upp rækjuvinnslu i þvi skyni að blása lifi I byggðarlag- ið að nýju. Þar eru miklar bygg- ingar og bryggjur, sem hrörna ár frá ári, til minningar um sild- arverkunina á þessum stað, og þar ryðgar Suðurland, sem eitt sinn var i förum á Faxaflóa, en var siðast notað sem verbúð sildarverkunarfólks. Kaupfélagið á Norðurfirði hefur litið útibú i Djúpuvik. Þarna er sá staður, sem rætur Jakobs Thorarensens lágu, og ínnan við fjarðarbotninn var Kjós, þar sem Simon Jóhannes Agústsson, prófessor, ólst upp. Auðveld gönguleið er frá Reykjarfirði norðanverðum yfir i Trékyllisvik, en vegurinn ligg- ur út með firðinum umhverfis Sætrafjall og örk. Sunnan Trékyllisvikur gengur fram Reykjaneshyrna, en norð- an hennar Krossnesfjall. t Trékyllisvik er skammt milli bæja, og þar er kirkja i Arnesi og félagsheimili og skóli skammt undan. En hvorki situr þar nú læknir né prestur, þótt svo eigi að vera. í Trékyllisvik er mjög fagurt, þegar þannig viðrar, en þar get- ur lika verið heldur svöl þoka, þegar vindur stendur af opnu hafi. Enn er löng leið norður að hreppamörkum og þar með að sýslumörkum. En hún veröur aðeins farin gangandi eða með A Kópavogur olíusfyrkur fyrir timabilið marz, april, mai, verður greiddur 5. til 9. júli 1976. Bæjarritari. Kaldbakur, Kaldbaksvlk og Kleifar. báti. Upp úr Ingólfsfirði er afar- brött brekka á háls, sem er á milli hans og ófeigsfjarðar, svonefnt Seljanesfjall. t Ófeigs- firði var mikill höfðingsbær um langan aldur, og þaðan er há- karlaskipið Ófeigur, sem nú er geymt i sérstökum skála i byggðasafninu að Reykjum i Hrútafirði. Norður frá Ófeigs- firði er löng strönd, og ekki hef- ur verið farið langt, þegar kom- ið er að vatnsmikilli á, einni hinni vatnsmestu á Vestfjörð- um, er steypist niður af háfjalli. Hún heitir Hvalá, og telja marg- ir, að hún væri mjög vel fallin til virkjunar. Allmiklu norðar er Eyvindarfjörður, sem raunar er ekki öllu meira en væn vik og enn allmiklu noröar Drangavik. Þá er komiö i námunda við drangana miklu, sem við sjáum sunnan af Meladal. En þaðan er akki minna en dagsganga. Er nú farið úr Drangavik upp brattan háls, Drangaháls, en jafnskjótt og upp er komið, hallar aftur niður. Alllangt inn með fjalls- hliðinni eru Drangar, siðasti bær i byggð i norðurhluta Arneshrepps. A þessum slóðum var Fjalla-Eyvindur um skeiö, eftir að hann hvarflaði ásamt Höllu, frá Hrafnfjarðareyri i Jökulfjörðum. A þessum slóðum hafa fundizt grjótbyrgi, þar sem gott var að dyljast, sýnilega gerð sem athvarf handa einhverjum sem ekki átti fritt. Inn frá Dröngum er Bjarna- fjörður nyröri, og rennur þar fram vatnslitil jökulá. Norðan Bjarnarfjaröar var farið svonefnda Rönd, mikinn fjallveg til Reykjafjarðar nyrðri, og var þá komið i Grunnavikurhrepp i Noröur- Isafjarðarsýslu. önnur leið var sniðhallt yfir fjall út til Skjalda- bjarnarvikur, nyrzta bæjar i Strandasýslu, sem er i dálitlu viki sunnan undir Geirólfs- gnúpi, miklu hamrafjalli, sem gengur i sjó fram. I Skjaldabjarnarvik bjó á sin- um tima hagyröingurinn Hall- varður Hallsson, sem kunnur er i sögum og sögnum, og er hann heygöur þar i túni, þvi að hann kaus sér ekki hvild i vigöri mold. Hvers vegna URSUS? URSUS er traustur og ódýr TIL AFGREIÐSLU STRAX Svo ódýr, að mismunurinn jafnvel nægir til að mæta áburðarhækkuninni. Góð þjónusta og nægir varahlutir. m I4K 14 SUNDABORG Klettagörðum 1 • Símar 8-66-55 ét 8-66-80 HEMPELS skipamálning á f utan húss og innan. ' SSSppfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.