Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 29 Guðlaug Narfadóttir: ,,Sá sem vill drekka í friði er eins og þjófur sem vill fá að stela án afskipta annarru manna" Lesendur segja: V Svanbjörg Sigurðardcttir: „Lærið að virða eignarétt og viðleitni annarra manna" . 11 11 m HRINGIÐ í SÍMA 18300 MILLI KLUKKAN 11—12 L___———______< ..■ .mmJ Talsvert hefur verið rætt og ritað um þau spjöll sem vél- knúin farartæki valda er þau fara vegleysur um óbyggt landið, eða þá fjöll og firnindi. En, hvað þá þegar þau koma ó- beðin og keyra þvers og kruss um túnið hjá manni og þaö rétt fyrir slátt. baö var hér fyrir nokkrum dögum að ég sá að hingað komu bfll og traktor að hliöinu og siðan veit ég ekki fyrri til en bæði þessi tæki taka stefnuna þvert út i túnið og ekki einu sinni á sama staö. Kallaði ég þá i bónda minn og fór hann og talaði viö mennina, sem voru frá rafmagsveitum rikisins og höfðu nú hvorki haft fyrir þvi að biðja um leyfi, eða spyrja eftir beztu leiðinni. beir urðu nú eitt- hvað smávegis iðrunarfullir og vildu nú gjarnan skemma sem minnst, en gátu þó ekki látið vera að aka túnið endilangt meðfram linunni, svo langt sem hún náði. bó að rafmagnið sé okkur sveitafólkinu nú ómissandi og við afskaplega þakklát fyrir það, finnst mér nú aö við hljótum að hafa umráðarétt á túnunum okkar um þetta leyti árs og eigum ekki að þurfa að þola svona átroðning. En, það eru ekki bara rafmagnsmenn sem litla virðingu bera fyrir ræktun okkar bændanna og grænu stráunum. Mér finnst það nokkuð áberandi, að ef hlið eru skilin eftir opin af einhverjum ástæðum á sumrin, þá sé ferða- fólk komið inn á tún, áður en maður veit af og dæmi eru þess hér hjá mér að það hefur haldið áfram inn á mitt tún, án þess að stanza. Ætli kaupstaðarbúum þætti ekki skritið háttalag okkar, ef við færum að traðka um garð- ana þeirra? Jafnvel þegar gesti ber að garði hef ég tekið eftir þvi að þeir sækjast gjarnan heldur eftiraðleggja bilunum sinum út á græna grasflöt, heldur en á malbornu hlaðinu. Hér þarf að verða breyting á til batnaöar. Fólk verður að læra að virða alla viðleitni til ræktunar og betri umgengni og umfram allt eignarrétt annarra. Hánefsstöðum 27.júnil976. Svanbjörg Sigurðardóttir Guðlaug Narfadóttir skrifar: Ég kunni þvi illa aö sjá hnýtt i templara á þann veg sem gert var i lesendadálkum Timans nú fyrir skömmu siðan. Stórstúkan átti niutiu ára af- mæli fyrir nokkru og svo er aö sjá að einhverjum hafi þótt það tilefni til þess að ráðast á hana. 1 fyrsta lagi er þar séð of- sjónum yfir þeim rikisstyrkjum sem templarar fá til starfsemi sinnar. Um það vil ég aöeins segja að mitt mat er á þann veg að þeir eigi það skilið, þvi ef þeirra starf heföi ekki komið til þá þyrfti rikið að inna af hendi mun meiri greiðslur en sem styrkjunum nemur vegna drykkjumanna þeirra sem nú geta veriö hjálparlausir. bvivil ég meina aðtemplarar eigi skilið aö fá nokkrar krónur úr rikissjóöi. bá er i umræddri grein tekin afstaða gegn þeirri tillögu að áfengiskaup verði skráö á nafn kaupanda. bar er gjörsamlega litiö fram hjá þeim til gangi sem slik skráning myndi fyrst og fremst hafa, að koma i veg fyrir að unglingar fari inn i áfengis- verzlanir og fái þar afgreiöslu, svo og að reyna að hefta fullorðna I þvi að kaupa fyrir unglinga. baö er vitað mál aö menn hafa keypt fyrir þá sem ekki hafa sjálfir aldur til og það á að reyna að koma i veg fyrir. Maður sá sem skrifar um- rædda grein segist vilja fá að drekka sitt áfengi i friði. Mér þykir það viðhorf hans svipaö viöhorfi konu einnar, sem var hnuplgefin, en hún vildi fá aö stela i friöi. Aö lokum vil ég svo segja það eitt aö ef góðtemplarar heföu ekki starfaö hér, væri ööruvisi útlit á Islandi i dag. TÍMA- spurningin — Lest þú ljóðabækur — og ef svo er hvort heldur nýjar bækur eða ljóð eldri skálda? Njáll Sigurjónsson, prentari: — Ég les sárasjaldan ljóð, en ef það kemur fyrir, þá les ég helzt nútimaljóð. Hins vegar á ég engan uppáhaldshöfund. Auöur St. Sæmundsdóttir, skrifstofustúlka: — baö eru Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr, sem ég les — ef ég les ljóö yfir- leitt. A nútimaljóðum hef ég litinn áhuga, svei mér ef ég gæti ekki gert eins og mörg nútimaskáldanna. Viðar Eggertsson, leikari: Auövitað les ég ljóö, og þá helzt nú- timaljóð. beir gömlu eru svo leiðinlegir, að ljóð þeirra eru óles- anleg. Siguröur Sigurjónsson, ieikari: — Ég geri engan greinarmun á eldri og yngri skáldum. Hins vegar les ég jafnan litið af ljóðum. Jóhannes Gunnarsson, nemi:— Hérna einu sinni las ég skóla- ljóðin, en mér fannst þau svo leiðinleg, að ég hafði engan áhuga á að halda áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.