Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 3 Torgeirsstadir — bjálkahúsiö, sem Torgeir Anderssen-Rysst, sendiherra Noregs á tslandi 1945-’58, lét tilsniöa I Noregi okkur aö kostnaöarlausu. Húsiö, sem er i norskum stil, feilur skemmtilega inn I landslag Elliöavatnsheiöarinnar. nga Heiðmörk Fiskirækt höfst i Elliöavatni haustiö 1963 og hefur um cinni milljón laxaseiöa veriö sleppt i vatniö auk þúsundum bleikjuseiöa. Myndin sýnir veiöimenn i Elliöavatni, en Rauöhólarnir eru í baksýn. braut út frá veginum milli Elliða- vatns og Jaðars og upp eftir Elliðavatnsheiöinni. 1 dag nefn- um við þennan veg Heiðarveg, en þar á enda var vigsluhátiðin 25. júni 1950 haldin á grasflöt, sem hlaut nafnið Vigsluflöt. Ein forsiðufrétt Timans þriðju- daginn 27. júni 1950sagði svo frá : „Heiðmörk, griðland Reyk- vikinga, var opnuð almenningi i gær (þ.e. sunnud. þann 25.) i bliðskaparveðri og sólskini, að viðstöddum þremur þúsundum manna. Fór athöfnin fram á sléttri grund milli tveggja lágra kjarrása, skammt ofan við Elliðavatn. Hafði þar veriö gerður laufskrýddur ræðustóll. Lúðrasveit Reykjavikur lék, en þjóðkórinn söng undir stjórn Páls tsólfssonar.” Athöfninni stjórnaði Hákon Guðmundsson, varaformaður Skógræktarfélags tslands. og seinna formaður og borgardóm- ari. Guðmundur Marteinsson for- maður Skógræktarfélags Reykja- vikur talaði fyrstur og þá Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, sem barfram þrjár óskir Reykvingum til handa. Að þeir mættu sækja á þennan stað frið i hjarta og jáín vægi hugans i sérhverju ölduróti — að þeir lærðu að fara mjúkum höndum um móöurmoldina og gróðurinn — og að starf þeirra yrði öðrum landsmönnum hvat- ing og fyrirmynd. Þriðji ræðumaður var Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgar- stjóri, og baö hann þann er sólina heföi skapað aö halda vemdar- hendi yfir Heiömörk. Si'ðast talaði Sigurður Nordal og fór vitt um. Skógarmaður heföi i fomöld verið útlagi og siðar heiti þeirraerskógana eyddu og sviðu. En nú væri Einar Sæmundsen nefndur skógarmaður og merkti sá er skógana græðir og verndar. Þá bar Sigurður fram þá ósk, að i Heiðmörk yxi skógur svo hár, að elskendur mættu hverfa i hann, enda teldu þeir þá ekki á sig spor- in upp eftir. Var góður rómur gerður aö tali Sigurðar. Friðaða timabiUð Sú Heiðmörk, sem við þekkjum i dag, er önnur og stærri en sú sem ræðumenn blessuðu. Er nú friöaö svæðið innan girðingarinn- ar um það bil 2500ha., eða nokkuö stærra en allt Reykjavikursvæðið vestan Elliðavatns og eru vestur- takmörkin komin allt að landa- mærum Urriðakots, sem er skammt fyrir ofan Hafnarfjörð. Tilvitunin i orð Hákons Bjarna- sonar, i byrjun þessa greinar, sagði frá kjarrskikum og gengur súlýsing reyndar enn því svæöið hefur frekar á sér yfirbragð kjarrs en skógar. A fyrstu árum skógræktunar i Heiðmörk reyndu menn að gróðursetja skógarfuru en þvi miður dafnaði hún illa og varö Iúsug. Einna mest hefur verið gróöur- settafsitkagreni.semhefur gefið hvað beztan árangur, og má viða sjá fagra sitkagrenilundi i ágæt- um vexti. Þá hefur talsvert verið gróðursett af birki, bergfuru og fjallafuru, sem eru nægjusamari Arangur gróðursetningarinnar austan I Sauðás leynir sér ekki (1975). um jarðveg, sérstaklega fururn- ar. Sama má segja um stafa- furuna, sem er tekin að hylja hina áöur gróðursnauðu mela sunnan undir Vifilsstaðahlið. Það er ekki fánýt eign fyrir Rvik, að eiga svo fagurt frið- land sem Heiömörk er, og vist er, að allur þorri manna tekur undir orð Hákonar Bjarnasonar að það sé „...einkennilega fagurt um aö litast þarna efra.” MÓL tók samant stuðzt við ársrit Skógræktarfélags Islands 1975). Gróðursetning austan I Sauðás sumarið 1957.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.