Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 4. jiili 1976 TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: : Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Bandaríkin 200 ára í dag eru liðin rétt 200 ár siðan leiðtogar 13 fylkja i Bandarikjunum slitu hollustu við Bretland og lýstu yfir stofnun nýs rikis, Bandarikja Norður-Ameriku. Brezka heimsveldið taldi sig ekki geta unað slikum málálökum og sendi mikið herlið vestur um haf næstu árin til að ná landinu að nýju undir yfirráð krúnunnar. En allt reyndist þetta unnið fyrir gig vegna hreystilegrar baráttu hinnar nýju þjóðar, sem var að verja sjálfstæði sitt og frelsi. En Bretar voru að vanda þráir og stóð styrjöldin i nær niu ár. Formlega lauk henni ekki fyrr en 3. september 1883, þegar friðarsamningar voru undirritaðir i Paris, „Bandarikin urðu frjáls," segir Jón Sigurðsson i ævisögu Benjamins Franklins, „og höfðu marg- háttaðan söma og gagn fyrir staðfestu sina og hreysti." Sjálfstæðisyfirlýsing og sjálfstæðisbarátta Bandarikjanna lögðu grundvöllinn að þvi riki, sem nú 200 árum siðar er voldugasta og auðugasta riki veraldar. En áhrif sjálfstæðisyfirlýsingarinnar urðu reyndar miklu meiri. Hún er vafalitið snjallasta mannréttindayfirlýsing, sem til er. Hún lýsir þvi, að allir séu fæddir jafnir og eigi sama rétt til frelsis og lifshamingju. Á grundvelli þessara orða hafa Bandarikin frá upphafi reynt að byggja riki sitt. Að sjálfsögðu hefur það tekizt misjafnlega, eins og oft vill verða um fagrar fyrirætlanir. Óhætt mun þó að segja, að þrátt fyrir allt, sem aðfinnslu- vert er, stendur frelsi og lýðræði hvergi traustari fótum i heiminum i dag en i Bandarikjunum, þegar Norðurlönd ein eru undanskilin. Þess vegna geta Bandarikjamenn með stolti minnzt sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar. En sjálfstæðisyfirlýsingin hafði viðar áhrif en i Bandarikjunum. Frelsisaldan, sem hún reisti, barst um heim allan. í kjölfar hennar fylgdi mikil frelsis- vakning i mörgum borgum. Mest urðu áhrifin hjá Frökkum, sem höfðu lika dugað Bandarikja- mönnum bezt i sjálfstæðisbaráttu þeirra. Byltingin i Frakklandi 1789 átti sterkar rætur i fordæmi Bandarikjamanna, þegar þeir brutust undan yfir- drottnun brezku krúnunnar. Áhrifin náðu einnig til Islendinga. Árið 1838 vann ungur íslendingur að þvi i Kaupmannahöfn að þýða sögu Benjamins Franklins og gaf Pókmenntafélaginu þýðinguna, gegn þvi, að það tæki að sér að gefa hana út. Þetta litla rit varð um skeið vinsælast allra rita á íslandi og hefur Benjamin Franklin síðan verið meðal þeirra manna erlendra, sem íslendingar kunna bezt deili á. Hinn ungi Islendingur, sem þýddi ævisögu Franklins, hefur vafalaust á ýmsan hátt tekið hahn sér til fyrirmyndar. Þessi maður var Jón Sigurðs- son, sem siðar varð mesta frelsishetja tslendinga. Páll E. ólason segir i ævisögu Jóns, að hann hafi aldrei komizt lengra i ritsnflld en i þýðingunni á Franklinssögu. Af þvi má ráða að efnið hafi verið honum hugleikið. Meira en öld leið frá þvi, að Jón Sigurðsson þýddi Franklinssögu og þangað til veruleg samskipti hófust milli Bandarikjamanna og íslendinga. 111 nauðsyn knúði þessar þjóðir til náinna sambúðar á árum siðari heimstyrjaldarinnar. Þessi sambúð hefur haldizt siðan. Fáar eru þær smáþjóðir, sem ekki hafa þurft að kvarta um yfirgang og óbilgirni i slikri sambúð við stórþjó^. Það hafa Islendingar ekki þurft að gera. Það er hlutskipti, sem margar þjóðir öfunda íslendinga af, að þeir eiga voldugan nábúa, sem ekki þarf að óttast, ef þeir gæta sjálfir vöku sinnar. Þ.Þ. Walter C. Clemense, The Christian Science Monitor: Hvað geta Bandaríkja- menn lært í Evrópu? Þeim veroa Ijósari kostir bandarísks stjórnarfars Höfundur þessarar greinar er Walter C. Clemense Jr. prófessor I stjórnmálafræði við háskólann I Boston. Greinin hefur sér til ágætis að vera skrifuð af banda- riskum þjóðfélagsfræöingi um bandarískt þjöðfélag, þegar sá hinn sami er ný- kominn úr ferðalagi um Evrópu og er þvl hæfari en aðrir að bera saman banda- rlskt þjdðfélag og evrópskt. SEGJA má, að sex vikur sé ekki langur tlmi til að öol- ast ferskan skilning á bandariskum stjórnmálum, en þess verður að gæta, að Clemense er stjórnmála- fræðingur aðatvinnu og lifir þvi og hrærist I þjdðfélags- rannsóknum. Höfundurinn kappkostar að draga fram hið gdða I þjóð- félagi sinu, og er þvi greinin ágætt framlag til 200 ára af- mælis Bandarikjanna. SEX vikur i Evrópu hjálpa manni að sjá Bandaríkin i nýju ljósi. í byrjun ferðar minnar varð ég dálltið undr- andi, þegar ég las skrif evrópsku dagblaðanna um bandarisku forkosningarnar. Aðferðirnar eru svo ruglandi, jafnvel skrltnar.Hvernig gátu Evrópubúar fundið einhverja skynsemi i þeim? Hvernig gat ég? Þegar ég sá kvöldfréttir sjónvarpsins við heimkomuna til Boston, þá hafði ég fengið nýjan skilning á bandariska stjórnmálakerfinu. Vikum saman hafði ég lesið og hlust- að á fréttir frá ttaliu um of- beldi, fasisma og kommún- isma — um óþekktar öfgar i Bandarikjunum. Alvarlegasta hlið Italskra stjórnmala er ekki einungis ofbeldi, sem framið er af vinstri og hægri mönnum, heldur sá fjöldi möguleika sem skipulögðu stjórmálaflokkarnir bjóða upp á, allt frá hinum hægri sinn- aða MSf til kommúnista. Myndir sjónvarpsins af stjórnmálamönnum þeim, sem berjast I forkosningun- um, segja litið um kosti þess- ara manna. En nöfnin minna þó á grundvallaratriði, sem rikir i bandariskum stjórnmálum, en varla i Vest- ur-Evrópu. Litlu máli skiptir þótt hægri maðurinn Reagan eða frjálslyndur demtíkrati bæri sigur af hólmi — megin- linur bandariskrar stjórn- stefnu stæðu óbreyttar. bað yrðu aðeins meiri eða minni hernaðarútgjöld eða vel- ferðarútgjöld, en öll stefna i aðalatriðum stæði óhögguð. A ftali'u hins vegar, gæti sigur kommúnista leitt til algjörrar breytingar á eignarréttinum og viðhorfi til bandamanna. Þvi geta bandariskir kjósendur beðið rdlegir nóvember kosninganna, meöan Italir hljóta að kviða júnikosninga sinna, þvi úrslit þeirra munu annaðhvort færa of miklar breytingar eða of litlar. Bandariska kerfið býður einnig upp á ákveðið, stjórnmálalegt öryggi, sem finnst ekki hjá mörgum lýö- ræöisrikjum vesturlanda, þar sem óhlýöinn þingmaður get- ur velt rikisstjórn úr sessi á einu augnabliki, eöa hjá kommunistarikjum, þar sem árangursrfk, innri bylting er stöðugur möguleiki. Ford forseti BANDARISK stjórnmál hafa einnig hæfileika til að græða sár sin. Spilling getur átt sér stað — i Hvita húsinu jafnt sem skrifstofum þing- manna — en upp um hana er komið, þeir seku ávitaðir eöa látnir fara og þjóðarskútan kemst aftur á réttan kjöl. Enda þótt margir Bandarfkjamenn kvarti yfir lögum, allir nema hverfandi litill hluti þjóðarinnar viður- kenna hugtökin drengilegt framferði og þingræðislegt stjórnskipulag. Ef þeir verða undir I atkvæðagreiðslu, þá það, þeir geta reynt aftur með atkvæðagreiðslu, en sjaldnast með sprengjum eða svikráð- um. Bandarikjamenn kvarta yf- ir efnahagsvandamálum, en þeir þekkja ekki áhyggjur franskra og ítalskra fjöl- skyldna, sem smygla silfri sinu og verðbréfum til Sviss. Ekki skattakerfi, sem neyðir menntaða Svia til að ihuga brottflutning af svo siðmennt- uðu landisem Sviþjóð er. Ekki óðaverðbólguna, sem Eng- lendingar hafa barizt við ár- um saman. Og auðvitað ekki hungurvofuna, sem hvflir yfir þriðja heiminum og Rúss- landi. Bandarlska hagkerfið fram- leiðir rúmlega helmingi meira af vörum og þjónustu en Sovétrikin og heldur áfram að leiða heiminn á flestum sviö- um þróaðri tækni. Þrátt fyrir að fréttatilkynningar Penta- gons og yfirlýsingar Ronald Reagans bendi til annars, þá standa Bandarikin Sovétrfkj- unum framar á flestum mikil- vægustu sviðum hernaðar. Sennilega er alvarlegasta á- fall bandariska draumsins, á- framhaldandi mistök við að leysa vandamál kynþáttaerj- anna. Árekstrar milli svartra og hvitra blossuðu upp i Bost- on, þegar ég fór I april og voru enn, þegar ég kom snemma i júní. Enda þótt ég vilji ekki draga úr mikilvægi þessara vandamála, þá er staðreyndin samt sem áður, að þeir geta ekki, að mikilvægi, verið bornir saman við borgara- styrjaldirnar I Norður-lrlandi, Líbanon, tsrael og fjölda mörgum Asiu og Afriku rikj- um. MEÐVITUND um mikil- vægi umhverfisvarna er al- mennt mun meiri i Bandarikj- unum en i Evrópu. Sem dæmi má nefna, að Bretar og Frakkar hafa samþykkt hina hávaðasömu, hljóðfráu þotu Concorde, bilaflautaæði i- talskra bifreiöastjóra, meng- un i evrópskum ám og höfum, sem er hlutf allslega meiri en I okkar eigín. Þrátt fyrir að far- rými fyrir þá, sem ekki reykja, hafi að lokum v.erið sett upp i evrópskum flugvél- um, þáeruþaumun minnieni bandariskum. Heimsókn til Evrópu kennir manni einnig að meta að verð- leikum mörg smávægilegri at- riði I Bandarikjunum. Þó að margir evrópubúar kunni að finnast gaman að fara I f jórar mismunandi verzlanir til að fá mjólk, brauö, ávexti og kjöt, þá er öllu bægilegra að geta fengið alla þessa hluti undir sama þaki. Hvaö sem segja má um simareikninga I Bandarikjunum, þá er siminn alla vega i lagi. Og vatnið I flestum borgum okkar er drekkandi. 200 ára afmæliö er rétta tækifærið til að skipuleggja betri framtið, en það er ekki rétti timinn til aö gera Htiö úr þvi, sem viö höfum. Verum meðvitandi um það sem gott er og látum það visa veginn til frekari þróunar. MÓL, þýtt og endursagt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.