Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 4. júli 1976 „Áfram streymir VS ræðir við bóndann, smiðinn og fræðaþulinn á Hrappsstöðum í Vopnafirði lífsins lind ÆTLA MÆTTI aö eitthvert létt- asta og auðveldasta verk, sem blaðamaður getur tekið sér fyrir hendur, sé aö skrifa viðtal viö gamlan sveitunga sinn, — mann sem hann hefur þekkt og virt allt frá þvl aö hann fór fyrst a6 gera sér grein fyrir stærö sveitar sinn- ar, taka eftir fleira fólki en þvl sem bjó á allra næstu bæjum. Þessuerþóekki þann veg fariö. Þó að kunnugleiki á staðháttum og aðstæðum hjálpi auðvitað til að vissu marki, koma önnur vandamál til, — liklega flest sál- ræn- og flestir munu vera á éinu máli um, að þeim finnist þeim mun erfiðara að eiga opinbera orðræðu við menn, sem viðmæl- endurnir eru þeim nákomnari. Höfundur þessara llna gat samt ekki á sér setið, þegar hann frétti að sveitungi hans, Helgi Gislason á Hrappsstöðum i Vopnafirði, væri „kominn suöur" og dveldist sér til hressingar á Vifilsstöðum. Rétt þótti þó að fara með löndutn og spyrja lækni hvort óhætt væri að fþyngja Helga með löngu blaðaviðtali en hann er nú á áttugasta aldursári sinu. Læknir- inn veitti leyfið, og þegar til Helga kom, var hann „hress við veg", eins og sagt var i gamla daga, hló og gerði að gamni slnu og tók hressilega I nefið úr tré- dósum, sem hann hefur sjálfur smiðað og skoriö út. Þaö var sannarlega gaman að hitta hann — og nil voru meira en tveir ára- tugir liðnir, síðan fundum okkar bar saman sfðast. Við ljóðaglauminn Helga Gislason þarf ekki að kynna fyrir lesendum Tlmans, þeir hafa sjálfsagt flestir lesið margar greinar eftir hann hér i blaðinu.m.a. ILandfara. Helgier bróðir Benedikts Gislasonar frá Hofteigi og séra Sigurðar Z. Glslasonar. Þessir bræöur eru þjóðkunnir, og þarf ekki um að ræða. Þess vegna verður allri ættfærslu síeppt fiér og byrjao á þvl að spyrja: — Hverjar eru fyrstu bernsku- minningar þlnar, Helgi? — Fyrstu minningar minar eru tengdar þvi, þegar ég var látinn gæta Sigurðar bróður mlns og ég var að leika við hann I bæjarsund- um og utan i grænum þekjum bæjarins heima. Og það fyrsta sem ég setti saman ljdðakyns, varð þannig til, að ég var að hafa af fyrir Sigurði og söngla við hann ýmislegt, sem ég orti sjalfur jafnóðum. — Kanntu ekki eitthvað af þessu énn? — Jú, eitthvaö kann ég, — að minnsta kosti upphafið: Vopnafjörður er fögur sveit — fyrir fólkið — Alít er sómalegt Iþéim réit — fyrir fólkið, fyrir fólkið— tra, la, la, la. Fjöllin skarta með tign i tindi — fyrir fólkið — Þar er skrautlega máluð mynd — fyrir fólkið, fyrir fólkið — tra, la, la, la, la. Ain bugðast um breiðan dal — fyrir fólkið — Hljótt þar náttúran hefur tal — fyrir fólkið, fyrir fólkið — tra, la, la, la, la. Ekki man ég nú meira af þess- um kveðskap, hann á að vera allur til á blöðum i skrifborðs- skúffu heima hjá mér. — Veiztu, hversu gamall þú hefur verið, þegar þii ortir þetta? — Ég mun hafa verið um átta ára gamall. — Hélzt . þú svo uppteknum hætti með yrkingar á barnsárum þúium? — Við bræðurnir vorum aldir upp við ljóðaglauminn. Foreldrar okkar voru bæði ágætlega hag- mælt og kváðust iðulega á. Ég kann eina vísu, sem þau ortu eitt kvöld, þegar þau voru háttuð og sáu út um hliðargiugga til austur fjallanna. Sólsett var i byggð, en mikill roði á fjöllum. Þá varð pabba þetta að orði: Fallega gyllast fjöllin há fögrum sólarroða Mamma anzaði af bragði: Hjarta mannsins hressir þá himindýrð að skoða. Þannig var þetta, eins og ég sagði áðan, að við bræðurnir vorum ' aldir upp við ljóðaklið og hrynjandi islenzkar tungu, enda byrjuðum við ungir að yrkja, en flest af þvi mun vera gleymt nú, að minnsta kosti þaö sem ég setti saman. Þó man ég nokkrar visur, sem ég orti I bændaskólanum á Hólum, en þangað fór ég árið 1915, þa átján ára gamall. — Annars var það svo, að við Siguröur vorum jafnan heima fyrir kallaðir „litlu bræður", en Hallgrimur og Benedikt „stóru bræður." Þeir voru báðir miklir námshestar en ég var fremur seinn til lesturs, og á Hólum mun ég hafa verið heldur neðan við meðallag, enda voru þar garpar miklir, eins ogtildæmis Sigurður Greipsson, Guömundur Jósafats- son og Þórólfur I Fagradal. — Ekki munar nú neitt ýkja- mörgum árum á ykkur bræðrun- um, þótt aðrir væru kallaðir „litlu bræður" en hinir „stóru bræöur?/' — Nei, það er alveg rétt. Ég er tveimur árum yngri en Benedikt, en þrcmur árum eldri en Sigurður, sem var yngstur. Hallgrimur var aftur á móti elztur. Þess vegna var hægt að láta mig gæta Sigurðar, þegar ég var orðinn átta ára, en hann ekki nema fimm. Umfangsmikið opinbert trúnaðarstarf, ásamt eigin búskap — Þú munt hafa byrjað búskap þinn I Haga, en ekki á Hrapps- stöðum, þótt þú hafir lengst átt heima á slðarnefnda bænum? — Já, það er rétt, ég byrjaði að búa I Haga árið 1923. Það sumar kvæntistég Guðrúnu Scheving frá Gagnstöð I Hjaltastaðaþinghá. Hún var komin I beinan karllegg Hrappsstaðir I Vopnafiröi. Hér hefur Helgi Glslason átt héima „hartnær l hálfa öld". eins °g se8ir l ágætu kvæði. meginhluta ævistarfs slns, enda mun lengi sjást móta fyrir handavericum hans á þéssum stað. Hér hefur hann unnið Timamynd Gunnar. fráLárusiScheving, sýslumanni I Eyjafirði, en þar sem hún var kona, hlaut hún að sleppa ættar- nafninu. 1 Haga bjó ég i þrjú ár en fluttist þá að Rauðhólum og var þar I eitt ár I hálfgerðri hús- mennsku hjá Guðmundi Guðjóns- syni, sem þar bjó þá, en dó skömmu seinna. Arið 1927 fluttist ég svo i Hrappsstaði og keypti jörðina — sattað segja við engin efni, en ört vaxandi ómegð. Þar hef ég átt heima siðan, — það verða fimm- tiu ár á vQri komanda. — Hvenær var það, Helgi, sem þii hófst þitt umfangsmikla starf á vegum Búnaðarsambands Austurlands? — Haustið 1925 var ég út- nefndur af Búnaðarsambandúui til þess að fara til Reykjavfkur á níimskeið, sem þar var haldið til undirbúnings á framkvæmd jarð- ræktarlaganna, en þau höfðu verið samþykkt 1923. Viö vorum tuttugu og fimm, hingað og þangað af landinu, sem vorum á þessu námskeiði. Námskeiðiö stóð I sex vikur, og kennarar voru Metúsalem Stefánsson, fyrrum skólastjóri á Eiðum, Sigurður búuaðarmálastjóri frá Drafla- stöðum, Ragnar Asgeirsson og fleiri. Okkur var kennt aö mæla, „taka út,'jarðabætur,skipuleggja framræslu og velja land til ræktunar. Við áttum að ferðast um umdæmi okkar á hverju ári og leiðbeina bændum hvar bezt væri að rækta. Um þetta leyti var verið að handgrafa f orarmýri hér á Vffils- stöðum, sem hét Vetrarmýri. Þangað var farið með okkur, og þaö varö mta fyrsta ferð hingað að Vifilsstööum, en ekki hin slðasta. En það var farið með okkur viðar en að Vifilsstööum. Við komum lika I Korpúlfsstaði, þar sem þá var veriö að rækta heilmikið, og lika fórum við til Bessasta&a. Þá bjó þar Jón H. Þorbergsson, sfðar bóndi á Laxa- mýri og þjóðkunnur maður. — Og eftir þetta ferð þú að ferðast um og mæla jarðabætur hjá bændum? — Já, og gerði það samfleytt I nærri þrjátiu ár, eða til 1953. Framan af árum annaðist ég Langanesstrandir og Vopnaf jörð, en eftir lát Benedikts Blöndals bættist við mig allt svæ&ið austur að Lagarfljóti. — Hvar varst þú lengi að fara yfir þetta glfurlega stóra svæoi? — Venjulega dugði mér mánuður, með þvi þó að fara yfir heiðarnar um nætur. Alltaf ferðaðist ég á hestuni, utan siðustu árin, þegar ég hafði jeppa bfi til umráða og mann og mann til að aka. En það var ekki nóg með að sjálft svæðið væri stórt, heldur var lika mjög mikið aö gera i þessum ferðum. Það var til dæmis algengt, að ég yrði að skipta túnum.þarsem tvfbýlivar á jörðum og óglögg skipti, þannig að bændur greindi á um eignar- rétt. Þetta tók alltaf mikinn tlma, og oft nokkurt þras. En ég hafði umboð frá sýslumanni til þess að skera úr slikum deilumálum og skipta túnunum, það hafði verið kvartað til hans, og svo skipaði hann mig til þess að mæla túnin og skipta þeim. Oftast komst ég samt vandræðalaust frá slfkurn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.