Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. júli 1976 TiMINN HELGARSPJALL Steingrímur Hermannsson: Að láta herinn borga Grundvallaratríðin I fundargerðum þeim, sem birtar voru I vetur, frá fundum islenskra forustumanna i Was- hington ,1'yrir innöngu okkar i Atlantshafsbandalagiö, er aö finna ýmsan fróðleik. Fram kemur mjög ákveðin samstaoa hinna islensku forustumanna um eftirgreind grundvallar- atriði: 1. Að tsland eigi heima í sain- tökum vestrænna þjóoa, sem hafi þao markmiö aö varö- veita grundvallarhugsjónir hins vestræna lýftræois, 2. Aö tsland þjóni þeirri þátt- töku fyrst og fremst meo þvi að viðhalda hér á landi að- stöðu fyrir her frá þessum þjóðum ef til átaka kemur. 3. Að ekkikomi til mála, að á ís- landi verði her á friðartimum og aðeins samkvæmt ákvörðun tslendinga sjálfra. A þessum forsehdum gerðust íslendingar þátttakendur i At- lantshafsbandalaginu. Sumir töldu að visu ekki nægilega vel frá þvi atriði gengið, að hér á landi yrði aldrei erlendur her nema að okkar ósk og ekki a friðartimum. Þeir menn óttuðust, að erfitt gæti orðið að losna við herinn, ef hann kæmi og það hefur reynzt rétt. Það beytir hins vegar ekki verndun þeirra hugsjóna, sem viö byggj- um á, lýðræði og frelsi einstak- lingsins ákveðnir i þvi, að það skuli þtí verða undantekning, að hér á landi sitji erlendur her. Breytt afstaða Þegar Bandarikjamenn neituðu okkur um aðstoð þá, sem við báðum þá um i siðasta þorskastríði virðist mörgum Is- lendingum hafa orðið ljóst, að Bandarikjamenn eru hér fyrst og fremst og e.t.v. eingöngu vegna eigin hagsmuna. Þetta er vitanlega engin ný tiðindi. Sér- hver þjóð hugsar fyrstog fremst um sinn eigin hag og þurfum við Islendingar raunar ekki annað en að llta I eigin barm til þess að sjá, að svo er. Stundum geta hins vegar sllkir hagsmunir farið saman, eins og t.d. þegar við sameinumst öðrum þjóðum til þess að verja grundvallar- hugsjónir þess lýðræðis.sem við viljum búa við. Sumir, sem ekki geröu sér grein fyrir þessum staðr.eynd- um áður, en sjá þær nií, bregðast við með því að segja: Fyrst svona er, skulum við láta herinn borga. Einkum hefur verið rætt um það aö láta herinn greiða eða annast fyrir okkur varanlega vegagerð og það er skýrt með þvi, að góðir vegir séu nauðsynlegir á friðartlmum til þess að koma fólki úr þétt- býlinu út á land. Svipuð rök má að sjálfsögðu háfa um hafnir siina, rafmagn og raunar flestar aörar opinberar fram- kvæmdir. Og vitanlega munar risaveldinu ekkert um að taka að sér sllka hluti fyrir okkur ts- lendinga, eða taka okkur alveg undir sinn væng. Aðrir virðast sja I stóraukn- um tekjum af varnarliðinu lausn á okkar efnahagsvanda. Að gerast þiggjendur úr hendi erlends stór- veldis Þessar hugmyndir eru I mfn- um huga hinar fáránlegustu. Með þeim er ekki aðeins kastað fyrir borð þeim grundvallar- atriðum i þátttöku okkar i At- lantshafsbandalaginu, sem ég hef rakið, heldur yrðum við ts- lendingar jafnframt háðir er- lendri hersetu um aldur og æfi. ALDREI hefur reynst auðvelt að sjá af þeim tekjum, sem eitt sinn eru I hendi. Viö yrðum ekki lengur sjálfstæð þjóð, sem treystir á eigin mátt sinn og framleiðslu, heldur þiggjendur úr hendi eríends stórveldis. Með þvi að gera herinn að þeirri tekjulind, sem skamm- sýnir menn boða, verður ekki lengur sagt, að við séum þátt- takendur i vestrænu samstarfi af hugsjón til verndar grund- vallaratriðum vestræns lýðræð- is, ekki verður lengur sagt, að herinn sé hér á landi aðeins þeg- ar við sjálfir teljum það nauð- synlegt til verndar þessum grundvallaratriðum og aldrei á friðartimum. Við yrðum fljótlega svo háðir tekjum af hinum erlenda her, að allt slikt yrði aukaatriði og gleymt. Herinn yrði hér á landi vegna þess, að hann yrði fljtítlega talinn vera okkur nauðsyn fjárhagslega, þrátt fyrir öll þau vandræði sem her- setunni fylgja. Þeir, sem ákváðu inngöngu okkar i' Atlantshafsbandalagið, lögðu rika áherslu á, að hér yrði ekki her á friðartimum. Þeir gerðu sér grein fyrir þvi, að langvarandi erlend hersetá er mjög hættuleg sjálfstæði smá- þjóðar. Hersetunnifylgirmargs konar spilling. 1 kringum toll- frjalsan innflutning varnarliðs- mannanna þróast óhemju smygl, þeim hefur fylgt vaxandi eiturlyf javandamál og svo mætti lengi telja. Langsamlega alvarlegast er þó i minum huga, að heil kynslóð tslendinga vex upp viðerlenda hersetu: margir einstaklingar sannfærðir um það, að islenska þjóðin geti ekki verið án erlendrar herverndar. Fra msóknarf lokkurinn vill standa við grund- vallaratriðin Okkur tslendingum ber að standa fast á þeim grundvallar- atriðum, sem réðu þátttöku okkar I Atlantshafsbandalaginu og forustumenn lýðræðisflokk- anna lögð allir svo rika áherslu á. t samræmi við það eigum við nú að sameinast um að láta her- inn fara. Það eru eðlileg við- brögðþeirra,sem sjá að hersins er ekki þörf nú vegna þátttöku okkar i Atlantshafsbandalagi. Skjalfest er, að á þetta íéllust Bandarikjamenn á sinum tima. Jafnframt eigum við einnig i samræmi við samninginn, að vera reiðubúnir til þess að við- halda aðstöðu her á landi, sem gripa má til, ef til ófriðar kem- ur. Þegar herinn er hér á landi sýnist mér eðlilegt, að hann greiðiallan kostnað, sem af dvöl hans hlýzt vegna framkvæmda og reksturs á Keflavikurflug- velli og utan vailarins sem Bandarikjamenn eða Atlants- hafsbandalagið kann að telja nauðsynlegt sin vegna. Vera má, að þessu sé eitthvað ábóta- vant og er þá sjálfsagt að endur- skoða það. En það er aukaatriði. Herinn á alls ekki að vera hér þegar hans er ekki þörf. Mér sýnist jafnframt eðlilegt, að Atlantshafsbandalagið greiði kostnað vegna viðhalds þeirrar aðstöðu, sem talin er nauðsyn- leg hér á landi, þegar herinn er farinn. Framlag okkar er landið, og þáð er stórt framlag. Slík afstaða, sem ég hef nú rakið, lysir staðfestu og mann- dómi. Að treysta á erlendan her sem tekjulind er uppgjöf. Stefna Framsóknarflokksins er ijós. Flokkurinn hefur hvað eftir annað ftrekað á afstöðu sina að standa fast við upphaf- lega grundvallaratriði þátttöku okkar i Atlantshafsbandalag- inu. — Leiðin úr erfiðleikum Þáð er rétt að viö tslendingar erum I töluverðum efnahags- erfiðleikum. Stórauknar tekjur af hernum mundi ekki leysa okkur úr þeim vanda. Þær mundu aðeins verka sem bensln á verðbólgubálið og sljóvga vilja þjóðarinnar til þess að standa á eigin ftítum. Leiðin úr þeim erfiðleikum er vitanlega sti að herða mittisöl- ina um tima og kappkosta að eyðaekkimeiraenviðöflum, en leggja jafnframt á það höfuö- áherslu að auka framleiðsluna með eigin atorku og framsýni. Sú stefna hefur stundum verið nefnd framleiðslustefnan. Þjóð, sem treystir á tekjur af erlendri hersetu mun fljótlega glata sjáll'strausti sinu. Að byggja á eigin framleiðslu, eigin atorku, eflir hins vegar sjalfstæðismet- vitund þjóðarinnar og hæfileika hennar til þess að mæta erfið- leikum og vera sjálfstæð þjóð. Frá þeirri stefnu megun við ts- lendingar aldrei vikja. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN HJCKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á lyflækningadeild frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 18. júli n.k. Nánari upplýsingar veitir for- stöðukonan. HJtJKRUNARFRÆÐINGAR og SJUKRALIÐAR óskast til afleys- inga i sumar. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukonan simi 24160. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Ósk- ast i fast starf og til afleysinga. Vinna hluta úr f ullu starf i kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukonan simi 38160. Reykjavik, 2. júli, 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 r > Samvinnuferðir þjóöa nýtt land, nýjan stað, nýtt umhverfí. 17 dags sumarleyfísferó tilPORTÚSAL með viökomu i WNDON A Algarve-strönd Suður Portúgals er ein fegursta og best varðveitta baðströnd Evrópu. Eftirsóttur (erðamannastaður, sem fáir íslenskir ferðamenn þekkja ennþá. I London verður gist á völdum hótelum i hjarta borg- j arinnar. Farþegar ráð- jj stafa sjálfir tíma sin- ffl^ um þar en farar- stjóri Samvinnu- jáp^tjþu ferða verður m%ví^\ þeim til aðstoð- Mt -;Q | ar allanllmann *mBrtí-Á og kemur heim WWm-F&^*- með hópnum. jP& • Hingað sækja þeir, sem njóta vilja fegurðar og friðsældar þessa unaðsfagra héraðs, sem varðveitt hefur gamla siði og venjur, ósnortið af erli nútímans. Ævagömul en lifandi sjávarþorp setja viðkunnanlegan svip sinn á hina breiðu og löngu, hvítu og hreinu strönd Algarve. Algarve mai júní júli ágúst sept. okt. Meðalhiti sjávar: 22.0 23.0 25.1 26.5 26.5 23.0 Meðalhiti lofts: 22.5 25.0 28.0 28.5 26.5 23.5 Á Algarve verður gist í hótelibúðum og litlum villum fast við ströndina, þar sem allur aðbúnaður er i sérflokki. Á Algarve eru golfvellir eftirsóttir af þeim, sem' þá iþrótt stunda. Samvinnuferðir hafa skrifstofu á Al- garve með islenskum starfskrafti til þjónustu og öryggis fyrir farþega sina. DAGFLUG TIL ALGARVE 3. ÁGÚST Reykjavík — Algarve 3. ágúst kl. 8,30. Algarve — Loridon 16. ágúst. London — Reykjavik 19. ágúst kl. 22,05. DAGFLUG TtL ALGARVE 17. AGÚST Reykjavik — Algarve 17. ágúst kl. 8,30. Algarve — London 30. ágúst. London — Reykjavik 2. sept. kl. 22.05. amvinnuferðir Austurstræti 12 simi27077 r i 3ir Á 077 |B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.